Fyrsta tölvan sem ég spilaði leik í var Sinclair í kringum 1986, man ekki hvað leikurinn hét en hann var einhver bévítans leiðindaleikur og einnig spilaði ég þó nokkra leiki í Amstrad, svarta flykkinu sem vildi líta út eins og PC. Commadore kynntist ég eilítið líka. En minn leikjatölvuferill hófst ekki þar. Þetta byrjaði allt saman á…
NES (Nintendo Entertainment System)
Ferkantaði kassinn með sniðuga lokinu var mín fyrsta leikjatölva og eignaðist ég hana um 8-9 ára aldurinn ef ég man rétt, minnið farið að stríða mér. Ég eignaðist þessa í Fríhöfninni þegar við komum frá einhverju landinu. Þótti þetta alveg undravert tæki, að getað spila geisiflotta leiki í snjónvarpinu og með svona líka flottri fjarstýringu sem þótti falla vel í lófa. Það sem einkenndi NES var að leikjunum var stungið inn í hana og ýtt niður og lokað fyrir með skemmtilegu loki. Ég man alltaf eftir því þegar ég eignaðist hana, þegar ég skoðaði aftan á kassann og sá hvað Mario og Duck Hunt voru flottir. Grafík var eitthvað sem ég vissi ekki hvað var en ég vissi bara að mér fannst þeir alveg einstaklega flottir og skemmtilegir. Eftirminnilegustu leikirnir eru Super Mario Bros leikirnir, Duck Hunt, Metroid, Bionic Commando, Ikari Warriors, Kid Ikarus, Ice Climbers, Probotectors, Zelda og Gum Shoe. Einhver lét ”breyta“ henni fyrir mig þannig að ég gat spilað ameríska og japanska leiki í hana og átti ég lítið merkilegt millistykki til að spila þessa skrítnu Famicom leiki. Allt var það auðvitað á japönsku en ég hélt að það væri bara af því að það hafði gleymst að þýða þá, en hvað vissi ég. Með safnleikjahylkjum átti ég samtals um 300+ leiki í þetta meistaraverk frá Nintendo og er þetta einhver eftirminnilegasta leikjatölva fyrr og síðar. Það sem er svo eftirminnilegt er þegar leikir ætluðu ekki að byrja og maður hafði heyrt gott heimilisráð, halda Reset inni í 3 sekúndur eða blása inní leikina. Klassískt.
SNES (Super Nintendo Entertainment System)
Super Nintendo er sennilega mín uppáhalds tölva fyrr og síðar, engin hingað til toppað hana. Ég eignaðist hana á sama máta og NES, í Fríhöfninni og var hún tiltölulega nýkomin út þá. Með henni fylgdi enn einn klassíski Mario leikurinn, Super Mario World. Þessi þykir enn vera groundbreaking því Nintendo kynntu í fyrsta skipti Shoulder Buttons til sögunnar, R og L. Einnig var hönnun controllerins mjög smekkleg og féll enn betur í lófa heldur en NES (féll NES vel í lófa?). Ég hafði ákveðið að kaupa hana áður en við fórum út til Amsterdam og þar úti hafði ég keypt leiki eins og Street Fighter II, Final Fight og Super Probotector. Einhverju síðar eignaðist ég ógnvaldinn ógurlega, Super Scope, sem var einskonar light-gun bazooka en hún virkaði ekki mjög vel, ég þurfti að koma mér fyrir í stellingu og gera svo vel að HALDA mér þannig, annars var miðið komið til andskotans. Það pirraði mig. Það sem einkenndi SNES var að leikjunum var stungið ofan í hana að ofanverðu og ýtt á þar til gerðan risatakka til að losa þá. Eftirminnilegustu leikirnir eru auðvitað Super Mario World, Super Probotector, Street Fighter, Mortal Kombat og Super Metroid. Þetta er leikjatölva sem verður seint toppuð í mínu minni sem ”the best of all“. Ég man alltaf eftir geisladrifinu sem aldrei varð, Nintendo PlayStation ;) SNES = All Time King of Consoles :)
N64 (Nintendo 64)
Ég beið afskaplega lengi eftir N64, skoðaði blöð og myndir á netinu og nagaði á mér hnén í spenningi. Nintendo ákváðu að gera hana að enn einni cartridge based console í stað þess að hafa hana með geisladrifi eins og Sony höfðu gert. En hvað um það, ég skoðaði blöðin sem innihéldu EITTHVAÐ um N64 en hún hét þá Nintendo Ultra 64 og þótti mér það ”gjöveggt“ nafn en þegar ég hugsa til baka, þá var maður algjör vitleysingur og er þetta nafn frekar cheesy ;) Ég gat ekki beðið eftir Super Mario 64 sem var að gera allt vitlaust í Japan og Kanaríki og var víst að endurskipuleggja leikjaheiminn eins og hann lagði sig. Hljómco voru nú svo góðir í sér að leyfa mér að hanga hjá þeim og spila prufutölvuna sem þeir fengu og spilaði ég þar Mario 64 í fyrsta sinn, fékk svo líka oft að vera í bakherberginu þar sem tölvan var tengd við surround stuff og þótti mér það algjör snilld. Ég eignaðist hana svo loksins daginn sem hún kom út, en ég hafði skrifað mig á lista hjá Hljómco og var ég kaupandi nr. 2. og fékk ég með henni leikina þrjá sem komu út sama dag, Mario 64, Pilotwings og Star Wars: Shadows of the empire (sem er plö). Einkennandi fyrir N64 er útlitið en hún er enn þann dag í dag mjög öðruvísi og finnst mér hún soldið futuristic í laginu og ekki skal gleyma controllernum sem er oft kallaður Batarang fyrir lögin sína en á honum voru C takkarnir kynntir til sögunnar og einnig analog pinninn.
PSX (Sony PlayStation)
Ég þoldi ekki PlayStation! Hún var þá eins og Xbox var hérna fyrir stuttu síðan í mínum huga. En hvað um það, this is no hate-speech ;) Mig langaði í góðan bílaleik og þar sem N64 hafði ekki beint marga bílaleiki til að gorta sig af þá ákvað ég að skella mér á þessa frekar ljótu tölvu einn daginn á tilboði í Elko, mér leiddist! Ég átti í vasanum 7 þús kall og tölvan kostaði 5þús og GT1 kostaði 2þús svo þetta passaði allt. En svo heppilega vildi til að c.a 2 vikum seinna kom GT2. Jibbí! En það sem böggaði mig alltaf við PSX var kubbagrafíkin. Þó svo að litirnir væri kannski fleiri þá fannst mér lego-grafíkin oft pirrandi en N64 hafði mýkri grafík en þó þóðukenndari. Plúsar og mínusar báðum megin. Ég ætla ekki að skrifa mikið um PSX enda var hún aldrei mjög stór í mínum huga, ljótur grár kassi með CD drifi. Eignaðist fáa leiki en þó ágæta og seldi frænku minni hana í fyrra á 8þús EN ég fékk hana aftur núna nýlega… for free! HAHA!
DC (Sega Dreamcast)
Sá örlagaríki dagur sem ég eignaðist Dreamcast var stuttu eftir afmælið mitt. Ég var á röltinu um Kringluna þegar ég leit inní Joystick og sá þar Dreamcast, fyrstu next-gen tölvuna og var hún frekar flott. Ég skellti mér á hana og House of the dead II + light gun. Fór með hana heim og tengdi hana við imbann inní stofu. Mamma kom heim og ég fékk ”AAARRGH!“ uppí eyrað á mér ”ENN EIN LEIKJATÖLVAN!“. En mér var svo sem sama, my money, my problem. Eða eitthvað þannig ;) Eins og ég sagði þá var þetta fyrsta next-gen leikjatölvan mín og hún er alls ekki svo slæm, þó hún sé látin greyið (sölulega). Grafíkin var flott en controllerinn er murder, þvílík óþægindi! Snúran líka vitlausu megin! Bölvað. Samt fannst mér memory cardið alltaf svo sniðugt. T.d mjög gaman að fá stamina stats og ”SLAM DUNK“ í NBA2K. Ég keypti mér svo eitt skiptið einhver Rainbow Six leik og spilaði hann frekar mikið, svo mikið að ég hreinlega bræddi úr tölvunni. No joke! Það kom bara ”paúúúchhzzzz“ hljóð úr henni og svo kom virkilega vond lykt. Ég fékk smá ”úbbs“ og leitaði að ábyrgðinni og fann. Ennþá meira úbbs! Ábyrgðin rann út SAMA DAG! En ég fékk hana þó endurnýjaða, eða réttara sagt nýja vél ;) Allt sem kallast innviði var víst ”el macho kaputo de la explodo!“
PS2 (Sony PlayStation 2)
Ég er ennþá með samviskubit yfir þessari. Ég hafði suðað lengi um að mig langaði í PS2 útaf Gran Turismo 3 og kærastan mín æðislega ætlaði að vera svo góð við mig að gefa mér hana, sagði mér það oftar en einu sinni og ég beið og beið. Svo fór mamma út til útlanda og þegar hún kom til baka þá hafði hún keypt fyrir mig PS2 og GT3. Ég sagði kærustunni frá því og ég fékk svona óþægilega þögn í símann. Hún hafði keypt hana líka og GT3 og ætlaði að gefa mér hana daginn eftir. Í sannleika sagt, það er EKKERT sem hefur látið mig fá jafnmikið samviskubit og þetta. Held hún sé ekki enn búin að fyrirgefa mér þetta en tímin læknar sárin. Hún vildi bara vera góð við mig þessi elska. En PS2 er góð tölva, það leynir sér ekki. Þó hún sé orðin soldið ”dated“. Mörgum finnst hún vera ferlega flott í útliti en mér persónulega finnst þetta ljótasta leikjatölva sem gerð hefur verið í þessu stjörnukerfi. Oh the horror! Svartur kassi með rákum á sem minnir mann bara á grill. Eina sem mér finnst cool við hana er PS2 merkið og bláa ljósið en leikirnir eru jú auðvitað það sem skiptir öllu. Controllerinn er nánast sá sami og Dual Shock í PSX fyrir utan pressure sensitivity og hann er svartur sem kol. Minn all-time uppáhalds PS2 leikur er GT3 og sennilega líka GTA3 eða Devil May Cry. Þó greyið tölvan sé ljót (IMO) þá er hún góð! (bara fyrirbyggja rifrildi og fanboyisma). Ég hins vegar fæ alltaf þungar bassadrunur í hausinn á mér þegar ég heyri ”PS2 er best af því að hún selst mest!“ eða ”PS2 er best af því aðrir eru bara að herma“. Whaddafack? Aðalástæðan fyrir því að ég hef minnst gaman af PS2 er sú að mainstream PS2 eigendur sem þekkja ekkert annað og halda að Sony hafi fundið þetta allt saman upp PIRRA MIG! ”Það sem ég á er best“ er einfaldlega bara þröngsýni og vitleysisskapur. Það er staðreynd að stórhluti þeirra sem kaupir sér PS2 er fólk sem kaupir hana af því vinur þeirra á svoleiðis og segir að PS2 sé best en hefur svo ekki haft það í sér að prófa GC eða Xbox. Eina sem PS2 hefur fram yfir þær tvær er leikjafjöldinn og fjöldinn skiptir mig persónulega engu máli þar sem ég hef ekki efni á að kaupa mér þúsundir leikja. Pirra svona selfmade-knowitalls ykkur ekki?
GCN (Nintendo GameCube)
Jibbí! Loksins eitthvað frá Nintendo! Eins og með N64 þá beið ég í langan tíma eftir Kubbnum fræga og sá maður margar hugmyndir að útliti. Upphaflega átti hún að heita Dolphin en það er frekar lummulegt nafn svo nafnið var jú ákveðið eftir útliti tölvunnar. It´s a cube! Ég get bara ekki dregið nægilega mikið úr aðdáun minni á þessari tölvu! Hún er flott, lítil og nett og ekki nóg með það að Nintendo ákváðu að gera loksins geisladiskaleikjatölvu heldur gerðu þeir mini-disc leikjatölvu. How hip is that? Ekki skal gleyma controllernum. Aldrei áður hefur leikjastýring verið svona nálægt því að vera framlenging á líkamshreyfingum. Controllerinn bara fellur inní lófann. En já, svolítið kominn út fyrir efnið en jæja. Ég eignaðist GameCube þann 3. maí í ár, s.s on launch day. Ég varð mjög pirraður þegar ég fattaði að Rogue Leader kæmi ekki út samdægurs þannig að í fýlu minni lét ég Luigi´s Mansion duga. Svo kom bara í ljós að hann var ekkert svo slæmur after all! Sá leikur sem mér hefur þótt hvað skemmtilegastur er Super Mario Sunshine fyrir að vera snilld út í gegn en sá sem hefur komið mér hvað mest á óvart er Eternal Darkness fyrir dýpt sína og fyrir að vera frumlegur. Eins og margir vita er Resident Evil serían líka nánast exclusive (PS2 á að fá RE-online víst en það gæti breyst) og er RE1 kominn út og er hann einn sá flottasti. Hann og Rogue Leader sýna að litli kubburinn getur gert ótrúlegustu hluti. Size doesn´t matter! Eins og nafnið gefur til kynna þá er hún mjög svo frábrugðin öðrum leikjatölvum, hún er kubbur, nánast jöfn á allar hliðar og finnst mér það bara pjúra brill! GameCube er my kind of console! Svo nýtist hún líka vel í slagsmálum. Lítil og kubbalaga með handfangi, hægt að sveifla henni í mann og annan… En ég fórna henni ekki í það takk fyrir :) Mér finnst einnig pirrandi að GameCube sé kölluð barnatölva bara fyrir það eitt að Mario sé í GC og að Nintendo framleiði hana. Bara pirrar mig! Það er ekkert barnalegt við hana og þið sem ætlið að reyna að segja að það sé fullt af barnaleikjum í GC en segið svo að PS2 sé málið af því að <setjið ástæðu hér> og að hún sé ekki barnatölva, teljið allt Disney og alla barnaleikina sem eru í hillunum og dragið þetta svo til baka. Sjís… Hvað er að því að hafa barnaleiki innan um leiki fyrir eldri? Ekkert! Börn hafa líka rétt á því að spila leikjatölvur svo að barnaleikir skaða tölvuna ekkert!
Xbox (Microsoft Xbox)
Landsig varð í Grafavogi núna á miðvikudag þegar ég kom með Xbox heim en ég hafði eignast hana á mánudaginn, en Selfoss er nú horfinn undir sjó. Ég bað Landmælingar að mæla hversu mikið landsigið yrði og mældist það um 1.2 metrar, aðallega af því húsið mitt stendur á grjótmiklu undirlagi og bjargaði það Staðarhverfinu í Grafó. En okei, afsakið þetta Xbox eigendur. I´m one of you now. But I will never join the darkside! (þ.e gerast Xboy). Okei ég minni á <a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur/greinar.php?grei n_id=60727“>Arkitektúr</a> greinina mína sem ég skrifaði um það hvernig ég eignaðist þetta ferlíki en í stuttu er það þannig að ég keypti hana lítið notaða af Selfyssingi en mig hafði í smá tíma langað soldið í hana, for the games. En með henni fékk ég Halo, Splinter Cell, JSRF og Sega GT 2002. Halo hef ég spilað OF mikið en mér finnst hann brilliant þó hann sé oft mjög endurtekningasamur og finnst mér ég oft vera í sama herbergi eða umhverfi þó það sé alltaf smá breyting. Gerir leikinn þreytugjarnan að hluta til þó annað bæti það upp smávegis. Mér finnst Xbox góð tölva, hún er öflug og allt það en hún er ekkert betri en hinar. Nema kannski PS2. Xbox og GameCube eru jafnar að mínu mati. Það sem einkennir Xbox er stærðin, þyngdin og svo er hún smekkleg í útliti finnst mér. Ekkert ljót en kannski full stór. Controllerinn er hins vegar ekki nægilega góður þó hann falli ágætlega í lófann á mér, þá eru bara sumir takkarnir alveg rosalega out of place. Ég get alveg ímyndað mér það að Xbox eigendur pirrast þegar ég og aðrir böggast yfir stærðinni og þyngdinni og allt það en ég geri það nú bara í saklausu gríni. Ég hefði aldrei eignast hana ef ég hefði rosalega mikið á móti henni. Góð tölva sem ég reyndar kynnist ekki aftur fyrr en 24 desember. Crappers…
Þetta eru þá mínar leikjatölvur og það sem ég hef að segja um þær þó ég gæti sagt mun meira. Ég gæti bölvað og hrósað hverri einustu tölvu en tekur því? Græði ég eitthvað á því? Nei. Ég er bara að eyða tíma því mér leiðist og það er heilagur sannleikur. Kannski er smá keimur af ”boredom" í þessari grein en þið afsakið það börnin mín. En ég er alveg viss um að margir eru að velta því fyrir sér hvaða tölvu ég tæki fram yfir hverja. Ef ég ætti að gera það þá mundi ég setja GameCube í fyrsta sæti hiklaust, Xbox í annað sæti og PS2 í þriðja. DC er auðvitað Next-Gen tölva en hún er ekki lengur á markaðnum þó hún sé í hillum margra landsmanna en ég set hana í fjórða sæti, rétt á eftir PS2. En ég vil minna á að þetta eru bara mínar idiotísku skoðanir og hafa ekkert með álit almennings að gera eða neitt diss á þá sem vilja hafa þetta öðruvísi, svo að flame-war er vel þegið! ;) Nei segi svona, þið eigið að vera stillt og góð og ræða um console-war á prúðan og snyrtilegan máta.
Það kannski má lesa eitt úr þessu… Eftir 14 ár í þessu hef ég ekki enn fengið leið á leikjatölvum né leikjum. Leikjatölvufíkill í 14 ár! Bráðum 15! Jæks… getting old! Nintendo fíkill er ég mikill og skammast mín samt ekkert fyrir það enda ekkert til að skammast sín fyrir. Nintendo eiga heiðurinn að þessu áhugamáli okkar svo að til hvers að gera lítið úr þeim…
Þetta er undirskrift