Það er komið eitt og hálft ár síðan eg sendi inn grein síðast
á þetta áhugamál en eg fann gamlar greinar eftir mig sem
eg sendi aldrei inn, mér datt í hug að henda þeim inn í gamni.
——————————————— ——————–
Baldur’s gate: Dark Alliance (IGN 9.4 - Gamespot 8.8)
Til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá vil ég
koma því á hreint að þessi leikur er mjög
frábrugðinn hinum “Baldur’s Gate” leikjunum því
að þetta er svokallaður “hack n’ slash” leikur með
RPG ívafi og er að mínu mati miklu skemmtilegri,
auðveldara að komast inní og nær til stærri hóps því
að BG: Dark Alliance er miklu einfaldari á alla vegu
og ekki eins tímafrekur, því það tekur ekki nema um
það bil 20 tíma að klára hann í gegn.
Ólíkt fyrrum leikjum í “Baldur’s Gate”
seríunni, þá er aðeins hægt að velja þrjár persónur
sem hafa mismunandi og óbreytilegan eiginleika en
uppfæranlegan að sjálfsögðu. En það skiptir engu
máli hvort þú velur álf, dverg eða mann sagan
breytist ekkert. Sagan hefst þegar þú átt leið hjá
borginni Baldur’s Gate (Hlið Baldurs) og ákveður að
leita þér vistar þar. En þegar þú gengur inní borgina
sérðu að það er óeðlilega fáir áferli eða réttara sagt
engin á ferð. Rétt í þessu ertu sleginn kaldur og
rændur eigum þínum, vaknar síðan með í huga að
leita uppi þrjótanna og endurheimta aleiguna. Á
þjófaveiðunum kemur smátt og smátt í ljós að þetta
er enginn venjulegur þjófahópur sem er hér á ferð og
eitthvað meira á bakvið þennann miskunarlausa hóp.
Það er greinilegt að Snowblind vita hvað þeir
eru að gera því þetta er án efa fallegasti leikur sem
ég hef séð á Playstation 2 tölvunni. Grafíkin í
þessum leik hefur snúið viðhorfum mínum við
gagnhvart framtíð PS2 tölvunar í grafík, því að álit
mitt á útlit flestra eldra leikja var og er lítið vegna
mjög illa útlítandi grafíkvéla. Hver einasta borð er
undur og ekki hægt annað en að taka sér tíma til þess
að skoða dýrðina, það skemmtilegasta fyrir augað
mundi ég halda fram að væri íshellarnir og vötnin.
Eini gallinn sem sást í grafíkinni er þegar
andstæðingarnir liggja í blóði sínu virðist líkin
flöktra af og til en það ætti ekki að skemma mikið
því að þetta er örlítill galli miðað við hvað hefur sést
áður. Leikurinn gengur á 60 römmum á sekúndu
sem er hámark PS2 tölvunar, og líka um það bil
hámark viðtökugetu augans. Útsýnið virkar þannig
að þú horfir ofan á landslagið og persónunar eins og
hinir Baldur’s Gate leikirnir.
Síðan er það spilunin, sem ég verð að segja
er alveg gífurlega vanabindandi og það er erfitt að
hætta en hún er reyndar mjög einhæf til lengdar,
þrátt fyrir það ótrúlega skemmtileg! Þú færð
mismunandi hæfileika eftir því hvaða persónu þú
velur auðvitað. Ef þú ákveður að velja mannveruna,
sem er bogamaður, ertu mjög fær með boga og getur
fengið alls konar bogagaldra með því að vinna þér
inn reynslu stig sem eru unnin með drápi óvinarins.
Kvenkyns álf getur þú þér valið sem er hefur töfra
sem aðal eiginleika og getur unnið þér inn ellefu
galdra með reynslu stigunum. Hins vegar ef þú velur
dverginn, sem er bardagamaður, færðu enga galdra
því að dvergar nota þá ekki. Dvergurinn er aftur á
móti mjög sterkur og er mjög hæfur í bardaga með
stór vopn eins bryntröll, stríðshamar, atgeir og öxi.
Og getur þú bætt við margs konar brögðum með
Stigunum í stað galdra og boga eiginleika sem hinir
hafa. Nauðsyn er að nota analog pinnanna því að
vísihnapparnir eru notaðir í valkosti, sá vinstri
stjórnar áttum hvert persónan þín fer og hægri
pinninn stjórnar útsýninu, en þetta venst allt vel.
Leikurinn er á dvd formi eins og mætti við búast, en
þrátt fyrir það er þó nokkurn hlaðtími en ekkert til
þess að væla yfir, ásættanlegt svo sem.
Hljóðsetning leiksins er alveg hreint með
afbragð, þá á ég aðallega við talsetninguna sem er
mjög heillandi og mjög vel framsett, sérstaklega
persóna sem heitir Sleyvas, sem verður bara heyrast
til að skiljast. Tónlistin er samt sem áður ekki uppá
marga fiska því að það virðist vera lítið af henni,
það ber alla vega lítið á henni sem er leiðilegt því
að tónlist getur gert svo mikið fyrir leik. Leikurinn
hefur þrátt fyrirþetta mjög skemmtilegt andrúmsloft.
Þótt undarlegt megi virðast þá er geta tveir
spilað leikinn á sama tíma og geta klárað hann alveg
út í gegn saman sem er nokkuð sniðugt og bætir
endingu leiksins þó nokkuð mikið. Talandi um
endingu BG: Dark Alliance tekur í mesta lagi um
tuttugu klukkutíma að klára, en hann hefur (eins og
áður tekið fram) þrjár persónur sem hægt er að velja
á milli, ef þú nennir þá er slatti af eiginleikum og
göldrum sem hægt er að prufa með hverri persónu.
Einnig er hægt að velja um þrjá erfiðleika, auðvelt
(easy), eðlilegt (normal) og erfitt (hard), því
erfiðara sem þú velur því meiri óvini þú færð sem
gefur þér fleiri reynslu stig fyrir. Ef þú klárar leikinn
þá verður auka möguleiki fyrir hendi sem kallast
“The Gauntlet” eða Brynglófinn sem er þraut, þú
færð fimmtán mínútur tilþess að farga öllum óvinum
sem fyrir finnast í dýflissu og þá hlýtur þú eitthvað
að verðlaunum. Þegar þú velur þennann
valmöguleika þá færðu ekki að velja neina persónu,
heldur spilar þú með einhvern er kallast Drizzt
Do’Urden sem er “Drow Ranger”.
Leikir eins og Baldur’s gate: Dark alliance er
ástæðan fyrir að maður verslar sér Playstation 2
tölvu, þetta er án efa einn af bestu leikjum tölvunar.
Þótt að ég hefði viljað að leikurinn væri lengri og
með þéttari söguþráð þá get varlað kvartað því að
þessi leikur er endalaus skemmtun og ég mæli með
þessum leik fyrir alla!
Ulvur
2. Febrúar 2002
Grafík: 5
Hljóð: 4½
Spilun: 4
Ending: 4
Loka einkunn: 4½/5
Tegund: Action/RPG (eða eitthvað álíka)
Ætterni: B.N.A.
Leikmenn: 1-2
Útgáfudagur: seinni hluta 2001
Framleiðandi: Snowblind Studios
Útgefandi: Interplay/Black Isle studios
——————————————– ———————
Wipeout Fusion (IGN 9.0 - Gamespot 7.3)
Fjórði leikurinn í þessari snilldar seríu og er fyrsti
Wipeout leikurinn gerður fyrir Playstation 2 tölvuna,
ekki frá Psygnosis að þessu sinni heldur eru það
Sony, sem eru búinn að kaupa Psygnosis, sem gefa
hann út. Það voru mjög sennilega gífurlega margir
verið að bíða eftir þessum leik enda enginn furða,
Wipeout leikirnir hafa gjörsamlega slegið í gegn á
fyrri Playstation vélinni um allan heim.
Fyrir þá sem ei þekkja til þessara leikja (sem
geta nú ekki verið það margir), þá eru þetta
kappakstursleikir framtíðarinnar og keppt er ekki á
bílum heldur einhvers konar svifþotum sem ferðast
á ótrúlegum hraða eða alveg að þúsund kílómetra
á klukkustund. En það er ekki allt því þoturnar eru
vopnaðar sem gerir manni kleyft að tefja eða jafnvel
tortíma keppinautum en það er eigi eins auðvelt og
það hljómar. Hver keppandi er með orkuskjöld sem
verndar þotuna gegnum árásum og árekstrum en
skjöldurinn eyðist við það og þotan springur ef
svo gerist, eftir hvern hring er hægt að styrkja
skjöldinn að fullu á ný með því að fara í gegnum
orkusvið sem hægir aðeins á manni á meðan
skjöldurinn er endurnýjaður. Það eru sextán þotur
sem keppa um fyrsta sætið á hverri braut í bæði
“arcade” og “Aq league” valmöguleika, sem virðist
vera annað slagið of mikið fyrir playstation 2 vélina
því hún hökktir þegar lætin eru mikil.
Það eru margar mjög flottar brautir, á köflum
líkjast sumar brautirnar rússibönum sem gerir
spilunina mun skemmtilegri. Brautirnar eru
staðsettar víðsvegar um heiminn, þar á meðal í
Mexíkó, B.N.A, Ástralíu, Sviss, Rússlandi og
meira að segja á tunglinu sem gerir umhverfið mjög
fjölbreytt, þá tala ég ekki einungis um landslag
heldur veðráttu einnig. Það eru margar brautir á
hverju landi og fyrir hvert land unnið færðu
eitthvað nýtt eins og vopn og fleira sem nýtist öllum
keppendum. Vopnin færðu með því að aka yfir
sérstaka orkubletti sem eru dreifðir víðsvegar um
brautirnar. Þó nokkrir spilunar valmöguleikar eru
fyrir hendi en annars er “Aq league” miðpunktur
leiksins þar sem maður þarf að keppa í minnst
þriggja og alveg uppí sjö liða úrslit til þess að marka
sigurvegarann, tilþess að vinna þarftu að enda uppi
með flestu stigin sem þú mælist í hvaða sæti þú
lendir og hvað þú nærð að sprengja upp margar
þotur andstæðinga. Pening færðu hvert skipti sem
þú klárar keppni í “Aq league” og með þeim getur
þú bætt flaugina óhemju mikið, tildæmis
hámarkshraða, bremsukraft, beygjur og hversu fljótt
þotan nær upp hraðanum. Hver þota hefur tvo
flugmenn, sá seinni og betri getur þú fengið með því
að bæta þotuna með fyrri ökumanninum að fullu.
Allir leikir hafa einhverja galla og þessi er engin
undantekning. Helstu gallarnir eru tildæmis þegar
maður festist í rafmagnsgirðingunum sem getur
eyðilagt heila keppni, síðan er það þegar maður dettur
í gegnum brautirnar, þá missir maður oft nokkur sæti.
Grafíkinn er fín en ekkert rosaleg, flöktir svolítið en
það sést lítið þegar maður er á fullri ferð.
Burt frá séð þessum örfáum göllum þá er þetta frábær
leikur sem endist ótrúlega vel og ég mæli með þessum
sérstaklega þeim sem eru aðdáendur eldri wipeout
leikjanna.
Ulvur
7. Febrúar 2002
Grafík: 3½
Hljóð: 4
Spilun: 4
Ending: 5
Heildareinkunn: 4/5
Tegund: Kappakstur
Ætterni: Bretland
Leikmenn: 1-2
Útgáfudagur: 8. Febrúar 2002
Framleiðandi: Studio Liverpool
Útgefandi: BAM! Entertainment
————————————– —————————
Red faction (IGN 9.1 - Gamespot 8.8)
Aðal persónan hann Parker sækir um námuvinnu hjá risa
fyrirtækinu Ultor á Mars eftir slæma reynslu á Jörðu. En Parker kemst
fljótlega að því að allt er ekki með feldu. Öllum námumönnunum er
þrælkað út og farið með eins og dýr. En ekki líður að löngu að Parker
heyrir orðróm um uppreisnarhóp sem rís ört enda eru námumennirnir
reiðir og hafa engu að tapa.
Annars gengur leikurinn út á að þú bjargir deginum með því að
hjálpa uppreisnarhópnum Red Faction (rauðu uppreisnarseggirnir eða
rauði hópurinn) sem þú kynnist á strax á fyrsta borðinu ásamt foringja
hópsins að nafni Eon. Til liðs við þig bætist Hendrix, en hann er
tæknimaður hjá Ultor sem er ekki sáttur við hætti fyrirtækisins og
verður hann augu þín og eyru.
Söguþráðurinn er hvorki frumlegur né stórundur en hann heldur
mann við efnið og er spennandi, en þessum leik hefur verið líkt við stór
myndir einsog Total Recall og Blade Runner.
Grafíkin er ein besta sem hefur sést á Playstation 2, algjörlega
laus við flöktrandi bakgrunn sem hefur þjáð svo marga eldri PS2 leiki.
Leikurinn sýnir mjög háa upplausn og borðin eru fögur að sjá.
Ég hefði samt viljað sjá fjölbreytari borð, tildæmis himninn og
stór landslög vantar algjörlega. Getið ímyndað ykkur að vera staddur
á yfirborði Mars og geta horft upp til himna og séð aðrar plánetur,
maður fær gæsahúð við tilhugsunina.
En ekki má gleyma “Geo-Mod” tæknini sem gerir þennan
leik frábrugðinn öðrum Skotleikjum. Þessi tækni gerir manni kleift að
sprengja í gegnum veggi og þá er ég ekki að tala um einhverjar smá holur
heldur getur þú tekið niður heilu veggina, sprengt marga metra göng
eða jafnvel búið til helli þó að það sé engin tilgangur í því.
Spilunin var mjög skemmtileg, þægileg stýring en styður
ekki lyklaborð né mús sem er algör martröð fyrir flesta skotleikja
(FPS) aðdáðendur. Ég var stór hissa þegar ég fékk eintakið í hendurnar
og sá að framleiðandinn Volition fyrirtækið hafið ekki notfært sér
USB raufarnar sem er einn stærsti kostur Playstation 2 tölvurnar.
En ef þú ert vanur stýripinna þá er þetta algjör himna stýring.
Ístað samhæfni lyklaborðs og músar er sjálvirkur miðari sem tekur
mikla skemmtun frá leiknum því að það er ekkert gaman að láta
gera hlutina fyrir sig, en hægt er að taka sjálfmiðaran af en þá
sárvantar nákvæmni músarinar. Hægt er að vista hvar sem er í leiknum
sem er mjög þægilegt og góður kostur að þurfa ekki halda áfram í leiknum
og leita að stað til að vista þegar maður vill hætta.
Áður enn menn byrja á leiknum þá mæli ég með að þeir fari í
þjáflunar borðið fyrst alveg sama hversu góðir þeir eru í skotleikjum,
því þar lærir maður tildæmis að fela líkin eftir sig þegar þörf er á,
en það er ekki dæmigert í skotleikjum eins og þessum að maður þurfi
að bregða sér í dulargervi og læðast gegnum borð og gera slóðirnar
sínar órekjanlegar með því að fela líkin eftir sig svo að maður vekur
ekki athygli andstæðingsins.
Þrátt fyrir að leikurinn sé á DVD disk þá er óhemju mikið af
hlaðtíma sem getur verið dálítið þreytandi, ekki það að leikurinn er það
rosalega lengi að hlaðast (um 30sek hvert skipti) heldur er hversu oft.
Hann hlaðast ekki einungis á milli borða eins og það ætti að vera, þótt að
það mundi taka lengri tíma, heldur í nokkur skipti á hverju borði.
Í gegnum allan leikinn tók ég ekki eftir neinu hiksti sem annað er
hægt að segja um Quake 3: Revolution í PS2 og fleirri leiki, nei Red
Faction er ótrúlega stöðugur og vel hannaður fyrir PS2 tölvuna.
Farartækin sem maður fær að grípa í komu skemmtilega á óvart.
Jeppi, kafbátur, svifþota og fleirra sem lífga verulega upp á leikinn.
Hljóðið er ekkert til að kvarta yfir fyrir utan kanski orðaforða
skort andstæðingjanna sem getur verið ergjandi á köflum því að
gegnum næstum allan leikinn segja þeir um 3-4 setningar og allir með
sömu röddina. En tónlistin er ekki af verri kantinum fellur fullkomlega
inní leikinn og skapar frábært andrúmsloft.
Ef þú ert að leita þér af góðum skotleik þá getur þú ekki fundið betri
leik því að þetta er án efa besti skotleikur í Playstation 2. Og það er óhætt
að segja að ending leiksins sé nokkuð góð, því að þessi leikur er ekki
bara eins og hver annar skotleikur, Volition Inc. er að gera nýja og
skemmtilega hluti með “Geo - Mod” tækni og fjölbreytni eins og tildæmis
farartækin. Og tveggja manna spilið er ekkert nema frábært, fullt af borðum
til að prufa og leika sér í með félaga sínum.
Það er ekkert annað eftir að segja en: keyptu leikinn!
Ulvur
21. ágúst 2001
Grafík: 4½
Hljóð: 4
Spilun: 4½
Ending: 4
Loka einkunn: 4½
Tegund: FPS (fyrstu persónu skotleikur)
Ætterni: B.N.A.
Leikmenn: 1-2
Útgáfudagur: Maí 2001
Framleiðandi: Volition, Inc.
Útgefandi: THQ
———————————————— —————–
Top Gun: Combat Zones (IGN 5.9 - Gamespot 6.2)
Tölvuleikur gerður eftir myndinni Top Gun, sem
flestir kannast nú við, frá árinu 1986 með Tom
Cruise í aðalhlutverki með öðrum frægum leikurum
eins og Val Kilmer, Tim Robbins og Meg Ryan. Og
núna 16 árum seinna er leikur gerður í Playstation 2,
ég verð að segja að þetta er ekki beint aðlaðandi en
hvað um það, allt í lagi að gefa leiknum tækifæri á
að sanna sig. Digital Integration, sem hafa gert leiki
eins og F/A18E Super Hornets, F-16 Fighting
Falcon, Hind og fleiri, eru framleiðendur leiksins,
þannig að reynslu á leikjum þessara tegundar vantar
ei. En þetta er fyrsti leikur sem þeir hanna á PS2
tölvuna og ég ætti kannski að bæta við (þótt það
þyki frekar augljóst) að þetta er ekki flughermir eins
og flestir flugvélaleikir Digital Integration eru.
Grafíkin er frekar góð miðað við stærð á
svæðunum, en ekkert stórundur. Svona þegar sést
allt úr færðlægð það virðist allt vera mjög flott en
þegar er skoðað nánar þá er ekki mikið að horfa á,
það er himin, jörð, fjöll og nokkur hús sem virðast
vera frekar einföld en samt sem áður allt velgert,
einfaldlega fallegur leikur ef svo má orði að komast.
Flugvélarnar sjálfar eru vel hannaðar og nákvæmar
verst að maður tekur ekki mikið eftir því, er sést
ekki lítið í þær flugvélaleikur þar sem flest allt er í
fjarlægð, hægt er þó að stilla á annað útsýni með
flugvélina þína í augsýn það er að segja þú sérð
beint ofan vélina en þetta er bara notað þegar á við.
Þegar er byrjað er á leiknum þarf að ganga í
gegnum þjálfun í svokölluðum flugskóla, þjálfunin
hefur fimm stig, á fyrsta stigi þarf að skjóta visst
magn af blöðrum sem eru dreyfðar yfir svæðið,
tiltölulega auðvelt það. Á öðru stigi er þarf dálitla
æfingu því þarf að útrýma skriðdrekum á jörðu niðri
sem getur reynst nokkuð snúið. Svo loks þarftu að
skjóta niður aðrar flugvélar. Þegar þessu námi hefur
verið lokið er hægt að snúa sér að alvöru flugorrustu.
Þú byrjar með F-14 Tomcat flugvél en hægt er að
vinna sér inn fleiri vélar eins og F-18 Hornet, F-22
Raptor og síðan eru fimm læstar vélar sem þú getur
opnað, þær eru F-4 Phantom, JSF, YF-23, Osprey
og Harrier. Það tekur svolitla stund að ná
stýringunni almennilega og virðist á köflum erfitt og
jafnvel leiðilegt en þetta kemur fljótlega og þegar hefur verið náð góðum tökum er skemmtunin í
hámarki því að spilunin er það besta við leikinn. Það eru 36 mismunandi verkefni sem tekur dágóðan tíma
að klára á mismunandi áfangastöðum eins og
tildæmis suðaustur asía, ýmsir flóar, borgir,
eyðimerkur og höf. Hægt er að spila í hefðbundnum erfiðleika stigum, auðvelt, venjulegt og erfitt.
Tónlistin í leiknum er bara hlægileg, ég skil
ekki afhverju þeir slepptu henni ekki, hún er það
leiðileg, en til allra hamingju er hægt að lækka
alveg í tónlistinni. Hljóðbrellurnar í leiknum eru
svo sem góðar, ekkert athugavert við þær.
Top Gun: Combat Zones er aðeins gerður
fyrir einn og hann getur verið dálítið einhæfur
um stundir en fyrir utan það er hann endinga
góður ef þú nennir að spila leikinn allan
það er segja klára öll 36 verkefnin.
Persónulega mundi ég ekki kaupa þennan
leik einfaldlega útaf því að ég spila ekki svona
leiki, en þrátt fyrir það skemmti ég mér ágætlega
í honum. Þannig að þeir sem eru fyrir flugvéla
leiki ættu að geta notið leiksins ágætlega vel.
Ulvur
21. Febrúar 2002
Grafík: 3½
Hljóð: 3
Spilun: 3
Ending: 2
Heildareinkunn: 2½
Tegund: Flug/skotleikur
Ætterni: Bretland
Leikmenn: 1
Útgáfudagur: Seinni hluta 2001
Framleiðandi: Digital Integration
Útgefandi: Titus