XBOX Live leikjaþjónustan Nú þegar XBOX Live fer bráðum að koma til Evrópu (Prófanir eru nú þegar hafnar í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi) datt mér í hug að gefa fólki hugmynd um hvernig þetta kerfi mun virka.

XBOX Live er netspilunarkerfi Microsoft fyrir XBOX leikjatölvuna. Í gegnum hana geturðu spilað leiki við fólk allstaðar að úr heiminum, jafnvel talað við það. Einnig verður hægt að niðurhlaða aukaefni fyrir suma leiki í gegnum þjónustuna sem mun sennilega auka líftíma þeirra að einhverju leyti, þó gegn gjaldi.

Þjónustan notast einungis við háhraðatengingar, og því nægir ekkert minna en DSL eða breiðbandstenging. Síðan nægir bara að fjárfesta í XBOX Live pakka, setja upp kerfið, skrá sig inn með kreditkorti og þá ertu svo gott sem tengdur. Hægt verður að skrá sig inn undir sérstöku notendanafni (Gamertag) sem þú munt síðan nota allstaðar í Live kerfinu, hvar sem þú ert. Ekki nóg með það, heldur er auðvelt að þagga niður í fólki sem þér finnst vera að rífa of mikinn kjaft eða að vera með dónaskap með einum takka.

Svo eru það auðvitað leikirnir, en ég mun bara nefna þá nokkru helstu sem verða spilanlegir í gegnum XBOX Live:

<b><a href="http://www.xbox.com/mechassault/“>MechAssault</ a></b>
MechAssault er byggður á BattleMech heiminum, en aðrir leikir sem eru einnig byggðir á honum eru MechWarrior leikirnir og MechCommander. Herdeildir framtíðarinnar berjast með gangandi tortímingarvélum: BatteMechs, sem geta jafnað heilu borgirnar við jörðu á örstundu.

<b><a href=”http://www.xbox.com/unrealchampionship/“>Unreal Championship</a></b>
Í raun er Unreal Championship bara XBOX útgáfa af Unreal Tournament 2003, endurbætt með öðrum persónum og borðum. Þetta er hreinræktaður skotleikur með keppnisleikjum eins og Capture the Flag, Domination 2.0 og Bombing Run.

<b><a href=”http://www.xbox.com/whacked/“>Whacked!</a></b>
Whacked! er fjölspilunarleikur sem gengur einfaldlega út á að eyða andstæðingunum með alls kyns vopnum og dóti. Keppendurnir berjast á ótal svæðum fyrir alveg ótrúleg verðlaun.

<b><a href=”http://www.xbox.com/midtownmadness3“>Midtown Madness 3</a></b>
Midtown Madness 3 er þriðji leikurinn í hinni vinsælu Midtown Madness seríu. Í þetta skipti verður hægt að keyra um götur Parísarborgar og Washington D.C.

<b><a href=”http://www.xbox.com/capcomvssnk/“>Capcom VS SNK 2 Online</a></b>
Bardagaleikur þar sem helstu persónur Capcom og SNK er fleygt í eina hrúgu og látnar berjast. Fyrir þá sem kunna ennþá að meta ”old-skool“ leiki.

<b><a href=”http://www.xbox.com/motogp/“>MotoGP</a></b>
Í MotoGP geturðu keyrt mótorhjól á tíu brautum byggðum á raunverulegum stöðum. Hægt er að bæta upp keppendurna með stigum og auka hæfileika þeirra eftir því sem líður á leikinn.

Eins og ég nefndi hér áður mun líka vera hægt að ná í aukaefni fyrir sérvalda leiki. Eftirtaldir leikir styðja þessa þjónustu:

<b><a href=”http://www.xbox.com/tomclancysplintercell/“>Tom Clancy’s Splinter Cell</a></b>
<b><a href=”http://www.xbox.com/toejamearl3/“>Toejam & Earl 3</a></b>
<b><a href=”http://www.xbox.com/mxsuperfly/“>MX SuperFly</a></b>

XBOX Live þjónustan mun hefjast í Evrópu í mars, en þá er einmitt 1. árs afmæli XBOX í Evrópu.

-RF


Heimildir og aðrir tenglar:
<a href=”http://www.xbox.com/live“>Bandarísk heimasíða XBOX Live</a>
<a href=”http://xbox.ign.com“>xbox.ign.com</a>
<a href=”http://www.teamxbox.com">Team XBOX</a