Fyrir það fyrsta, þá má finna Tingle á Windfall Island í The Wind Waker en hann er þar í fangaklefa en Link kemur honum til bjargar. Í þakklæti sínu gefur hann Link Tingle Tuner en það er furðuleg útgáfa af Game Boy Advance, gamla útlitinu. Tingle Tuner er grænt að lit með einkennilegu loftneti en með þessu litla tæki getur Link fengið Tingle til að hjálpa sér með þrautir, skoðað umhverfið, skoðað hver á heima hvar og svo framvegis. Til þess að getað notað Tingle Tuner þá þarftu að eiga GBA og NGC-to-GBA kapalinn en hann er bara ekki til á landinu eins og er. Ég var nógu þrjóskur og ákvað að panta hann á Amazon.co.uk og fékk ég hann í hendurnar fyrir ekki svo löngu síðan. Ég ætla þess vegna aðeins að fara nánar út í Tingle Tuner og hvað hann getur gert, kosti hans og þar fram eftir götum.
Til að byrja með þá vill Tingle athuga hvort þú sért í raun alvöru álfur, hann kallar þig Mr. Fairy. Þú gerir nokkrar frekar einfaldar þrautir sem hann biður um og þegar því er lokið geturðu farið að nota Tingle Tuner af viti. Á sjónvarpsskjánum sér Link grænan flöt sem færist fram og til baka eins og er mynd af Tingle á þessum fleti, en Tingle sér Link á GBA skjánum sem bara mynd af andliti Link með ör sem segir hvert hann snýr. That said. Ef við byrjum bara á einfaldasta hlutnum við Tingle Tuner þá sérðu á GBA vélinni þinni kort af viðkomandi eyju sem þú ert á. Á kortinu eru litlar doppur og örvar. Doppurnar gefa til kynna hús eða hurð. Ef þú ferð með krossinn yfir einhverja doppuna og ýtir á A þá sérðu hver á heima þarna eða hvaða búð þetta er. Býsna sniðugt að getað leitað að stað svona strax, án þess að þurfa að hlaupa um allt eins og brjáluð kanína. Hægt er að láta Tingle fylgja Link við hvert fótspor, en þá ýtir maður á R á GBA og þá er Tingle bara fastur við Link, en í GBA má sjá Link labba um og svo heyra fótspor Link, nokkuð sniðugt. Þetta er þó ekki allt sem þetta einfalda kort býður upp á. Ef þú ert að renna krossinum (Tingle) yfir eitthvað svæði og áherslumerki (!) kemur eða þá að Tingle gefur frá sér svona “Erghh” hljóð þá er eitthvað þarna, ýttu á A og hann kallar á Link og þá lítur Link á viðkomandi stað og sér græna merkið sem er staðsetning Tingle. Oftar en ekki þá kemur upp texti á GBA skjánum eins og t.d “Oh look what Tingle found! Wheee!” Ef Link athugar þennan stað gæti þetta verið krukka eða eitthvað sem inniheldur rupee, örvar eða hvað sem er. Þetta er nokkuð sniðugt og skemmtilegt að nota. Maður fær þessa tilfinningu að Link sé kominn með sidekick.
Það er þó fleira einfalt sem hægt er að gera með Tingle Tuner, í raun er þetta allt voða einfalt, tekur bara smá tíma að venjast. Ef Link er á landi og L á GBA er haldið inni er hægt að skoða kortið án þess að hreyfa Tingle en svo er hins vegar hægt að hreyfa hann (Tingle) með því að nota krossinn. Þannig getur hann fundið eins og ég minntist á, krukkur eða einhverja falda hluti. Tingle Tuner virkar einnig á sjónum og fær maður þá upp kort af sjónum, með öldum og öllu saman, mjög töff. Sér maður þá eyjur sem græna fleti og svo auðvitað Link á bátnum. Með því að ýta á L á GBA fæst upp stórt kort af öllu Great Sea og getur maður skoðað allar eyjurnar, eða séð hvar þær eru réttara sagt. Getur maður þá merkt inn á það kort hvert maður vill fara og segir Tingle manni hvert við eigum að fara. Hann segir “Our destination is northwest of here. Try playing the Wind´s Requiem” og svo þegar maður nálgast viðkomandi eyju þá kemur upp texti á skjánum “We´re getting closer, Mr. Fairy. Be careful!”. Þess má geta að á GBA skjánum er áttavitinn góði og sýnir hann hver vindáttin er og hvert við eigum að fara til að nálgast merktar eyjur. Einnig má sjá þegar Link nálgast “flataskipti” á kortinu (þið vitið, kortinu er skipt í reiti). Tingle tjáir sig mikið skal ég segja ykkur. Ekki nóg með að hann sýni þér kort af viðkomandi eyju, geti skoðað og allt það, þá segir hann þér hvort það sé hádegi, kvöld og svo framvegis. Þetta kemur bara sem einföld skilaboð á GBA og er nokkuð skemmtilegt. Eins og ég sagði, það er eins og Link sé kominn með sidekick. Mér persónulega finnst nokkuð skemmtilegt að vera að skoða kortin með Tingle Tuner og sjá ýmislegt sem Link sér ekki, þ.e falda hluti og svona. “Oh, Mr. Fairy! Tingle found something!” eða eitthvað í þá áttina.
Tingle nýtist ekki bara með kortaskoðun, kortamerking, hidden-objects-finder og fleira missniðugt. Á Tingle Tuner (GBA ef þið eruð ekki farin að ná því) má sjá nokkra hluti, það sem þú átt af Rupees, hvað A gerir (Check, Call o.s.frv.), það sem L gerir (skoða kort án þess að hreyfa Tingle), hvað R gerir (festa Tingle við Link) og svo hvað B gerir (Bomb fiesta!). Tingle Tuner nýtist nefnilega sem bardagatól. Á kortinu sérðu blikkandi, hreyfanlega hluti og ef þú ferð með Tingle yfir það svæði og athugar það þá færðu upplýsingar um hvernig óvinur þetta er, en fjöldi doppa fer eftir því hversu margir óvinirnir eru. Ef þú ert ekki að nenna að fara með Link þangað þá bara ýtirðu á B og Tingle lætur eina sprengju eða svo detta ofan á hausinn á honum. Þetta nýtist ekki bara á landi heldur á sjó líka. Hægt er að sökkva Warships með Tingle og getur það komið að góðum notum. En þetta er þó ekki gallalaust, því það virðist vera sem að hæð Tingle frá jörðu miðist við það hvar Link kallaði á hann. Ef sem dæmi þú ferð með Tingle niður smá brekku þá er Tingle frekar hátt uppí loftinu og virkar ekkert svakalega vel þá að droppa sprengju á óvini. Eflaust hægt að hækka og lækka hæð Tingle frá jörðu en ég hef bara ekki komist að því ennþá, enda nýlega farinn að dunda mér með Tingle Tuner. En þetta er í raun eini gallinn við þennan bráðsniðuga hlut! Eins og fram hefur komið getur maður notað Tingle til að skoða nánast hvað sem er, hús, óvini, báta, eyjur, falda hluti og svo framvegis.
Ef ýtt er á Select fæst upp skjár sem segir hvað hinir og þessir takkar gera. En ef ýtt er á Start fæst upp helvíti nettur hlutur. Skjár sem inniheldur 10 hluti. Hver hlutur hefur verð, sumir kosta ekkert en aðrir hafa sitt gjald sem Tingle dregur af þínum rupees. Hér fyrir neðan má svo sjá lista yfir þessa hluti, hvað þeir kosta (inní sviga) og hvað þeir gera. Einnig eru á Start skjánum (fyrir neðan þessa hluti sem nefndir eru hér) reitir fyrir fimm hluti, eflaust eitthvað sem Tingle fær auka og nýtist Link. Very sniðugt segi ég. En hér eru hlutirnir sem eru á Start skjánum:
<b>Seagull Pen (0):</b> Notar þetta til að merkja inn á kortið hvert þú vilt fara og svo framvegis.
<b>Tingle Bomb (10):</b> Sprengjur sem Tingle getur notað
<b>Tingle Balloon (20):</b> Tingle lánar Link blöðruna sína svo Link geti svifið um í 5 sekúndur.
<b>Tingle Shield (30):</b> Skjöldur sem ver Link í 10 sekúndur
<b>Kooloo-Limpah (30):</b> Tingle veit ekki sjálfur hvað gerist, en segir að þetta sé próf á hugrekki hans.
<b>Tingle Watch (0):</b> Tingle segir manni hvaða tími dags er ef maður biður um það.
<b>Red Guide Book (0):</b> Leiðarvísir á Tingle Tuner, getur lært á kortin (landið) og óvini.
<b>Red Ting (20):</b> Fyllir á hjörtu Link
<b>Green Ting (40):</b> Fyllir magic dótaríið
<b>Blue Ting (80):</b> Fyllir á hjörtu og magic
Eftir að hafa spilað leikinn mest megnis tímann fram að þessu bara með Link hef ég komist að því að leikurinn er MUN skemmtilegri með Tingle Tuner. Gersamlega breytir leiknum heilmikið! Tingle kemur Link að góðum notum og getur losað hann við óvini án þess að leggja Link í hættu, getur hjálpað honum með alls kyns aukadóti og er bara stórsnjöll viðbót við annars brilliant leik. Bráðsnjallt og gefur leiknum meiri dýpt. Ég hef þó ekki notað þetta mjög mikið, rétt nokkra klukkutíma en ég gef þessu háa einkunn. Nintendo kunna greinilega að nota þennan connectivity möguleika milli GameCube og Game Boy Advance. Þetta er eitthvað sem allir Wind Waker eigendur ættu að prófa…
Þetta er undirskrift