Þessi leikur er einn af vanmetnustu leikjunum sem komu út fyrir Nintendo 64. Þegar maður byrjar í leiknum sér maður rosa flott myndskeið þar sem maðurinn sem þú leikur(Adam) er að flýja úr geimstöð frá árás geimvera. Hann fer þá aftur í tímann til ársins 1916 til Grikklands. Ég ætla hins vegar ekki að fara mikið út í söguþráðinn.
Verkefnin sem að maður er að vinna eru mjög fjölbreytt t.d. þarftu að slökkva eld í einum bæ, og svo er annað verkefni þar sem að þar sem að þú átt að vjarga raforkuveri frá eitthverju slími sem að sest hefur utan á það.
Grafíkin í leiknum er alveg ágæt en þó eru hreyfingar Adams svolítið skrýtnar. Hreyfingar annarra persóna t.d. óvina og fólksins í landinu eru þó ekki svona skrýtnar bara ósköp venjulegar, en gætu verið betri.
Í leiknum eru 5 borð: Grikkland - Java - USA - Rússland og síðasta borðið er á loftsteini. Löndin eru alveg ágætlega gerð en þó svolítið um að mikið líti eins út t.d. er næstum allt Grikkland með gulum sandi og grænu grasi, engin mold eða sandur, en það eyðileggur hinsvegar ekki mikið.
Í leiknum eru margar gerðir af óvinum, allir óvinirnir líta út eins og pöddur nema að það er ein tegund sem er svona vélmenni. Stundum koma stærri og sterkari skrímsli nokkurs konar foringjar sem eru kallaði harvester's, Ef að þú drepur hann ekki innan ákveðinna tímamarka breytast þeir í vélmenni sem eru MJÖG erfið og þess vegna er best að drepa þá bara strax.
Hljóðin í leiknum eru já alveg ágæt. Tónlistin er allt í lagi, hljóðin í faratækjunum og vopnunum gætu verið betri en það er hins vegar ekkert talað í leiknum, fyrir utan “AHH” þegar civilians deyja og eitthvað skerandi hljóð þegar skrímslin deyja.
Grafík 7/10
gameplay 8/10
hljóð 6/10
eiganleiki 7/10
meðaleinkun 7/10