Ég ákvað að skella mér út í BT þegar ég heyrði af útsöluni þeirra
og keypti ég mér James Bond Agent Under Fire
Og get ég sagt ykkur frá því hugarar góðir að ég varð ekki fyrir vonbrigðum.Leikurinn spannar sinn eigin söguþráð og ert þú James Bond og ert að að bjarga heiminum undan terroristum sem ætla sér að taka 8 helstu ráðamenn heimsinns og klóna þá til að fá stjórn yfir heiminum.
Leikurinn er helst til stuttur og er aðeins 12 borð en eru þau mjög margvísleg og öll eru þau löng og ekki er hægt að þjóta í gegnum borðinn eins og er oft raunin með 1persónu skotleiki.
Leikurinn er mjög fjölbreittur og ferðu í gegnum borðin ýmist gangandi skjótandi verði,á skriðdreka,í Aston Martin sérútbúna bílnum með innbyggða vélbyssu og eldflaugakerfi eða horfandi út um loftlúgu á bíl skjótandi þyrlur og bíla.
Talsetningin á leiknum er flott og vel vönduð nema þá sársaukastunurnar í Bond sem eru virkilega þreytandi.
Graffíkin í leiknum er mjög misjöfn,hún er breytileg eftir borðum en í flestum borðum er hún flott og sýnir verulega hvað GC er öflug.Myndböndin eru ekki mörg og eru þau ekki flott eða raunveruleg NEMA 2 eða 3 sem eru mjög flott.Þetta fannst mér mjög skrítið og er eitthvað sem maður tekur fljótt eftir.
Leikurinn er mjög erfiður og oft á tíðum festist maður en það er bara besta mál þar sem maður fær ekki auðveldlega leið á honum.
Þótt þú sért búinn að vinna leikinn og öll borðinn er samt lang erfiðasti hlutin eftir og er það að að vinna svokallað “gold metal target,, og síðan ”platnium target,, eftir það.Þú færð stig eftir framistöðu þinni í borðunum og átt að ná ákveðið mörgum stigum í hverju borði og bætast þá við leikin alls konar byssur,bílar eða aukabúnaður sem kemur sér vel.
Földaspilunin er frábær…Í henni eru margs konar möguleikar,hægt er að skipta í lið,setja á þyngdarleysi,spila margs konar þrautir eins og Capture the flag(sorry ef ég skrifa það vitlaust) eða skotþjálfun.Hægt er að velja á milli 11 mismunandi borða og öll nýtísku vopn(yfir 20)eru í þessum leik.
Stýringin er frábær hvort sem að þú ert í bíl,skriðdreka eða gangandi.
Leikurinn er mjög skemmtilegur,tekur langan tíma að klára hann og vel gerður en ég bíð ennþá eftir leik sem kemmst með tærnar þar sem gamli Goldeneye hefur hælana.