Hmm… þetta er í fyrsta sinn sem ég geri einhverja svona leikjagagnrýni og með tilliti til þess sem ég hef lesið á þessum hluta huga.is þá eru leikjatölvumenn hérna andstyggilegir og hrokafullir :) (eða sumir allavega) en nóg um það

Ég hef undanfarið verið að dunda mér við að spila leik sem Ratchet and Clank. Sem er svona platform leikur sem sver sig í ætt við Crash Bandicoot og Jak and Daxter. Það sem þessi leikur hefur fram yfir þá er að maður hefur alls kyns tæki og tól, þ.á.m vopn (svo sem eldvörpur, vélbyssur og margt margt fleira)

Maður er Ratchet, einhvers konar geimmúsar vélfræðingur. Og fyrir slysni hittir Ratchet vélmennið Clank, sem er átti að eyða en slapp með vafasamar upplýsingar um vondann kall sem gengur undir nafninu Drek, en Drek þessi ætlar að taka í sundur plánetur til að byggja nýja plánetu fyrir sig og sinn kynstofn sem eru búnir að eyðileggja sína eigin plánetu með mengun.

Allavega þá fer Ratchet af stað með Clank í sendiför til að steypa hinum illa Drek af stóli og bjarga sólkerfinu frá þessum skelfilegu örlögum (fyrst reyndar til að hitta Captain Quark sem er svona sell-out ofurhetja). En nóg um söguþráðinn

Það sem mér finnst skemmtilegast við leikinn er fjölbreytnin, maður er alltaf að gera eitthvað nýtt í leiknum, fá ný vopn og nýjar græjur sem gera manni kleift að gera eitthvað nýtt.

Þess vegna heldur leikurinn manni við efnið og manni leiðist ekki þó maður sé kominn langt í leiknum.

Leikjaumhverfið er sett upp þannig að maður ferðast á milli plánetna og vinnur þar ýmis verkefni, sú verkefni leiða af sér hnit af öðrum plánetum þar sem bíða manni ný verkefni osfrv. En alltaf er maður að eltast við hin illa Drek sem reynir allt sem í hans valdi stendur til að stoppa mann.

Hægt er að fá ýmis aukahluti fyrir vélmennið Clank, s.s þyrluspaða, jetpack og waterjet. Einnig fannst mér alveg frá frumleikinn í vopnunum, sem dæmi suction cannon sem sýgur littla óvini inn í sig og skýtur þeim svo aftur út.

Flestir óvinirnir eru vélmenni og ólíkt öðrum svona platform leikjum eru alltaf að koma nýjar tegundir af óvinum.

Því lengra sem maður kemst áfram í leiknum því erfiðari verður hann og maður þarf alltaf að sýna meiri og meiri útsjónarsemi (með samspili vopna og tækjanna sem maður hefur) til að klára ætlunarverkin sín.

Stýrikerfið í leiknum er alveg frábært, það er svona quickselect sem auðveldar manni að skipta á milli tólana sem maður hefur, takkarnir eru vel upp settir og þægilegt að stýra Ratchet (eða Clank). Grafíkin er frábær og tónlistin svona alltílæ eins og í flestum svona leikjum. En hljóðin í leiknum eru æææðisleg

Svo ég mæli eindregið með þessum leik fyrir þá sem höfðu gaman af crash bandicoot eða jak and daxter…

Ég býst við hörðum viðbrögðum við þessari grein