Það hefur verið svokallað “console war” í gangi síðastliðin ár um hver af tölvunum 3 sem eru að keppast saman er best. Hér ætla ég að segja mína skoðun á þessu. Það er löngu orðið ljóst að PS2 er búin að stúta þessu en hér ætla ég að kryfja þetta nánar, meira persónulega í stað sölulega.

Svona eru sölutölurnar, þeas hversu margar tölvur framleiðendur hafa selt í búðir og svoleiðis til þessa:


Playstation 2: tæpar 53 milljínir
Xbox: 8 Milljónir
Gamecube: Rúmar 9 milljónir

Þetta þýðir að PS2 hefur ekki bara selst meira en hinar, ekki heldur bara meira en þær 2 til samans heldur þrefallt meira en þær tvær til samans!!

Þetta sannar það hvað PS2 er að rústa þessu en gerir það PS2 endilæega langbestu tölvuna? Tja ég er ekki á því…

Hér ætla ég að kryfja tölvurnar hverja fyrir sig

Playstation 2: Með leiki eins og Metal Gear Solid 2, GTA Vice City, Final Fantasy X of milljón fleiri er óhætt að segja að leikjaúrval PS2 er langtum betri en á hinum tölvunum. Controllerinn fullkomnun og allt í kringum hana. Þetta er mesta snilld heimsinns! PS2 er minnst öflug af þeim þremur en það er ekki það sem breytir mestu.

XBOX: Bill Gates er snillingur, eða hvað? Það er hægt að deila um það en það verður ekki tekið af honum að hann hefur ná svaðalegum samningum ofl og gert svaka góða tölvu með leikjum eins og Halo. XBOX er líka sú öflugasta af tölvunum þrem, algjört monster!

Gamecube: Frábær tölva fyrir yngri kynslóðina! Nintendo hefur í gegnum árin notað sömu persónurnar aftur og aftur og aftur og hvaða persónur eru þetta? Dvergur í stelpufötum og feitur pípari. Nintendo Gamecube inniheldur leiki eins og Yushis adventures with Pikacthu eða eitthvað álíka. Hún er algjört smábarnadrasl og líka fjólublá og ógeðsleg á litinn, Bæklingarnir og coverin stundum á á austur skandínavísku, controllerinn brandari og tölvan yfir allt í rauninni brandari.

Sérfræðingar spá nintendo falli vegna misheppnaðar tölvu og ég líka. Xbox er frábær tölva og PS2 enn betri. Ég legg til að þið prentið þetta út og hengið upp á vegg sem leiðarvísir af leikjatölvukaupum.

PS2
Xbox
Gamecube