Animal Crossing [GCN] Animal Crossing titlast heldur sérstakur leikur skapaður af Takashi Tezuka (hægri hönd eins aðal leikjahönnuðar <a href="http://www.nintendo.com“>Nintendo</a>, Shigeru Miyamoto). Leikurinn er auðvitað fyrir GameCube leikjatölvuna og er nokkurskonar blanda af <a href=”http://www.hmfarm.com/“>Harvest Moon</a> og <a href=”http://thesims.ea.com/“>The Sims</a>. Með dýrum.

Ég hef ekki spilað leikinn (því miður) en ég ætla að skrifa um það sem ég hef lesið um hann á hinum ýmsu vefsíðum og verður það að teljast ágætis slatti.

Animal Crossing titlast Animal Forest+ í japan og er eiginlega beint ”port“ af Animal Forest fyrir Nintendo 64 (japan only) sem var settur á markað í December 2001 ef ég skil þetta rétt. Þrátt fyrir þetta selst Animal Forest+ eins og heitar lummur. Animal Crossing var settur á markað í BNA September 2002 og rauk gjörsamlega úr hillunum leikjaverslana og fékk gríðarlega góðar móttökur leikjagagnrýnenda (t.d. 9/10 á <a href=”http://www.ign.com“>IGN.com</a>). Þetta er kannski svoldið flókið, en í stuttu máli er þetta alveg nýr leikur í bandaríkjunum og evrópu.

Spilun Animal Crossing er samkvæmt öllum heimildum svakalega ávanabindandi og lýsir sér nokkurnvegin svona:

Þú ert sæt mannvera sem flytur í sætann bæ þar sem að íbúarnir eru sæt dýr. Þú kemur í bæinn með lest og þér á móti tekur sætur hundur spilandi á gítar sem heitir Totakeke. Þú ert allslaus og atvinnulaus en (þú) skalt ekki hafa áhyggjur því að stuttu eftir að þú kemur nálgast þig þvottabjörn að nafni Tanuki og býðst til að lána þér fé fyrir litlu húsi (sem síðar meir getur orðið stórt).

Þegar þú ert kominn inn í bæinn getur þú farið að taka þátt í þessu indæla samfélagi. Þvottabjörninn gefur þér færi á að gera einhver verk fyrir hann til að borga upp greiðsluna en þau verk ein, eru ekki nóg og þú getur gert verkefni fyrir hin dýrin gegn pening, veitt fisk, ræktað ávexti, tekið þátt í bæjarhátíðum og keppnum eins og fjarsjóðsleit. Sumir hlutir í Animal Life væru kannski ekkert skemmtilegir í hinu venjulega lífi (real life) en þeir eru það vissulega í leiknum og ef þér finnst ekki gaman að gera eitthvað í leiknum þá þarftu bara ekkert að gera það. Langar þig t.d. ekkert að veiða? Allt í lagi, seldu stöngina einhverjum þorpsbúanum.. eða betra, seldu hana öðrum lifandi spilara. Þessi leikur snýst um samskipti, þú getur átt samskipti við næstum hvern einasta íbúa bæjarins og verið annaðhvort vinur þeirra eða óvinur. Lemdu eitthvað dýr með veiðistöng og bráðum fer það að hata þig og segja öllum frá því, eða vertu góður og bráðum verður þú gaurinn allir elska.

En Þú ert kannski að velta fyrir þér afhverju ég sagði ”seldu hana öðrum lifandi spilara“? Já, Animal Crossing styður nokkurskonar fjölspilun þó getur aðeins einn spilari spilað í einu. Svoldið furðulegt, ekki satt? Þetta lýsir sér þannig að allt að fjórar persónur stjórnað af lifandi spilurum (eða einum spilara ef þú ert vinalaus einbúi) geta lifað í þorpinu. Tökum sem dæmi:

Þú kaupir leikinn á föstudag og spilar hann á fullu. Á mánudag ferðu í skólann en eldri bróðir þinn er atvinnulaus ræfill og ekki í skóla. Hann ákveður að stelast í þennan nýja leik þinn og skapar sér persónu, flytur inn í bæinn og byrjar að spila hann af krafti. Eftir að þú kemur heim úr skólanum spenntur til að halda áfram ferðu í Animal Crossing og heldur áfram frá því sem þú varst síðast. Þú röltir frá heimili þínu að pósthúsinu og færð þar þér til undrunar, bréf. Bréf frá öðrum íbúa bæjarinns og þessi íbúi ber nafn bróðir þinns?! Þú lest bréfið og í því stendur ”Hæ Gaui, frábær leikur sem þú varst að fá þér. Stalst í hann eins og þú sérð >;). Sjáumst !“ Þú getur skoðað húsið hjá bróðir þínum, sent honum bréf, skrifað skilaboð til hans á skilaboðatöflu bæjarins (bulletin board) og jafnvel falið fjarsjóði fyrir honum og gefið þeim svo vísbendingar. Ekki er bara hægt að gera fallega hluti við aðra spilara, enda væri það nokkuð leiðinlegt. Nei, ef þér er illa við einhvern annan spilara t.d. því að hann er með flottara hús og/eða skordýrasafn en þú, þá er ekkert annað að gera en láta hann finna fyrir því og að setja fyrir hann gildru.

Þetta er aðeins lítið dæmi af fjölspilunarmöguleikum Animal Crossing, eins og áður var skrifað geta allt að fjórar (lifandi) persónur búið í bænum með þér, en ef þú átt kannski tvo minniskubba þá geta fjórir í viðbót búið á hinum kubbnum í sínum eigin bæ. Þetta býður upp á ótrúlega möguleika. Hver bær hefur sína séreignleika. T.d. hefur hver bær sinn aðalávöxt, sem er til í miklu magni þar, en kannski mjög sjaldgæfur í öðrum bæjum, Þá væri sniðugt að kíkja í heimsókn yfir í hinn bæinn með því að setja hitt minniskortið í GameCube og ná sér t.d. í nokkrar perur. Síðan ferðu yfir í þinn bæ aftur eftir viðburðaríka heimsókn, byrjar þá að rækta perurnar í garðinum þínum og þegar þær eru orðanar fullvaxta þá er um að gera að selja þær dýrum dómum vegna þess hversu fágætur hann er þar. Auðvitað getur þú líka átt samskipti við alla íbúana í hinum bænum, t.d. gefið þeim gjafir. Ef íbúunum lýst vel á þig þá geta þeir hugsanlega flutt í þinn bæ!!. Ótrúlegt en satt. Þetta virðist eins og nettengdur leikur en svo er ekki, leyndarmálið ræðst í innbyggðu klukku GameCube.

Talandi um klukkuna, þá keyrir tíminn í leiknum nákvæmlega eftir rauntíma. Ef klukkan í GameCube er stillt rétt þá er kvöld í leiknum þegar það er kvöld hjá þér í þínu alvöru lífi, sumar á sumrin og vetur á veturnar (hlakka til að búa til snjókarla, í mínu lífi og í leiknum) þannig heldur þetta áfram. Á jólum (real life) eru t.d.jól í bænum og eins er það með allar hátíðir. Farðu í leikinn seint að nóttu og flestir liggja fast við svefn, en þó er hugsanlegt að einhverjir séu að bralla eitthvað svona seint. Þessi leikur er fullur af skemmtilegum smáatriðum t.d. ef þú spilar ekki leikinn í langan tíma (like that will ever happen :) þá fyllist húsið þitt af rottum og kakkalökkum. Þetta tímakerfi býður upp á endalausa möguleika til endurspilunar og heldur þér við leikinn. Nefna má að ef þú segir einhverjum íbúa afmælisdag þinn, þá máttu búast við afmælisgjöf á afmælisdaginn.

En nóg um tímann. Þegar þú ert kominn eitthvað áfram í leiknum og búinn að greiða þvottabirninum skuldina þá villtu örugglega fara að lifa stærra en í litla húsinu sem þú átt. Þú ert kannski byrjaður að rækta dágóðann slurg að ávöxtum í garðinum hjá þér og farinn að selja þá. Þú safnar þér pening og kaupir stækkun á húsinu, t.d. aðra hæð. Kannski villtu líka skreyta aðeins og hafa smá skemmtun, keyptu þér sjónvarp, píanó, útvarp og kannski geislaspilara. Ef þú nennir ekki að safna, þá getur þú tekið áhættu og stolið einhverjum leiðinlegum nágrannanum. Villtu ekki fara á braut glæpa? Allt í lagi, þá getur þú bara farið á ruslahauga bæjarins og leitað af drasli. Kannski að þú finnir eitthvað dýrmætt ef þú ert heppinn.

Talandi um heppni. Animal Crossing styðst við austurlensku hjátrúna Feng-shui að nokkru leiti. T.d. getur heppni þín ráðist af því hvernig þú raðar húsgögnum þínum upp í húsinu þínu. Meira um húsið, því er gefið einkun eftir því hve fallega skreytt það er. Spilandi hefur möguleika á að hanna veggfóður, skilti og jafnvel föt með því að nota innbygðu hönnunartólin í leiknum.
Langar þér að verða þekktur meðlimur í samfélaginu? Þá skalltu til dæmis veiða skordýr og gefa þau til bæjarsanfnsins. Ef skordýrið eða hvað sem þú gefur safninu er eitthvað sjaldgjæft og/eða merkilegt þá mátt þú búast við því hangandi uppi á vegg á safninu með þínu nafni undir.

Jæja, nú er ég búinn að skrifa dágóðan slurg og þið æstur múgurinn ættuð að vera enn æstari eftir að hafa lesið um þennan augljóslega frábæra leik, jafnvel í drápshug !
En kostir leiksins eru sko aldeilis ekki allir upptaldir. Nei, það eru ótal, ótal áhugaverðir kostir og möguleikar sem eiga eftir að koma í ljós.

Þar má nefna möguleika fyrir persónu þína til að kaupa sér gömlu góðu NES (Nintendo Entertainment System, gamli grái kassinn sem allir ættu að þekkja), safna að sér leikjum fyrir hana og spila þá í rauntíma. Já, þú last rétt, þú getur spilað gamla NES leiki í Animal Crossing. Leikirnir sem hægt er að spila ættu allir að þekkja úr æsku sinni (amk geri ég það, enda spilaði ég þá flesta) og eru þeir með fleirum, eftirfarandi.

- <a href=”http://www.planetnintendo.com/nindb/nes/boxart/d onkeykong-e.jpg“>Donkey Kong</a>
Algjörlega klassískur (eins og allir leikirnir). Leikurinn þar sem aðalfígúra Nintendo, Mario kom fyrst á sjónarsviðið í. Leikurinn kom upphaflega á spilakassa og má geta þess að Mario var þekktur sem Jumpman fyrst þegar hann kom í spilakassann í Japan. Verkefni hans var að ferðast upp hæðir á stórri byggingu og forðast m.a. fallandi tunnur til að bjarga unnustu sinni frá apanum Donkey Kong (hugmynd augljóslega fengin úr kvikmyndinni frá Universal, King Kong). Hannaður af hönnunardeild Nintendo, R&D1.

- <a href=”http://www.planetnintendo.com/nindb/nes/boxart/d onkeykongjrmath-e.jpg“>Donkey Kong Jr Math</a>
Þessi leikur var hannaður frá kröfu neytenda um að tölvuleikir væru ekki nógu fræðandi fyrir spilendur. Leikurinn umvefur nokkrar Donkey Kong Jr (sem er leikur bygður á svipaðri spilun og Donkey Kong) fígúrur í miserfið stærðfræði dæmi. Hannaður af hönnunardeild Nintendo, R&D1.
- <a href=”http://www.planetnintendo.com/nindb/nes/boxart/d onkeykong3-e.jpg“>Donkey Kong 3</a>
Í Donkey Kong 3 spilar þú litla meindýraeyðirinn Stanley (Stanley the bugman) sem er að vernda plönturnar sínar fyrir pöddum sem koma vegna Donkey Kong sem hengur í miðju skjásins. Verkefni þitt er að skjóta Donkey Kong með skordýraeitri þangað til að hann klifrar burt. Þú tapar ef hann dettur niður, ef skordýr ræðst á þig og ef öllum plöntunum þínum er stolið. Hannaður af hönnunardeild Nintendo, R&D1.
- <a href=”http://www.planetnintendo.com/nindb/nes/boxart/i ceclimber-e.jpg“>Ice Climber</a>
Ice Climber segir frá ævintýrum Popo og Nana sem klifra hvert fjallið af öðru, vopnuð hamri og ótrúlegum stökk hæfileikum í leit sinni af grænmeti sem stolið var af hinum mikla rauða Condor. Hannaður af hönnunardeild Nintendo, R&D1.
Þetta eru nokkrir af leikjunum og er hugsanlegt að hægt verði að aflæsa leikjum eins og Zelda. Einnig verður hægt að færa NES leikina úr Animal Crossing í GBA tölvu ef þú átt eina. Endalaus snilld, að mínu mati.
Meira um GBA. Leikurinn hefur mikinn stuðning og nýtir sér möguleika Game Boy Advance töluvert mikið, sem er auðvitað indæll kostur fyrir þá sem eiga eða geta fengið lánaða GBA. Tengdu GBA við Game Cube vélina þína og kveiktu á. Leið og þú ert byrjaður að spila getur þú farið niður að bryggju og hitt frosk að nafni Kappei sem gefur þér kost á að fara í árabátinn hanns og sigla að lítilli eyju í fjarska, eyju sem þú getur meðal annars skýrt eftir þér. Þetta er kannski fallegt af honum en samkvæmt Cube-Europe.com (ein af síðunum sem ég sótti upplýsingar af) er ráðlegt að slá hann einusinni ef ekki tvisvar þar sem að bátsferðin er löng og hann getur farið að syngja á leiðinni. Á eyjunni getur þú t.d. sett upp fána (með þínu kennileiti örugglega) og hrist tré og fengið úr því einhvern sjaldgæfann ávöxtinn. Á eyjunni býr lítill blár fugl að nafni Michiru sem þú getur spjallað við og jafnvel haft sem hálfgert sýndargæludýr (minnir mig á svipaðan möguleika í Sonic Adventure fyrir Dreamcast). Skondið nokk, þegar fuglinn er ánægður, þá lætur hann falla til jarðar poka sem innihalda peninga, meðal annars og ef þú gefur honum ávexti sem hann hefur ekki áður smakkað, þá lætur hann falla stærri fúlgur af peningum.
GBA gefur einnig spilurum möguleika að hanna munstur og ýmislegt með því að tengja hana við Game Cube og heimsækja broddgeltina ”Abele Sisters“ í þorpinu þínu.
Ég ætla að fjalla aðeins um tónlistina og hljóðin í leiknum. Þó að hljóðgæðin séu kannski ekkert svakaleg þá eru tónsmíðin það. Tónlistin er vægast sagt síbreytileg því hún breytist á hverjum einasta klukkutíma sem líður og á hverjum einasta laugardegi syngur bæjarfígúra að nafni Totakeke einstakann söng (og spilar á gítar með) sem þú getur svo tekið upp og spilað í græjunum heima hjá þér. Því betri græjur, því betur mun það hljóma. Geta má þess að í Animal Crossing tala öll dýrins sitt eigið tungumál, Animalese. Ég vil bæta örlitlu við hérna í lokin og það er að leikurinn keyrir alltaf á 60 römmum á sekúndu og er því mjög mjúkur í keyrslu.
Ég vona að þið, æstur múgurinn, hafið notið þessarar lesningar. Ég treysti því að þið séuð orðin eins spennt fyrir þessum snilldarlega leik (augljóslega) og ég er. Þekkti greinarhöfundurinn og félagi minn <a href=”http://www.hugi.is/metall/bigboxes.php?box_type= userinfo&user=Aage“>Aage</a> er amk að farast úr spennu. <a href=”http://www.hugi.is/metall/bigboxes.php?box_type= userinfo&user=RoyalFool“>Konunglega fíflið</a> (RoyalFool) hefur einnig lýst yfir gríðarlegri spennu og get ég varla beðið eftir að heimsækja þorpið hans. Auðvitað mun ég heilla alla upp úr skónum og það endar með því að á skilti þorpsins hans mun standa ”Population 0“ (Íbúafjöldi 0), þar sem að allir munu hafa flutt yfir í mitt þorp. Sama gildir um þig Aage og hvern ykkar sem ég heimsæki ! *evil doom laugther*
Því miður er ekki er vitað útgáfudag Animal Crossing í evrópu og ekki einusinni staðfest hvort að hann komi alfarið út í evrópu. En ég og flest allir erum viss um það, þarsem að leiknum gekk svo herfilega vel í Bandaríkjunum.

<a href=”http://www.animal-crossing.com">Síða leiksins í ameríku, Animal-Crossing.com</a
Mortal men doomed to die!