Ég fékk þennan leik sendan í pósti Mánudaginn 27. janúar eftir 27 daga bið, frá Amazon.co.uk. Ég er núna búinn með leikinn í easy mode(fyrir löngu reyndar) og er eitthvað um hálfnaður með hann í Normal, ég er hins vegar ekki búinn að snerta við Hard, það kemur bara á eftir Normal.
Grafík: Þessi leikur inniheldur mjög góða grafík, mjög. Það er svosem ekkert sérstakst sem að nýtur sín betur en annað, glæsileikanum er bara dreift janft. Effectar í t.d. slökkvitækinu og flamethrower eru aleg í fínasta lagi, og modelin eru alveg fín líka. Semsagt bara allt fínt í þessum hluta.
einkunn 8.7
Hljóð: Tónlistin er hin fínasta, svona nett lög sem að passa alveg ágætlega við hvern stað fyrir sig, var samt bðuinn að skoða eitthverja síðu sem er með Siberia laginu svoldið mikið, svo mér finnst það svoldið þreytt. Uppáhaldslagið mitt í leiknum er reyndar úr TS1 og heitir TS1:Mall, en það eru nú bara aukaupplýsingar. Hljóðin í byssunum eru rosa flott, og það er mjög skemmtilegt hljóð sem heyrist þegar þú skýtur í vegg og skotið endurkastast. Já, hljóðin eru hin prýðilegustu.
einkunn 9.0
Spilun: Að spila þennan leik í MP er alveg ótrúlegt, þetta er barasta alveg eins og að spila GoldenEye eða Perfect Dark, sem er mjög gott þar sem þeir eru báðir frábærir. Single-Playerinn er alveg ágætur, þ.e. Story, svoldið cheap saga, en Challange og League bæta það vel upp. Fyrir þá sem fíluðu GoldenEye og Perfect Dark er þetta algjör gullmoli, algjört möst.
einkunn 9.2
meðaleinkunn 9.1