ég ætla að fjalla hér um mina uppáhalds leikjatölvu, en það er snilldin DREAMCAST en ég á 25 leiki í hana (ég ætla ekki að tala um skrifuðu leikina mina en ég viðurkenni það að ég á nokkra) en ég ég ætla hér að tala smávegis um nokkra leikina mina hér og gefa þeim mina egin gagnryni.
here goes:
Resident evil 3:
RE leikirnir standa alltaf fyrir sínu og er þessi leikur að minu mati, sá besti af þeim öllum. Sá allra óhugnalegasti leikur sem ég hef á æfi minni spilað, en það er útaf nærveru nemesis sem birtist alltaf þegar að maður vill það ekki. Styringarnar venst maður á svona 1-2 klst nema að maður hefur spilað RE leik áður, þá tekur það svona 2 minutur að muna hvernig það var. Maður þarf sammt ekkert að fara úti grafíkina því maður þarf hana ekkert rosalega í RE leikjunum. Snilldar action leikur sem enginn má missa af.
Resident Evil: Code Veronica:
enn einn RE leikur frá snillingunum í Capcom. Þessi er sá lengsti hingað til enda er hann á 2 geisladsikum (á dreamcast en hann er á 1 DVD disk í PS2) Drungalegur og skemmtilegur leikur sem er með alveg eins styringum og í RE3. Soldið erfiður á köflum og með ágætan söguþráð. Ég held að það eina leiðinlega við þennan leik er save systemið sem er alveg jafn pirrandi i öllum RE leikjunum. en grafíkin í þessum leik er án efa ein sá besta sem völ er á í dreamcast, en hún er jafn góð, ef ekki betri, en sumir leikir í PS2
Dino Crisis:
Action leikur frá sömu gaurum og gerðu resident evil leikina enda sést það á styringunum og gameplayinu en í þennan leik kemur soldið sem var ekki i neinum öðrum RE leik á þeim tima, en það var 3D umhverfi. S.s. myndavélin hreyfðist i sumum herbergjum en skipti ekki bara um sjónarhorn. En þessi leikur er miklu lélegari en nokkur annar resident evil leikur. Það sem vanntar í þennan leik er miklu fleiri skotfæri fyrir byssurnar, en maður er ALLTAF með of litið af skotfærum fyrir byssurnar, nema að maður hefur spilað þennan leik svona 2svar eða þrisvar og veit akkurat hvar maður á að fara og hvað maður má og má ekki drepa. Það er sammt ekkert rosalega góð grafík í þessum leik og þessi leikur er ekki næstum því jafn góður og NOKKUR re leikur. Sammt skemmtileg tilbreyting að fá risaeðlur í stað uppvakninga.
Virtua Fighter 3
Að minu mati er þetta hörmulegur leikur sem að er með hræðilega grafík, og ég persónulega skil ekki hvað folk sér við þennan leik. Ég sé eftir að hafa keypt hann, og ég hef ekki spilað hann neitt mikið og mér langar ekki að spila hann meir. Lélegasti bardaga leikur sem ég hef prufað.
Dead or alive 2:
Ágætur bardagaleikur með fjandi góða grafík, en söguþráðurinn er sá allra lélegasti sem að ég hef á ævi minni séð. Ég spila þennan leik eginlega bara fyrir tag battle möguleikanum, en það er fyrir 2-4 spilara og virkar alveg eins og í tekken tag tournament. Flott grafík og skemmtilegt tag battle mode, en hann er slappur í single player.
Incoming:
Eina ástæðan fyrir því að ég keypti þennan leik er að hann var ÓDYR. En ég sé sammt eftir því að hafa eytt pening í hann. Þetta er einn af fáu leikjunum minum sem ég sé eftir að hafa keypt. Flug/action leikur sem getur verið soldið erfitt að ná stjórn á og hann er allt of erfiður á köflum en ég hef aldrei náð að komast framhjá einum stað í honum… man sammt ekki hvað það var. Mjög endurtekningarsamur leikur sem breytist ekki mikið eftir því sem á liður nema þá að hann verður erfiðari.
Sonic Adventure:
snillingarnir í sega klikka ekki. Hér er á ferð virkilega góður ævintyra leikur sem að flestallir dreamcast eigendur þekkja, en þessi leikur er um bláa broddgöltinn sonic. Þetta er þriðjupersónu ævintyraleikur sem er með 6 karaktera og 6 mismunandi hliðar á einni sögu. Þessi endist lengi og er með fínar styringarnar og ekki erfitt að byrja að spila hann, en það getr verið soldið erfitt að vita hvert á að fara næst, því leikurinn segir manni það voðalega lítið um það. Mjög góð grafík og margir mismunandi aukaleikir sem lengja spilunartímann (eins og að fara að veiða, fara í kappakstur og einhvað fleira) en enginn dreamcast eigandi ætti að láta þennan framhjá sér fara en hann kemur bráðlega út fyrir gamecube (sonic adventure 2 er löngu kominn út fyrir sömu tölvu fyrir þá sem vissu það ekki)
Silver:
Þrælskemmtilegur RPG leikur með grafík sem mætti alveg bæta, en þetta er mjög frumlegur leikur með bardaga system sem virkar mjög vel og er auðvelt að byrja að spila þennan leik bara strax. Ég hafði klárað þennan í PC löngu áður en að ég fékk mér hann fyrir dreamcast en að spila hann i dreamcast er miklu skemmtilegara en að spila hann í PC, útaf styringunum.
Dynamite Cop:
þriðju persónu action/arcade leikur sem er með gameplay eins og í double dragon og svoleiðis leikjum (man ekki hvað það heitir). ég elskaði svona leiki á sinum tima en þeir eru bara ekki góðir lengur. það er alls ekki erfitt að ná tökum á styringunum í þessum leik, en það er svona \\\“quick think Sequence\\\” í þessum leik eins og er í shenmue 1 og 2 nema bara í þessum leik er MIKLU erfiðara að ná þeim rétt. Þessi leikur er svolitið asnalegur útaf því hversu illa sumir óvinirnir passa inní leikinn… og svo er einhverskonar röra-kjarnorkusprengju vopn dauðans sem að skytur kjarnorkusprengju á þann vegg sem að maður miðar á og meiðir alla kallana inní herberginu en EKKI þig! Þessi leikur er lika virkilega auðveldur en ég kláraði hann á svona tvem klukkutimum (með öllum þrem persónunum). en þessi tegund af leikjum er meira fyrir endurspilanleika held ég, sem er eitt sem vanntar í þennan leik.
The House Of The Dead 2 (með byssu):
Þessi leikur er einn af uppáhalds leikjunum minum, sérstaklega af því að maður þarf ekki að borga til að spila hann aftur og aftur og aftur en svona leikir slógu í gegn í spilakössum (time crisis, House of the dead, silent scope… bara til að nefna nokkra) og með þessu er maður með það inní herberginu/stofunni hjá sér. Þessi leikur er án efa með mesta endurspilanleika sem ég veit um í tölvuleik en ég held að ég hafi klárað hann svona 6 sinnum og mér langar sammt að spila hann aftur. Það getur verið erfitt að ná tökum á styringunni á þessum leik, en þá er ég að tala um að hitta rétt. Það er nóg af efni til að halda manni við sjónvarpið, eins og practise mode til að æfa sig í að skjóta hratt og hitta nækvæmara, svo er lika margar leiðir gegnum borgina, en maður getur farið u.þ.b. 5 eða fleiri mismunandi leiðir i hverju borði. Grafikin skiptir eginlega engu máli í þessum leik enda er maður ekkert að spá í henni þegar að maður er að drita niður uppvakninga. Söguþráðurinn er sammt svolitið fáranlegur en hann er hálf stolinn úr Resident evil leikjunum… sammt ekki…..
Trickstyle:
Futuristic bretta leikur á einhverskonar svifbrettum, í stað hjóla eða snjó brettum. Þessi leikur er ekki akkurat sá besti sem ég hef prufað. Styringarnar í honum geta verið soldið erfiðar að venjast og ná almennilegum tökum á. Grafíkin er ekki sem verst en þeir ættu að minnka hana aðeins því að leikurinn hikstar til fjandans ef að það er mikið að ske og þá getur verið ömurlegt að spila hann, því svona á nu helst ekki að eiga sér stað í leik sem er í leikjatölvu og það ættu allir að vita það!
Soul Calibur:
það hafa allir prufað soul calibur og ef að þið hafið ekki gert það þá skuluð þið gera það STRAX!!! þetta er án efa lang besti bardagaleikur sem ég hef á ævi minni spilað, enda er þetta ástæðan fyrir því að ég keypti dreamcast, og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun! Besta grafik sem dreamcast getur boðið upp á og lika besta gameplayið. Þessi leikur er jafn flottur og hann er skemmtilegur, enda var ég kominn með blöðrur á puttana þegar að ég leit frá sjónvarpinu. Það er hellingur af mismunandi bardagamönnum sem hægt er að velja í þessum leik en sumir (ekki allir) herma eftir öðrum mjög mikið. Mission mode er virkilega skemmtileg nyjung i bardagaleik og er hægt að eyða dágóðum tima í að klára það. Svo er lika hægt að safna myndum í leiknum, en það verður maður að gera til að komast áfram í mission mode. En þetta er bara sjúklega skemmtilegur og \\\“addictive\\\” leikur sem að ALLIR verða að prufa, eða bíða eftir soul calibur 2 og vona að hann verður jafn góður og fyrri.
Dreamcast er kanski dauð en fólk þarf bara að fatta að leikirnir í henni eru sjúklega góðir og japis gerði mjög litið fyrir hana hér á landi
ég á líka fleiri leiki en ég bara nennti ekki að skrifa umfjöllun um þá
p.s. þetta er fyrsta greinin mín og ég er mjög lélegur að lysa sumum hlutum
“Don't mind people grinning in your face.