Legend of Zelda Links awakening Legend of Zelda Links awakening er fjórði leikurinn í “seríunni” og gerist strax á eftir ALTTP en skip sem að Link er í strandar og þegar Link vaknar er hann heima hjá einhverju fólki sem að dróg hann af ströndinni. Þessi leikur kom fyrst út árið 1993 á Game Boy, en var síðan endurútgefinn fyrir Game Boy Color árið 1998 og fékk þá nafnviðbótina DX.


Sagan í stuttu máli er þannig að Link þarf að safna 8 hljóðfærum og taka upp hljóðin í þeim til að vekja “The Wind Fish” sem á að bjarga Link frá eyjunni. (spoiler) svo þegar að Link er búinn að vekja fiskinn þá eyðist eyjan, sumir telja það vera vegna þess að Link vakni en aðrir telja að eyjan bara eyðist.(spoiler endar)


Hljóð: hljóðið í leiknum er bara með því betra í Game Boy, fullt af skemmtilegum lögum eins og í öllum Zelda leikjum, og svo eru fullt af skemmtilegum “sound-effectum” t.d. þegar þú skerð gras og lyftir steinum. En ég mæli með því fyrir alla sem ætla að spila þennan leik að nota headphones til að heyra betur lögin og “sound-effectin”


Grafík: Grafíkin í fyrstu útgáfunni eru ekkert mikið verri en í pokémon leikjunum fyrir Game Boy en ég hef bara séð myndir úr DX útgáfunni en mér finnst þær koma mjög vel út.


Spilun: Þessi leikur spilast eins og ALTTP og upprunalegi Zelda leikurinn, sem er gott því að þeir spiluðust vel. Þó gæti sumum þótt verra að spila á pocket tölvu eins og GB er, en það er náttúrulega eftir hverjum hvað þeim finnst.


Lífspan: Þessi leikur endist mjög vel, ég held að ég sé búinn að spila fyrstu 2 temple'in 10 sinnum, var alltaf að byrja upp á nýtt. Verð reyndar að viðurkenna að ég er ekki búinn að spila allan leikinn en það sem ég er búinn að spila og heyra er bara gott.


Lokaeinkunn

Hljóð 9
Grafík 9
spilun 9.5
lífspan 10
meðaleinkunn 9.4 (A.T.H.! ekki meðaltal)