þetta átti fyrst að vera svar við greininni hans lyrusar, en þetta varð svo langt að ég bara breytti þessu í grein, lol.
GTA leikirnir eru eins og lyrus sagði snilldar leikir en mér hefur samt alltaf fundist þeir miklu betri í PC.
Ég prufaði GTA III fyrst hjá vini mínum í PS2, mér fannst hann náttúrulega alger snilld og svo fékk ég hann lánaðan einhvern tímann og var kominn í aðra borgina þegar hann þurfti að fá hann aftur, því bróðir hans átti hann. en ég saknaði hans svo mikið að ég bara varð að fá hann, en hann var svo dýr í PS2, svo ég beið eftir því að hann kæmi út fyrir PC og keypti hann á held ég 3700 í hagkaup, og hann var miklu betri í PC, þá var hægt að miða byssunni sjálfur í staðinn fyrir að ýta alltaf á R1 og þótt það hafi ekki verið mikið meira en það þá breytti það mjög miklu, því það snýst miklu meira um hæfni leikmannsins, og svo gat verið ógeðslega pirrandi þegar R1 miðaði alltaf á sama kallinn, og alltaf á vitlausan kall, og svo var mun auðveldara að skjóta á bíla og svona.
ég spilaði hann í nokkra mánuði og kláraði hann næstum alveg, en ég nennti bara aldrei að gera 2 síðustu missionin því þau eru svo andskoti erfið og pirrandi, þannig að ég lék mér bara að flýja undan hernum og stökkva út um allt á þriðju eyjunni og svona, og gera öll auka missionin.
svo þegar bróðir minn fékk sér GTA:VC var ég náttúrulega mjög spenntur, og alltaf þegar hann var ekki í honum var ég í honum, en mér fannst bara svo ógeðslega pirrandi að nota R1 til að miða, því það miðar svo oft á vitlausan kall og ef maður sleppir takkanum og ýtir aftur á hann þá bara miðar hann aftur á sama kallinn, og M16 byssan er bara drasl, það er ekki hægt að nota hana vegna þess að maður þarf að miða sjálfur en maður hittir aldrei nema kallinn sé viðbjóðslega nálægt, og ég varð oft ógeðslega pirraður þegar ég gat ekki klárað mission út af þessu, þannig að mér finnst GTA milku betri í PC, en samt góðir í PS2 enda kláraði ég VC samt og hafði mjög gaman af.
og svo er tónlistin í báðum leikjunum alger snilld, sérstaklega chatterbox í GTA III, ég get ekki hætt að hlæja þegar ég heyri í laslo, hann er svo viðbjóðslega fyndinn, og ég varð ógeðslega ánægður þegar ég komst að því að hann er á uppáhaldsrásinni minni í VC líka, sem er v-rock, hehe.
endilega komið með ykkar skoðanir á þessu og rökstyðjið þær :)