Ertu innanhúsarkitekt? Fyrir ekki svo löngu síðan þá þoldi ég fátt minna en Xbox, svarta hlunkinn frá Microsoft en mér þótti þó alltaf nokkrir leikir í hana nokkuð áhugaverðir. Ég bölvaði henni í gríð og erg og sagði að ég mundi aldrei eignast þetta ferlíki og ætlaði heldur betur að standa við það. Ég las ýmsar fréttatilkynningar, greinar og stuff á forums um Box of death sem einfaldlega pirraði mig og fékk mig til að þola The nemesis of Hulk enn minna. Ég ætla aðeins að segja ykkur frá litlum atburð sem leiddi til þess að ég þurfi líklega að búa til pláss í litlu sjónvarpshillunni minni fyrr en ég bjóst við…

Eins og ég sagði þá hafði ég alltaf, og hef í raun enn, haft mikla óbeit á Xbox (aðallega Microsoft sjálfu) fyrir það eitt að vera intruder inn í þennan litla virtual heim minn. Í mínum huga átti þetta alltaf að vera Nintendo, Sony og Sega. Nothing else, nothing more. En svo ákvað Bill Gates að gerast enn ríkari og setja á markað þetta líka furðulega ferlíki, silfrað, standandi X! Ég fékk gæsahúð og ég fékk hroll niður í nára þegar ég heyrði að hún ætti að vera með hörðum disk. Ég sá ýmsar lítil fréttaskot um “innrás Bill Gate$ inn í leikjatölvumarkaðinn” og alltaf fékk ég þessa tilfinningu að þetta ætti eftir að verða til þess að leikjatölvumarkaðurinn verði með PC yfirbragð. Hard-drive, online og þesskonar PC-afbrigði. Þannig séð var það rétt. Xbox með öll sín tæki og tól eins og Batman í drag, PS2 með hard-disk og online stuff, GameCube að sækja á online markað. En útlit tölvunnar breyttist svo úr þessu krómaða X yfir í svartan hlunk með stóru X yfir og grænu Xbox logo í miðjunni… eðlilegra.

Þannig gekk þetta hjá mér í marga mánaði og alltaf varð óþol mitt á Microsoft/Xbox meira og meira og ekki fannst mér það bæta álit mitt á tölvunni þegar ég prófaði hana í fyrsta skipti. Prófaði ég þá Halo smá og fannst mér controllerinn líkjast mest ofristaðri samloku og var hann svipaður í feeling svona í fyrstu tilraun en hann var þó aðeins búinn að venjast í seinna skiptið, en samt var óþol mitt á þessum svarta djöful alveg ótrúlegt. Ég þurfti ekki annað en að horfa á hana til að fá þennan hroll niður í nára aftur og aftur og ekki fannst mér stærðin á öllu saman bæta það. Og þar að auki að hugsa til þess að sá sem ropaði þessu ferlíki upp úr sér væri að beita sínum kolkrabbaörmum til að næla í hvern framleiðandann á eftir öðrum, það pirraði mig eins og allt hitt.

Þangað til ég fékk endanlega nóg af þessu. Microsoft keyptu eitt af mínum uppáhalds framleiðendum, RareWare. Orðrómur hafði verið á kreiki um sannleika þess að MS væru að reyna að krækja í Rare en heftibyssan þeirra var víst öflug og hvert heftið á fætur öðru settist í þennan orðróm sem gerði hann líklegri og enn líklegri. Þar til einn daginn að það var tilkynnt. “Rare hefur verið heftað við sófann hans Bill Gates. Fá fæðu í gegnum rör”. Ég reif í kolluna á mér og nánast gargaði af pirring. Billi hafði nælt sér í gullmola sem reyndar var að breytast í brons en jæja, góðir guttar í Rare, þó gamla liðið sé farið annað. En síðan fór ég að átta mig á því að þetta skipti ekki miklu máli. Rare væru ekki þeir sömu og áður, margir farnir annað með sínar hugmyndir og ný fyrirtæki sprottin uppúr því. En þá fattaði ég aftur að þetta var ekkert voðalega sniðugt! Perfect Dark, Conker og Kameo verða núna Xbox exclusive! NEI! Ég losaði um reiðina og át Microsoft merki sem ég fann í einhverju blaði. Bölvaði ég þeim í gríð og erg þegar ég sá hvernig Joanna Dark leit núna út og ég skallaði borðið… Ég hafði séð hvernig Rare hafði tekist að skemma Joanna Dark og Banjo var orðinn næsti Yogi the Bear en Kameo virðist vera nokkurn vegin sú sama og einnig Conker.

Núna á sunnudagskvöld var ég að hangsa á netinu, as usual og sá þar nokkra korka á GameSpot forums þar sem fólk var að rífast um hver væri sú besta. GameCube, PlayStation 2 eða Black Devil. Margir voru á því máli að PS2 væri sú besta því hún selst mest og með mesta leikjaúrvalið. En aðrir sögðu að GameCube væri best fyrir alla klassísku titlana. Enn aðrir sögðu að Xbox væri best fyrir allt online stöffið (Xbox Live), fullt af leikjum og svo auðvitað pizzavélin sem fylgir víst með í pakkanum. Hins vegar voru nokkrir sem ekki eru fanboys sem sögðu einfaldlega “own them all. you can´t lose, you get all. if there´s a game on one console you want, you get it” eða svona eiginlega þetta, summary af því sem þeir sögðu.

Svo að á mánudag fór ég að pæla hvort ég ætti VIRKILEGA að láta verða af því sem ég hafði verið að pæla í vikum saman. Að KAUPA mér þetta ferlíki og fá arkitekt til að endurskipuleggja herbergið mitt svo ég gæti nú allavega komið þessu fyrir hérna á 3/4 gólflatarins (Holy crap! 9 fermetra ferlíki!). En ég hætti að hugsa út í það því ég vildi ekki verða af því. Þar að auki átti ég ekki 27þús krónur í vasanum til að blæða fyrir þetta. En jæja, ég var svo sem ekkert að missa af miklu. Settist bara fyrir framan tölvuna, kveikti á henni og fékk mér saltpillu. Skoðaði okkar blessuðu Hugasíðu og leit á korkana. Þetta varð til þess að ég VARÐ að hringja í arkitektinn og skipa honum að taka sér blýant í hönd og krota aftan á Cheeriospakka.

Ég leit undrandi á Til sölu/Vantar korkana og eftir að hafa nuddað á mér augun og athugað lestrarhæfileikana í sjöunda sinn las ég aftur, “Xbox til sölu á 15.000!”. Ég átti ekki til orð! Enda hafði ég ekkert að segja þar sem enginn var hérna hjá mér, svo orðin voru svo sem óþörf. Ég sendi gaurnum skilaboð og SMS af tal.is og stuttu seinna hringir hann í mig. Holy mother of toe-fungus! Fyrir Xbox, Halo, Splinter Cell, Jet Set Radio Future og Sega GT þurfti ég að blæða saklausum 15þúsund krónum! Ég leit í vasana. Fann samankrumpaðan plástur og eitthvað bréfarusl sem reyndist ekki vera fimmþúsundkallar. Ringlaður leit ég í kringum mig og fór að huga að því að selja rúmið mitt. En af hverju ætti ég að selja rúmið mitt fyrir Xbox? Svo ég hringdi í múttu gömlu. “Mamma, heyrðu ég er að spá. Ertu til í að gefa mér Xbox í jólagjöf?” á móti heyrist “Xbox? Er það ekki bara drasl?” ég segi aftur “Ha… neeeei nei… ekkert svo… kostar bara 15 þús þessi” og að lokum sannfærðist sú gamla og ákvað að láta mig fá 15þús kall til að ég gæti keypt gripinn.

Ég fékk þó efasemdir og fór á IRCið (#console.is) og fékk álit nokkurra vel valinna, viðstaddra vina. Allir voru þeir á því að þetta væri góður díll, enda 15þús kall fyrir Fraktskip og 4 leiki ekkert smá góður díll. Ég hugsaði mig um í c.a 2 mínútur áður en ég ákvað mig. Já okei ég kaupi hana, eða nei mamma gefur mér hana þó ég “kaupi” hana. Okei þá var það ákveðið. Ég ákvað að hún skyldi fá staðsetningu hægra megin á sjónvarpshillunni, og kæmi í stað DVD myndanna og PS2 leikjanna þar. Ókei allt tilbúið og klárt og nú var það bara að bíða og bíða enn meira… og alltaf komu upp efasemdaenglarnir mínir sem hvísluðu að mér “Ekki falla fyrir freistingum Djöfulsins” en þó kom litli púkinn með gaffalinn og rak englana á hol og hvíslaði að mér “Jújú… það er ekkert að þessu. Flott í safnið..hehe” þannig að ég var alltaf að hætta við en hætta svo við að hætta við, þ.e á þeirri skoðun að kaupa stöffið.

Svo skemmtilega vildi til að sá sem ætlaði að selja mér tölvuna býr á Selfossi og ég var að fara á Selfoss um kvöldið þannig að það er spurning hvort að Bill Gate$ vinni in a mysterious ways. Hann hringdi í mig til að fá staðfestingu á því að ég ætlaði að kaupa hana því ég hafði beðið hann að taka hana frá, ég játaði því að ég ætlaði að taka þetta enda kostaboð. Ég sagðist mæta á Selfoss um áttaleitið eða uppúr því. Konan var í prófi og vissi ég alveg að hún yrði ekkert voðalega sátt, enda er hún yfirleitt ekki sátt á svip þegar ég vill fara í einhverja af tölvunum, en ég sagði henni það og fékk svipinn. Oh well, tíminn leið og loks var konan búin í vinnunni og stefnan var tekin á Selfoss og vorum við komin þangað um hálf níu um kvöldið. Eftir mjög stutta leit fann ég húsið hans og inni beið svartur kassi með grænum hring og X á. It was about to me mine…

Ég tók upp hlunkinn og mér að óvörum var hún þyngri en ég hélt. Brandararnir um týndu börnin í Ameríku sem í raun voru bara undir Xbox eftir að það hafi hrunið á gólfið voru þá sannir. En hvernig fer svona ferlíki að því að hrynja á gólfið? Þvílíkt ferlíki! Ég burðaðist með hana að dyrunum og við ræddum aðeins um gömlu tölvurnar og snilli Nintendo 64 og Super Nintendo og við vorum einnig sammála því að eftir 1 ár verður GameCube sterk, þegar leikjaúrvalið verður mikilfenglegra og dýpra. Hann var einnig góður í sér og sagði að ég gæti hringt í hann ef tölvan virkaði og fannst mér gott að vita af því, því að kaupa gallagrip og geta ekki skilað og fengið endurgreitt er meira en lítið pirrandi. Ég þakkaði honum fyrir og dreif mig út í bíl en tók líka eftir því að þegar ég lagði tölvuna í fangið á konunni þá kom “úff” svipurinn og bíllinn seig niður ;) Ég dreif mig heim og vildi ólmur fá að prófa en fékk það ekki, varð að bíða næsta dags. Ég reif upp kassann og skoðaði allt betur. Tók mér stýripinnann í hönd og rifjaði upp hversu mun betri GameCube pinninn er. Ferlíkið fyllti upp í kassann nánast. Ég skoðaði leikina og var þar efstur Halo og Splinter Cell fyrir neðan hann. Mér til mikillar gremju var ekkert cover á Splinter Cell heldur bara lítill límmiði innan undir plastinu með SC coverinu á en til að koma límmiðanum þangað höfðu þeir sem pökkuðu þessu skorið á plastið á hliðinni á hulstrinu og er hulstrið í raun ónýtt. Ég get ekki búið til mitt eigið Splinter Cell cover svona upp á djókið því plastið er ónýtt. Kannski að ég setji bara límband yfir skurðinn. Dónaskapur er þetta samt! Því næst reif ég tölvuna sjálfa úr plastinu og skoðaði. Nokkuð nett í útliti, flottari en PS2 að mínu mati hugsaði ég, enda hefur mér alltaf fundist PS2 vera frekar ófríð. En þó er GameCube þó mun ofar í mínum huga fyrir netta og snyrtilega hönnun.

Þriðjudagurinn kom og leið hægt, hvenær fengi ég að prófa!? Ekkert virtist stefna í að ég fengi að grípa í tækið og fá að tengja við sjónvarpið. Við vorum heima hjá systur konunnar og mér fannst þetta ekkert líða en mér var svo sem sama. Æsingurinn við að prófa var ekki nærri jafn mikill og þegar ég fékk GameCube þann 3. maí. En svo kom sólarljósið (nei Mario Sunshine var heima), konan bað mig að skutlast heim til hennar og sækja svolítið fyrir sig og í staðinn fengi ég að prófa tölvuna. JEY! Ég dreif mig af stað og tók frænda hennar með mér því hann vildi fá að sjá tölvuna. Þegar heim var komið þá sýndi ég honum gripinn og hann tók stýripinnann sér í hönd og mér til mikillar furðu þá náði hann engan vegin gripi á ferlíkinu en samt er hann 10 ára og ekkert með neinar pjátuhendur. En jæja við drifum okkur aftur til baka og komum því til konunnar sem hún bað um…

Dagurinn leið og ekkert gerðist í Xbox málum. Við fórum í Nóatún á Selfossi, ég og konan á bíl vinar míns sem ég er með í “pössun” og systir hennar og börnin hennar þrjú í jeppanum hennar. Ég vildi fá að bíða því mér leið eitthvað illa í bakinu og hnjánum. Eftir stutta stund kemur frændi hennar hlaupandi og segir að við megum fara heim og prófa tölvuna, svo ég skellti í gír og dreif mig heim. Tengdum við tölvuna á mettíma og ég skoðaði menu interface í tölvunni og kom það mér skemmtilega á óvart. Kíkti á Music stöffið og sá þar að fyrrum eigandi hafði sett sína tónlist í tölvuna og hlustaði aðeins á til að checka á sándinu í tölvunni og reyndist það mjög vel, ég var sáttur. Svo skelltum við Halo í. Til að byrja með fannst mér grafíkin ekkert neitt voðalega merkileg en hún var heldur ekkert slæm. Fannst hún bara normal miðað við next-gen tölvu. En textures á veggjum, metallic reflection og umhverfið var allt mjög vel gert og vandað en óvinir (Covenants) eru ekkert til að hrópa húrra fyrir hvað varðar útlit. En já ég spilaði Halo aðeins og verð ég að segja að hann er góður.

Því næst skelltum við Sega GT í og tók ég bara stutt single race á Skyline, light tuned og var það nokkuð nett. Bílarnir höndla nokkuð rétt en útlit leiksins er langt, nei afsakið, laaaangt frá t.d Gran Turismo 3 í PS2. Eftir það prófaði ég Splinter Cell og reyndist hann ágætur svona til að byrja með. Reyndar fékk ég alveg rosalegan sítrónusvip þegar ég sá cut-scenes í honum. Hef ekki séð ljótari cut-scenes síðan á tímum N64 og PSX. En mér finnst leikurinn mjög skemmtilegur. Allavega fannst mér upphafsmínúturnar í honum skemmtilegri en upphafsmínúturnar í Metal Gear Solid 2: Sons of liberty, en ég hef ekki spilað þá báða mjög mikið svo ekki taka þessu sem final verdict. Þó eru hreyfingarnar, aðallega stökkin hjá Sam Fisher frekar klunnaleg og ónákvæm fannst mér. Ég tók mér smá pásu frá Djöflinum þegar konan kom en eftir stutta sannfæringamínútu fór ég í Jet Set Radio Future sem er ágætur, ég er ekki mikið fyrir svona línuskauta eða graffiti stöff en ágætis skemmtun og allt það. Ég var aðallega að horfa og fíla mig inní cel-shaded grafíkina því Zelda er innan seilingar. JSRF er mjög flottur. Umhverfið mjög lifandi og það er nokkuð ljóst að það er hægt að gera leiki mun líflegri með cel-shaded grafík heldur en t.d realistic. Ég er allavega á því.

Í gær kom svo stærsta og lengsta gameplay sessionið í hlunknum. Ég fékk leyfi hjá konunni til að vera niðri í kjallara þar sem herbergið hennar er og minni stofan, þar sem sjónvarpið er, því uppi var mér svo heitt. Leið eitthvað einkennilega því sama hversu kalt var, þá var mér alltaf heitt. En allavega ég setti Halo í og spilaði hann nokkuð mikið. Komst að ég held nokkuð langt áfram og fannst hann flottur þó ég segi ekki meira. Eitt sem mér finnst þó leiðinlegt við þennan leik er hversu repeative hann er. Umhverfið er oft svo líkt að manni finnst maður oft hafa farið þarna áður, þá sérstaklega innandyra. Allt virkar mjög svipað. En nóg um það, leikurinn er fínn. Stuttu seinna kom bróðir hennar heim úr vinnunni og við helltum okkur meira í Halo og skiptumst á að gera. Við kynntumst t.d skriðdreka nokkrum og einhverskonar Covenant fly-pod en flottasti kaflin so far finnst mér vera ísumhverfið. Frosnu árnar og svellin hér og þar eru mjög flott, sérstaklega endurspeglunin í þessu öllu. Sama á við um sjóinn, flott gert.

Ég verð þó aðeins að kvarta undan þessum stýripinna. Hann fellur svo sem vel í mína lófa en ég á rosalega erfitt með að finna suma taka þegar ég horfi á skjáinn. T.d finnst mér rosalega pirrandi þegar ég vil dúndra byssuskeftinu í vondu guttana þá á ég það til að ýta á t.d gula takkann eða eitthvað. Og þegar ég vil ýta á illa staðsettu takkana (hvíta og svarta) þá ýti ég oft á gula eða B. Pirrar mig en ég fæ mér einhvern tíman Controller S. I´ve got to því þetta var að skemma mikið fyrir mér í hita skothríðarinnar í Halo. Pirrandi að ætla t.d að kveikja á vasaljósinu en þess í stað að skipta um byssu eða jafnvel ýta á svarta takkann. Þessu bölvaði ég í gríð og erg til að byrja með en það vandist smátt og smátt. Einnig átti ég voðalega erfitt með að stjórna Master Chief til að byrja með. Var alltaf að líta vitlaust og gera einhverjar hundakúnstir þegar ég þurfti í raun bara að skjóta einn lítinn vitleysing sem gargaði “They´re gonna kill us all”. Funny lil´ twat that.

Um klukkan hálf tíu var svo ákveðið að halda heim á leið og ég pakkaði ferlíkinu saman og setti í gáminn (kassann afsakið). Ég byrjaði klukkan 21:32 að vefja snúrunni um stýripinnan um 21:39 lauk því, þvílík lengd á þessu. Ég lokaði kassanum og fór með tölvuna upp og þegar ég hafði kvatt tengdó þá fórum við út í bíl og fjöðrunarbúnaðurinn fékk að finna fyrir því aftur að Xbox væri mætt á svæðið. Þegar heim var komið sýndi ég múttu gömlu hvað hún hefði nú gefið mér og hún byrjaði nú á því að hóta að pakka þessu inn, skömm er það! Mig langar helst að tengja hana við imbann og endurskipuleggja herbergið svo hún komist hérna fyrir. Nú þarf ég bara að ákveða hvort ég vilji fá hana 24. desember eða tengja hana við imbann og í raun fá ekki neitt í jólagjöf. Það er bara eitthvað sem ég þarf að gera upp við sjálfan mig en ég hef svo sem nægan tíma… svo á ég líka GameCube og hún er mér mikilvægari en Xbox. En þar sem ég nota ekki PS2 þá gæti ég svo sem alveg tengt þetta ferlíki við imbann þó svo að PS2 þurfi ekki að víkja. Ég þarf bara ekki að velja á milli GC, PS2 eða Xbox :D

Ég verð þó alltaf Nintendo vitleysingur í mér en ég ætla mér bara að eiga allar tölvurnar og njóta þess besta sem þær hafa upp á að bjóða, svo að ég þarf ekki að pirrast út í Xbox ef góður leikur kemur í hana. Þá fæ ég mér hann bara. Nintendo er mín tegund leikjatölva og mun alltaf vera en Xbox er að koma mér skemmtilega á óvart en ég vil taka það fram að GameCube er í fyrsta sæti, svo set ég Xbox og PS2 svona jafnar í annað sætið ;) Nú þarf ég bara að ákveða. Jólagjöf eða leika mér í Xbox strax. Which to choose?

Hvað er aftur síminn hjá arkitektinum…
Þetta er undirskrift