Mig langaði til að skrifa grein og ákvað bara að fjalla um Virtual Boy. Því miður
var þessi tölva mesta “flop” í sögu Nintendo.
Árið 1994 fór orðrómur af stað um að Nintendo væru að þróa sýndarveruleika. Það var
Gunpei Yokoi sem hafði, með hjálp Reflection studios, verið að þróa Virtual boy í
tvö ár. Talað var um hvernig þessi tölva myndi gjörbreyta tölvu markaðnum.
Spenningurinn var gífurlegur og hype-ið rosalegt. Allir vildu fá að vita hvað
Gunpei Yokoi hefði gert með Virtual Boy. Gunpei Yokoi er maðurinn sem hannaði
Game Boy og Game&Watch vélarnar, þannig að eftirvæntingin var mikil!
Á leikjatölvu sýningunni Shoshinkai-exhebition var tölvan fyrst til sýnis. En gestirnir
voru alls ekki ánægðir. Þeim fannst Virtual Boy (héðanaf VB) aðeins vera léleg
tilraun til að draga athygli frá leikjatölvum Sony og Sega. En fólk var í óvissu.
Þetta var frá Nintendo, virtasta tölvuleikja-fyrirtæki í heiminum, gátu leikirnir
verið svo slæmir? Það cersta við leikina var að það var ekkert byltingarkennt, og
þeir voru allir rauðir! Það átti víst að gefa þeim betra þrívíddar útlit.
Fjórum mánuðum seinna komu nýjir og betri leikir á sjónarsviðið; Mario Clash, TeleroBoxing
og Galactic pinball. Þessir leikir voru frekar góðir og umtalið um VB óx. Kannski
átti VB ekki eftir að vera svo mikil mistök (“flop”).
21. júlí, 1995, var VB settur á markað í Japanog mánuði seinna í Bandaríkjunum.
Nintendo trúðu því að þetta myndi seljast mjög vel (þeir bjuggust við 3 milljónum
eintaka) vegna þess að VB hafði enga samkeppni. Þeim skjátlaðist hrapallega!
Í Japan seldist vélin illa og féll tölvan fljótt í verði. Nintendo gerði ráð
fyrir að selja 250.000 eintök en seldi síðan undir 50.000!
Eitt vandamálið var það, að foreldrar héldu að það skaðaði augun í börnum undir
7 ára aldri. Í Bandaríkjunum seldist vélin varla, og kom aldrei út í Evrópu. Fólk
keypti Playstation og Saturn frekar, jafnvel þó að það væritvisvar sinnum dýrara!
Á Shoshinkai '95 viðurkenndi Nintendo að vélin hafði selst verr en þeir höfðu
reiknað með, en þeir hefðu ekki misst alla trú á tölvunni. Fleiri leikir sem
nýttu betur tækni VB voru settir á markað, ne það stoðaði lítið. Fólk hafði
engan áhuga á að kaupa VB. Nintendo urðu að sætta sig við það að VB var flop.