Ég er dreamcast fanboy dauðans og ég viðurkenni það alveg, ég elska dreamcast, og ég hef alltaf gert það. Ég kem liklega aldrei hætta að tala um dreamcast, sama hversu mikið fólk reynir að stoppa mig. Ég ætla að gagnryna amk 30 af leikjunum mínum, í allavega 5 pörtum, með amk 5 leiki á grein
Muniði, ég er ekki atvinnu gagnrynir, og þetta eru bara mínar skoðanir. Segið það sem þið viljið um leikina eða hvað sem er í greininni, ég get tekið hvaða gagnryni sem er, svo lengi sem hún er ekki hálfvitaleg eða barnaleg. Ég er bara að gera þetta til skemmtunar og segja mínar skoðanir.
Dead or Alive 2
Andskoti góð grafik í þessum leik, en ég tel hann vera frekar ofmetinn… Gameplayið er ekkert nema button mashing madness. Ég verð óhóflega pirraður oft þegar ég tapa í tölvuleikjum og ég var næstum buinn að stúta controllernum eftir að hafa tapað 5 sinnum í röð á endakallinum sem er einhver feitur, ljótur, svartur durgur með spytunef, vængi og fáranlega klossa. Það er helviti sniðugt að geta hent óvininum niður á neðri hæðir á bardagasvæðinu, en það er sammt frekar “old” því ég man greinilega eftir því í Mortal Kombat 3 (Nema þá var maður aððalega að lemja óvinina upp á EFRI hæðir en ekki neðri). Flottar hreyfingar og vel gerð character models, þar á meðal mjög fátt klæddar stulkur, syna gæðin á grafikinni í þessum leik, en ég sé ekkert mikið annað áhugavert við leikinn, nema Tag-Team battle, sem svipar til tekken tag tournament í PS2, nema í minu mati finnst mér þetta tag battle mode skemmtilegara.
Dino Crisis
Ég elska Resident Evil leikina og það var ástæðan fyrir því að ég keypti mér þennan leik. Ég vissi bara að hann var næstum alveg eins og RE leikirnir og það voru risaeðlur í stað uppvakninga og alls kyns furðuvera. Capcom hefðu átt að halda sig við að gera RE leikina í stað þess að gera þennan leik, eða þá þeir hefðu A.M.K. átt að gera hann meir eins og RE leikirnir eru. Ég skal telja upp nokkra hluti sem mætti breyta/bæta: 1) Skotvopn: Regina (aðalkarakterinn) gæti varla skotið hægar með þesari fjandans skammbyssu og svo vanntar manni ALLTAF skot í byssurnar sem er hluti af næsta parta sem mætti breyta: 2) Emergency box, hvaða fáviti fann hugmyndina að þessum grænu, gulu og rauðu kössum sem maður getur fundið lækningarhluti og skot í? Maður getur bara geymt einhverja 10 hluti I hverjum kassa en það skiptir ekki svo miklu máli í þessum leik vegna þess að maður notar hlutina sem maður finnur mjög fljótt… svo þarf maður einhverja andskotans “plugs” til að geta oppnað þesssa kassa, og ekki bara EINN plug fyrir hvern kassa, ónei… maður þarf oftast 2+ plugs fyrir kassana sem maður finnur. Hvernig mundi þettta virka í raunveruleikanum? Einhver málari sem er að mála ganginn er að nota stiga til að komast í þakið og mála það (Segi bara svona) og svo allt í einu dettur hann og brytur á sér fótinn og fer að fossblæða. Honum vanntar sáraumbúðir til að stoppa blæðinguna á sárinu svo hann skundar að næsta sjúkrakassa og reynir að opppna hann en ónei! Hann á ekki neina plugs! Hann kallar á hjálp og einhver vísindamaður kemur með einn plug og reynir að oppna kassa, en hann þarf 3 plugs til að oppna kassan, og allir aðrir vísindamennirnir eru í matarhléi og enginn heirir óp og köll vísindamannsins og málrans, svo að málarinn deyr útaf sárum sínum. Ég veit að þetta er bara leikur en þetta er frekar fáranlegt sammt sem áður… ég man enga fleiri hluti sem mætti bæta/breyta í augnablikinu svo ég fer að tala um einhvað annað. Leikurinn er með óvenjulega gott voice acting sem er orðið óvenju sjaldgæft í leikjum nú til dags, en þetta eru capcom sem gerðu þennan leik og ekki má búast við minna af snillingunum sem gerðu RE leikina. Ég mæli sammt frekar með Dino Crisis 2 en þennan (Til í PS2 og PC).
Grandia 2
Mjög góður anime-style RPG leikur sem er soldið líkur Final Fantasy, þá sérstaklega í bardögum. Mér finnst sammt bardagasystemið í þessum leik vera í sérflokki því það er miklu skemmtilegari en í nokkrum öðrum RPG leik sem ég hef prufað, þó það sé mjög svipað FF leikjunum. Í þesssum leik eru mjög flott special/magic attacks, en þegar þau eru notuð þá kemur oftast myndband sem er blandað inní þríviddargrafík leiksins og það tekst bara mjög vel í mínu mati, og svo eru flestöll special moves ekki með næstumþví jafn lengi að klárast og í FF leikjunum. Það er eitt sem maður tekur næstum strax eftir í þessum leik, og það er það að ENGINN menskur karakter í þessum leik (spilanlegur eða óspilanlegur) er með sjáanlegann munn, hvenær sem er í leiknum! Maður tekur sammt varla eftir þessu eftir að maður er buinn að spila leikinn í svona hálftima-klukkutíma, þó þetta er frekar mikilvægur hluti af character modelum. Grafík leiksins er ekki akkurat Soul calibur góð en hún er ágæt. Ekkert rosalega mögnuð en… hún er fín. Ég hef ekki prufað grandia 1 (kom út á Saturn og PSX) en þessi er bara fjandi góður. Mæli stranglega með þessum leik fyrir þá sem geta reddað sér honum (Hann er til á PC og PS2 líka)
The House of The Dead 2
Þessi leikur er pjúra klassík, sérstaklega í spilakössum og með byssu í dreamcast, eins og ég spila hann. Þessi leikur er með bestu endurspilun sem ég hef nokkurntima vitað um, en ég held ég hafi klárað leikinn amk 10 sinnum einn, en allavega 15-30 sinnum með vinum mínum. Þessi leikur er virkilega skemmtilegur í 2 player (Einn með byssu, einn með controller, og það er ekki jafn leiðinlegt og það hljómar) en ég spila hann oft með vinum mínum. Þessi leikur er sammt sem áður með verstu raddaleikara sem ég hef vitað um í áraraðir… og ég þoli það líka ekki að í hverjum einasta kafla í leiknum er sagt setningin: “How could anyone do this?” og ég er orðinn virkilega þreyttur á henni! Leikurinn líkist þó Resident Evil óvenjulega mikið, hvað varðar söguþráðinn, en hann fjallar um að fullt af uppvakningum hafa hertekið bæinn af óutskyranlegri ástæðu (var að fatta það að það er EKKERT sagt í leiknum um AF HVEJRU þeir eru yfir allt) og þú þarft að stoppa þá. En þrátt fyrir hræðilegu leikarana og illa úthugsaða söguþráðinn þá er þetta hinn skemmtilegasti leikur!
Incoming
Futuristic skotleikur með virkilega góðar styringar, en hann verður virkilega þreyttur eftir svona 2 klst við fyrstu spilun, en við næstu spilanir verður maður strax leiður á honum. Allt of endurtekningarfullur leikur sem byður ekki uppá margt nytt. Það eru mörg faratæki í þessum leik (Þyrlur, geimskip, skriðdrekar og margt, margt fleira) en maður hefur spilað flestöll eftir svona 30 min og maður fær bara viðbjóð á leiknum virkilega fljótt. Ágætur leikur ef maður eyddi ekki peningum í hann, en ég sé eftir að hafa keypt hann. Þeir sem geta fengið hann lánaðann hjá vini sinum eða einhvað ættu að prufa hann, annars er þetta ekert uber leikur.
Red Dog: Superior Firepower
Futuristic bíla-skotleikur sem svipar til incoming, nema bara þessi er með miklu leiðinlegari styringar. Maður er i einhverskonar futuristic jeppa sem er útbuinn með laserum, eldflaugum og einhverskonar þríviddar skildi. Maður er að berjast við einhverjar geimverur og vélmenna köngulær og fleiri óvini í fjölmörgum aðstæðum, eins og ofani eldfjalli (held ég), í stað sem líkist helst öðruhvoru heimskautinu og einhvað fleir. Styringarnar í þessum leik eru í slappari kantinum, en ég hata persónulega að þurfa miða með analougue stick, en það er eina miðunin fyrir laserbyssuna (aððalbyssuna) og það gerir leikinn frekar erfiðann. Þeir sem gerðu ennan leik mættu alveg hafa pælt aðeins betur í honum og gert miðunarkerfið aðeins betra. Fílaði mig í smá tíma í honum, en þetta er ekki akkurat besti leikurinn minn.
Meira kemur seinna, en þessi grein er fyrsta í mörgum sem eiga eftir að koma, en ég kem gera amk 4 til viðbótar, með amk 5 leiki hver eins og ég sagði hér að ofan.
Vonandi líkaði öllum, eða allavega flestum, þessa grein.
Bið um 1 min þögn til að syrgja dreamcast meðan þið skoðið þetta:
http://www.penny-arcade.com/view.php3?date=2000- 06-12&res=l
“Don't mind people grinning in your face.