Super Metroid review Jámms, hinn viðfrægi Metroid leikur á SNES.
Þessi er talinn af mörgum vera besti Metroid leikurinn (þar á meðal ég, en Prime fer nú að koma þannig að allt getur breyst.) og ætla ég að skrifa umföllun um hann.
Enjoy :)


—Söguþráður—
Leikurinn byrjar þar sem að Metroid II: Return of Samus hætti. Samus Aran er búin að drepa öll Metroid kvikindin á plánetunni SR=388 og eftir að hafa drepið Queen Metroid hleypur hún sem hraðast út. Þá kemur hún að eggi og klekst út úr því lítill Metroid skratti. Samus býr sig undir að skjóta, en út af einhverri ástæðu drepur hún skrattann ekki. Litla kvikindið fær síðan þá flugu í hausinn að Samus sé mamma þess og gerir henni ekki mein. Samus sleppur frá plánetunni með síðasta Metroid-inn og skilar honum til “The Galactic Federation”. Fer hún þá sína leið og finnst allt vera bara í lagi. En skömmu síðar þarf hún að snúa til baka því að the space pirates hafa ráðist á stöðina. Hún kemur þar og finnur alla dauða og vantar eitt stykki Metroid. Finnur hún þá Ripley, einn af hættulegustu geim sjóræningjunum og berst við hann. En hann sleppur með Metroid-inn og kveikir á self destruct.
Samus sleppur naumlega og fer beinustu leið á Zebes, heimaplánetu sjóræningjanna. Þar er allt í niðurnýslu en ekki þarf hún að bíða lengi eftir að tekið verður eftir henni. Byrjar þá leitin að síðasta Metroid kvikindinu.

—Gameplay—
Leikurinn spilast svipað og fyrstu tveir Metroid leikirnir. Þetta er side-scroller og er allt svipað og venjulega. Það kom mér á óvart að enn í dag er þessi leikur mjög spilanlegur og maður fær góða tilfinningu fyrir Samus. Maður spilar alltaf áfram til að fá nýjasta upgradið til að sjá hvað er fyrir innan hurðina sem þú kemst ekki í, eða hvað er á endanum á herberginu þar sem þú þarft Gravity Suit til að halda áfram. Ennþann dag í dag, góð spilun.

—Grafík—
Mjög nákvæm grafík á Samus, óvinum og umhverfinu, og þá sérstaklega Samus. Allar hreyfingar eru fíngerðar og vel gerðar, og ekki er neitt “fuzzy” eða skrykkjótt. Sönn list.

—Hljóð—
Flest allir óvinir gefa frá sér einhver hljóð og eru öll sound-effect mjög góð. En tónlistin, þvílíkt og annað eins. Tónlistin er mjög fjölbreytileg og passar alltaf vel við umhverfið. Eins og fyrst þegar þú kemur á Zebes er alveg einstaklega drungaleg tónlist sem fær mann til að vera á nálum. Snilld.

—Endanleiki—
Þessi leikur endist næstum endalaust enda er hann troðfullur af allskonar stöðum sem eru faldir út um allt. Þú átt eftir að leita í margar klst. til að finna síðasta missile-tankið eða síðasta energy-tankið. Þegar maður er búinn að því þá eru líka margir endar á leiknum, og það fer eftir því hversu hratt maður fer í gegnum hann og hversu mikið af item-um maður fær. Besti endirinn er þannig að maður sér Samus í bikini…. það ætti að halda flestum Metroid nördum gangandi. Svona endar hafa verið síðan í fyrsta leiknum, og verður gaman að sjá hvernig þeir verða í Metroid Prime hehehe.

—Lokaeinkunn—

Söguþráður: 8/10. Góð saga en er bara fjallað um hana í byrjun.

Gameplay: 9/10. Mjög spilanlegur og eins og ég sagði fyrr þá fær maður góða tilfinningu fyrir Samus.

Grafík: 9/10. Mjög góð og nákvæm miðað við svo gamlan leik.

Hljóð: 10/10. Svo frábæra tónlist finnst mér LttP ekki slá út, þótt hann sé á hælunum. :D

Endanleiki: 10/10. Endist ótrúlega lengi, leikurinn er pakkaður af allskonar leynum.

Lokaeinkunn: 9/10 (Ekki endilega meðaltal) Frábær leikur sem að grípur mann og heillar. Must have fyrir alla SNES eigendur. Nú eða bara *hóst*emulator*hóst*

Vonandi finnst ykkur þetta gott kæru Hugarar, þetta er mitt fyrsta review.

Armageddon kveður að sinni.