Þetta átti upphaflega að vera svar við pósti Chase “hvaða leiki eigið þið?” á Nintendo korknum, en svo langt varð þetta að mér þótti viðeigandi að gera þetta að sjálfstæðri grein:

Ég keypti minn Gamecube þann 9. júlí úti í löndum (ekkert annað kom til greina, enda harður Nintendomaður hér á ferð) og fylgir hér upptalning á þeim (röðuð eftir dagsetningu á kaup leiksins) ásamt minni skoðun á leiknum og það verð sem ég keypti leikinn ás. Vonandi hjálpar þetta einhverjum þarna úti að finna leik við sitt hæfi.

Star Wars: Rogue Leader (GCN Exclusive)
Ég keypti þennann u.þ.b. á sama tíma og sjálfann kubbinn og sé nú ekki eftir því, hann er (ótrúlega!) flottur og það er skemmtilegt að spila hann af því að hann nær alveg “star-wars andanum” fullkomlega. Þetta er sumsé flug-skotleikur með miklum hasar og mikilli spennu, nokkrum frábærum borðum (Battle of Hoth, Battle of Endor ofl.) og nokkrum alls ekki svo frábærum (imperial academy heist ofl.). En þó heilsteyptur (og nokkuð erfiður og endingargóður) leikur. Þess ber að geta að engin fjölspilun er til staðar en það virðist hvort eð er ekki eiga við í þessum leik Verð: 7000 Eink. 8.5/10

Wave Race: Blue Storm (GCN Exclusive)
Þennan keypti ég á sama tíma og Rogue Leader. Þetta er nokkuð skemmtilegur jetski-racing leikur sem blandar saman racing og stunts, því hægt er að gera ýmsar brellur á tækinu. Ef þú fílaðir Wave Race á N64 þá fílaru þennan sennilega líka, grafíkin er þó verulega bætt en gömlu galdrarnir eru enn til staðar. Grafískt séð er hann ágætur og eftirtektarvert er hið vel gerða vatn og flottu veðurbrellurnar (5 stillingar alls) sem breyta borðinu talsvert (ef maður velur ”stormy”, þá er dúndrandi rigning og öldurnar ná tveggja metra hæð en ef maður velur ”sunny”, þá er logn og allt er fallegt og stillt). Það er þægilegt að stjórna honum en hann er eigi að síður mjög erfiður og því nokk endingargóður. Verð: 6000.- Eink. 8.4/10

Super Smash Bros. Melee (GCN Exclusive)
Þennann keypti ég degi eftir Wave Race og hef ekki enn fengið leið á honum. Hér er helstu Nintendo-stjörnunum safnað saman í einn heljarinnar bardaga og allt í fullu fjöri. Þessi er sennilega sá besti sem ég á og mun það væntanlega ekki breytast fyrr en Metroid Prime og Wind Waker koma út. Það eru óteljandi game-mode og með tilkomu svokallaðra “Trophies” (u.þ.b. 290 talsins) lengist líftíminn enn meir, því þú eignast alltaf fleiri og fleiri hluti eftir því sem þú spilar leikinn lengur. Í leiknum eru alls 25 Nintendo-stjörnur (hér eru “hidden characters” taldir með) og sem dæmi má nefna Mario, Link, Samus, Peach, Bowser, Donkey Kong og Pikachu (ég nefni enga falda kalla því það væri spoiler). Eins og ég segi þá fær maður ekkert leið á þessu hilvíti, bölvuð snilld. Lang mesta skemmtunin kemur úr multiplayer en einnig nógu mikið handa solo-leikmanni til að gera þetta að pottþéttum skyldukaupum. Verð: 7000 Eink. 9.5/10

Burnout
Burnout er hraður og skemmtilegur bílaleikur með netta grafík og það sem er skemmtilegt er að hann heldur alltaf fullkomnu framerate-i (60 fps) og verður því hraðatilfinningin gríðarleg. Það sama er þó ekki að segja um multiplayer því þar minnkar framerate-ið svolítið, en hey, hann er hvort eð er ætlaður meira fyrir singleplayer (að mínu mati) þar sem hver kappakstur endist í u.þ.b. 9 mínútur (sá lengsti var 28 mínútur hjá mér!), þetta þýðir þó ekki að þetta sé eitthvað über-realistic F1 racing heldur er þetta allt saman mjög ”action-packed” og ”arcady”. Markmiðið er að keyra eins glannalega eins og hægt er án þess að klessa á umferðina, því þá fyllist mælir sem gefur þér síðar möguleika á að boosta bílinn upp í geigvænlegann hraða (sem er gaman). Góður bílaleikur fyrir þá sem vilja ekkert helv. vatn og vitleysu heldur hreint gúmmí og malbiki (burn rubber!). Verð: 5500 Eink. 8.2/10

Super Mario Sunshine (GCN Exclusive)
Þetta er nú hressilegur leikur, ég keypti hann laugardaginn þegar að hann kom út með gleðisvip, því ég hafði beðið lengi eftir honum. Hann gerist á sólareyjunni Isle Delfino þar sem Mario og Peach fara í frí… en vitaskuld fara hlutir úrskeiðis strax við komu þeirra á eyjuna. Persónulega hafði ég mjög gaman af honum, þetta er góður skammtur af hopp og skopp, þetta er í raun einfalt: ef þú hafðir gaman af Super Mario 64, þá er þetta leikurinn fyrir þig. Leikurinn hefur sæmilega grafík (og feiknarlega flott vatn) og einnig gríðarlega gott control (fyrir utan kannski hina lítillega gölluðu myndavél). Það getur kannski talist galli að ekki er jafn mikil fjölbreytni í þessum leik og í fyrri Marioleikjum, því þetta er allt saman bara ein sólbökuð eyja sem Mario hoppar (og skoppar) um á. Hér er þó ekkert annað en klassík á ferð. (Verð: 7000) 9.3/10

Timesplitters 2
Timesplitters er fyrstu persónu skotleikur sem líkist (skuggalega mikið) Goldeneye á N64 (sem er frábært) - allavega í controli og multiplayer. Persónulega varð ég pínu fyrir vonbrigðum með þetta allt saman - singleplayer borðin eru innihaldslaus og “shallow” að mínu mati (þ.e. maður nennir ekki að fara aftur í þau jafn oft og í Goldeneye - think facility) og multiplayerinn ekki jafn hressilegur og ég hafði gert mér vonir um. Þó ætti ég kannski ekki að vera að tjá mig því ég fer svo sjaldan í multiplayer og að auki þá hef ég aldrei einu sinni prófað 3-4 manna spil. Þó er hann stór og endingargóður og svo fylgir náttúrulega mjög góður mapmaker með þar sem hægt er að endurgera gömlu borðin úr Goldeneye (ekki mjög nákvæmlega, en …bærilega), þess má geta að möppin taka einungis 2 block, sama hversu stór þau eru, sem er plús. En þegar á heildina er litið, þá er þetta vitaskuld besti multiplayer (og hugsanlega singleplayer) skotleikurinn á kubbnum. (Verð: 8000! -bölvuðu asnarnir í Pennanum-Eymundsson!) 9.0/10

Eternal Darkness : Sanity’s Reqiuem (GCN Exclusive)
Þetta er drungalegur og spennandi ævintýraleikur (sem hefur fengið nafnbótina “psychological thriller”). Hér blandast frábær söguþráður góðu controli og flottri grafík í mjög góðum leik. Og svo er náttúrulega frábært “magick system” og “sanity-effects” sem ég ætla ekki að spoila. Hann líkist að vissu leyti Resident Evil en það er alls ekki sanngjarnt að kalla hann rip-off eða eitthvað slíkt, því hann kallar fram sínar eigin hugmyndir og er (að mínu mati) bara svo miklu betri! (Verð: Fékk ‘ann í jólagjöf frá útlöndum og veit ekki baun hvað hann kostaði þar) 8.8/10

Tony Hawk’s Pro Skater 3
Þennan keypti ég á tilboði í BT og reyndar allir leikir sem að eiga eftir að koma í þessu svari en þess ber að geta að ekki er tekið mið af verði í einkunnagjöf. THPS leikirnir eru náttúrulega bara hrein snilld og allir ættu að eiga einn. Ég held að hann sé enn á tilboði og því finnst mér þetta skyldukaup. Ef ekki, þá er THPS 4 að sjálfsögðu betri kostur (miðað við þau review sem ég hef lesið). En þannig eru nú THPS leikirnir einfaldlega upp byggðir að þeir eru gríðarlega ávanabindandi og það er ótúlegt fjör að fara aftur í eitthvað borð og reyna að ná highscore eða einfaldlega að chilla. (verð: 3000) 9.1/10

Smuggler's Run: Warzones (GCN Exclusive - í bili allavega)
Þessi snýst um að smygla ýmsum hlutum frá einum stað til annars á risastórum landsvæðum (grafískt meistaraverk að mínu mati). Hann er í raun einfaldur, það er hlutur á stað A, þú nærð í hann og ferð með hann á stað B og heldur síðan áfram þar til þinn kvóti af “deliveries” er búinn. Svo koma ýmsar uppsetingar á þessu mode-i þar sem hlutum er breytt mínimalískt til að fá snefil af fjölbreytni inn í þetta allt saman. Aðal skemmtunin fæst þó ekki af því endilega að spila einhver mission á fullu heldur miklu frekar af því þegar að farið er í Joyride mode, því þar færðu að keyra villt og galið um landsvæðin (fjögur talsins - ásamt einni vetrarútgáfu af einu borðinu). Í leiknum er frábært physics og þessvegna er gaman að bara chilla á því og keyra um risavaxin landsvæðin. Maður fær þó að lokum leið á því að keyra hugsunarlaust um en maður kemur alltaf aftur til þess að chilla í smá stund þegar að alvarleiki Eternal Darkness er orðinn yfirþyrmandi. Þangað til GTA kemur, þá er þetta official “fíflast” leikurinn á GCN. (Verð: 2500) 8.6/10

2002 Fifa World Cup
Þennan keypti ég fyrir nokkrum dögum og það kom mér á óvart hversu fínn hann er. Málið var að ég hafði lesið í tímaritinu ”NGC Magazine” að þetta væri versti fótboltaleikur í heimi o.s.frv. og þeir gáfu honum 30/100!. Þetta fannst mér skuggalegt og þótti mér ansi líklegt að hér væri um einhvers konar geðveikislega FIFA hötun að ræða og leitaði ég því víðar (þ.e. internetið), þar fann ég að fólk var almennt jákvætt gagnvart þessum leik, og þar sem hann var nú á tilboði, og þar sem ég er fátækur námsmaður, þá skellti ég mér á hann og sé ekki eftir því. Það sem ég hef að segja um hann er þetta: Góður (og flottur!) fótboltaleikur sem er ekki langlífur - hann hefur bara 32 landslið og ekkert training, og ekki neitt í raun nema friendly og world cup - ekki einu sinni create player eða create team, sem er ótrúlegt þegar að hugsað er til þess að hann tekur heil 49 block af minniskortinu, sem þýðir að þeir sem eiga 59 blocka kort þurfa sennilega að kaupa sér nýtt. Ljós hans skín þó í multiplayer og þrátt fyrir að vera gallaður að ýmsu leyti þá er hann vel þess virði að kaupa á þessu allgóða tilboði. (Verð: 1500) 7.8/10

Kelly Slater's Pro Surfer
Þennan keypti ég einnig á tilboði og það sem ég get sagt um hann er þetta: Hann er eini brimbrettaleikurinn og og einnig góður leikur í heildina. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki spilað hann mikið en hann virðist vera nokkuð nettur. Ef maður er vanur THPS þá er nokkuð einfalt að venjast controlinu í þessu. Það eina er að þeð er náttúrulega ekki mikil fjölbreytni þar sem maður er alltaf á öldum, og þrátt fyrir að hægt sé að velja um marga staði, þá eru nefnilega öldur alltaf öldur. Það er þægilegt að stjórna honum og það er gaman að chilla á hafinu. Nettur leikur (og ódýr). (Verð: 1500) 8.0/10

Svo vil ég nefna að ég bíð hvað spenntastur eftir eftirfarandi leikjum: The Legend og Zelda: The Wind Waker (hann verður æði, sama hvernig á það er litið), Metroid Prime (magnaður, alveg magnaður - abyggilega), Sould Calibur II (verður hann betri en SSBM?), Pro Evolution Soccer II (Ef hann kemur á GCN á annað borð), 1080° Avalanche (1080° var besti brettaleikurinn, hvað gæti farið úrskeiðis hér?), Enter the Matrix (Ahh, góður skammtur af bullet-time) og Tom Clancy’s Splinter Cell (x-boxarar fíla hann í botn). Hér er ég sennilega að gleyma einhverju, en þetta er það sem mér dettur í hug svona hér og nú.

Ég er mjög bjartsýnn á árið 2003, það virðist ætla að verða ár Nintendo í Evrópu

*Steinn Steina