Ég verslaði mér fyrir stuttu Xbox. Ég er nýhættur að vinna, og er búinn að spila grimmt, og hérna eru nokkrir punktar um leikina sem ég er búinn að klára.
# Blinx the time sweeper :
Saga: Þessi leikur kom mér rosalega á óvart. Allt tal í honum er á asíutungumáli eða eh, en textað yfir á ensku.
Gameplay´ið í honum er mjög skemmtilegt, þú ert nokkurskonar kattarvera sem vinnur við að þrif í tímaverksmiðju þegar einn daginn einn “tímaofninn” springur. Auðvitað er tilgangur þinn að bjarga heiminum, og eins og í öllum góðum sögum þarf að vera kvenkisa til að bjarga.
Spilunin er frábær, þú getur náð kristals-samstæðum sem gera þér kleift að stjórna tímanum um leið og þú hoppar leið þína gegnum mjög skemmtileg og vel hönnuð borð, vopnaður tímaryksugu. Það er hægt að fara í gegnum sömu borðin aftur og aftur, og MJÖG mikið er um leiniborð og ganga þar sem þú getur safnað þér gulli til að kaupa þér betri “gír”.
Grafíkin : Hún er alls ekki af verri endanum, þó svo að ég verði að segja, að margir leikir á borð við Burnout, og Halo skari VIRKILEGA framúr. Miðað við þá, gæfi ég Blinx 8.0 af 10 í einkunn sem er MJÖG gott til viðmiðunar.
Ég verð að segja, að mér fanst Blinx the time sweeper rosalega góður leikur, og góð tilbreiting frá þessum 3dshooter leikjum. Það eina sem hefði betur mátt fara við Blinx er að hann var heldur of stuttur, og tónlistin er CRAP. Blinx fær 8.3 í einkunn hjá mér :)
# Dead or Alive 3 :
Þennan leik keypti ég mér 2 dögum eftir að ég eignaðist Xbox, svo ég er búinn að spila hann talsvert, ég verð að viðurkenna, að ég hef ekki ennþá náð að klára hann með öllum caracterum :)
Dead or Alive 3 er flottasti slagsmálaleikur sem ég hef augum barið. Sagan spannast saman af mörgum caracterum, sem eru margir, og virkilega mismunandi. Caracter sem virkar vel á móti sumum andstæðingum, er mjög veikur gagnvart öðrum, svo jafnvægi milli caractera er mjög gott.
Ég hef spilað tekken leikina, og mortal combat gegnum tíðina, og verð að segja að Dead or Alive sé einna erfiðasti sem ég hef kynnst. Talvan er með rosalega snögg viðbrögð, og caracter þinn sýnir ótrúlega snögga svörun frá fjarstýringu. Maður þarf að vera eldsnöggur ef maður ætlar að gera einhver flott trikk. Svo er núna hægt að fara fram af hlutum, rekast í þá, og meiðast á margann annan hátt, sem bætir útsjónarsemi við þennan slagsmálaleik.
Grafíkin er alveg ótrúleg, og þú færð alveg rosalega góða sýn yfir borðið, caracterana, og allar hreifingar þegar þú ert að spila. Jafnvel grafíkin ein væri nógu góð ástæða til að spila Dead or Alive :)
Dead or Alive er ómissandi leikur í Xbox. Ég gef honum 9.6 í einkun. Það eina sem gæti dregið hann niður, er hve erfitt er að gera trikkin, og lítið er um óvænta “glaðninga”. :)
# Burnout :
Ég byrjaði að spila þennan leik, og verð að segja að mér fannst hann STÓR mistök, og sé ég eftir þeim krónum sem kastað var við kaupfestu á honum.
Grafíkin, eins og með svo marga Xbox leiki er snilldin ein.
Þegar maður spilar bílaleiki hugsar maður oftast með sér að um kappakstur sé að ræða, eða að ökuleikni sé einhver partur af spiluninni.
En Burnout er þvert á móti bílaleikur sem gengur út á að vera með raunverulega stjórnun, eða hæfni við stírið.
Þegar maður byrjar að spila dáist maður af því hvað hann er flottur, og hraður.. svo fer manni að fipast aðeins þegar maður er kominn á svo mikinn ógnarhraða, að engin leið er að sjá hvað þú ert að gera. Þá kemur að því…..
Þú klessir á….
Og út frá því koma milli 2-6 replay af “crashinu” sjálfu.. maður dáist af þessum replay´um um stund, en þegar líður á leikinn fattar maður, að allur helv$%&% leikurinn snýst um að gera sem flottasta “crashið” því það er það eina skemmtilega sem leikurinn bíður uppá.
Burnout fanst mér ágætis afþreiing í uþb 12 mínútur, og fyrir þá sem vilja sjá flott slisa-video mæli ég með honum, því gameplay´ið bíður ekki upp á margt. Ég gef Burnout 6.5 í einkunn.
# GT2002 :
Þetta er leikur frá Sega sem mynnir mann óneitanlega á GranTourismo leikina fyrir playstation.
Þegar þú byrjar að spila, virðist þetta ekki vera neitt merkilegri leikur, en bara einhver eftirherma. En þegar byrjað er að spila kemst maður fljótlega að því að það er mikið í þennan leik spunnið.
Bílarnir eru skemmtilegir, og mjög misjafnir.
Þú byrjar í leiknum á því að þurfa að versla þér bíl.. margir bílar eru í boði, og frá mörgum mismunandi framleiðendum.
Þegar þú velur þér bíl verðuru að hafa í huga hvað þú ætlar að nota hann í. Peningaverðlaun eru svo í boði fyrir þá kappaksta sem þú vinnur, hægt er að vinna bíla einnig.
Margir möguleikar eru á hvernig þú breitir svo bílnum þínum fyrir peningana sem þú vinnur þér inn, og finnur maður virkilega mikinn mun á bílnum í gameplay.
Grafíkin í leiknum er mjög fín, og lítið hægt að setja út á hana. Þó finst mér alltaf jafn sorglegat að leikjaframleiðendur leggi ekki jafn mikið á sig að skapa innréttingu í bílana eins og áður fyrr, og þar má t.d. nefna Need For Speed 1 þar sem hægt var að sjá hraðamælana og stírið í hverjum bíl. En kanski eru það svolítið stórar kröfur ef miðað er við hve margir bílar eru í leiknum :)
Ég gef GT2002 8.8 í einkunn.. frábær bílaleikur. :)
En núna liggur leiðin að fara að spila HALO, er aðeins búinn að glugga í hann, og mynnir hann mann óneitanlega á HalfLife single player nema bara ýktari :) Ætla að hanga í honum yfir helgina.
Ég er mjög sáttur við Xbox. Grafíkin er snilld, en vöntun finst mér á VIRKILEGA vönduðum leikjum á borð við GTA vice city. Maður fær meiri svona “Arcade” tilfinningu með Xbox en PS2. Líkt og leikirnir séu fjöldaframleiðslu peningamaskína.
En Xbox er talsvert yngri en Ps2, og er ég viss um að það koma margir góðir leikir með tímanum.
Takk fyrir.
Kv. Benno
SjÉ!