Margir hafa verið að pæla í þessum leik og syrjast fyrir þar á meðal ég, svo ég ákvað að skrifa grein um þennan leik þar sem hann hefur fengið svo mikla athygli og mjög góða umfjöllun og á það eflaust skilið.
Alltaf þegar ég byrja að spila fps leik á leikjatölvu þá byrja ég alltaf að hugsa um hvernig goldeneye á n64 var, hvernig var stjórnunin, hvernig voru byssunar og svo framvegis.
Enda er það ekkert skrýtið því maður miðar alltaf allt við það besta. Svo virðist þessi standa sig bara mjög vel þegar honum er líkt við goldeneye og sumir vilja meina að hann sé bara þó nokkuð betri en ég þori ekkert að segja um það enda á ég ekki timesplitters2 en vonandi verður breyting þar á á allra næstunni.
Til þess að fps leikur geti verið góður þarf hann að hafa góða stjórnun. Ég tel mig hafa þó nokkuð vit fyrir því hvernig fps leikjum er best stjórnað og það tel ég vera eins og rare gerði það með goldeneye og perfect dark. Í þessum leik er þér leyft að ráða fullkomlega hvaða takki gerir hvað svo að þetta er aðalega uppi að þér komið og hvað þér finnst best en það er samt hægta að velja nokkrar uppsetningar sem taldar eru bestar. Sú sem er vinsælust og sú sem ég tel mig muna nota kallast radical B og er svona:
L= skjóta
R= miða
Y= beygja sig
X= næsta vopn
A= activate ( opna hurðir og slíkt)
B= reload
C stick= hliðaskref
Controle stick= þetta hefðbundna walking around
Og þá erum við að tala um að leikurinn sé á Gamecube og í því formi eins og ég myndi fá mér hann.
Grafík leiksinns á að vera mjög góð og þar má nefna að eldur úr flame thrower er mjög flottur ofl. En meðan grafíkin er ekki skömmustulega léleg þá er mér alveg sama.
Talandi um flame thrower þá eru mjög margar byssur í leiknum. Ef þú ert í fortíðinni ertu með fortíðar byssu og ef þú ert í framtíðinni ertu með framtíðarbyssur. Mér hefur alltaf fundist framtíðarbyssur heldur leiðinlegar með allt þetta laser kjaftæði og tel ég þetta vera galla. En góða hliðin við það er að þú ert aðeins meira í fortíð en framtíð.
Það er eitt sem ég þoli ekki og það er þegar leikir hafa hlægjilega lítið replay value og á því sviði ætti timesplitters2 ekki að valda mér vonbrigðum því hann býður upp á marga möguleika og enn fleiri til að unlocka.
Með því að leika í gegnum eitt mode gæti opnast nýtt mode, ef þú leikur í gegn um nýja modið gæti opnast nýr spilanlegur karakter og svo framvegis. Þannig að þú ættir að geta hangið í leiknum þangað til timeslitters 3 kemur og jafnvel lengur. Besides hard mode er fáranlega erfitt svo að þú átt ábyggilega aldrei eftir að klára hann fyrr en 3. leikurinn kemur.
Fyrsti timestplitters leikur átti víst að hafa verið að lang mestu leyti um multiplayer og var þá story mode mjög slappt. Free Radical virðast halda þessari multiplayer stefnu áfram en þeir hafa samt stórbætt story mode en samt kanski ekki eins og best verður á kosið. Multiplayerið er því alveg gífurleg skemmtun en það sem þú og þínir félagar getið valið á milli eru 16 borð, yfir 100! Spilanlega karakterar og 8 multiplayer mode þar á meðal nokkur mjög original sem ég hef aldrei séð áður.
Þetta er ekki búið enn því leikurinn hefur map editor sem spilendur geta leikið sér við að búa til gömul goldeneye borð eða bara sín eigin. Hver er ekki til að rifja upp góða tíma í facility, bunker eða jafnvel complex. Þess má svo að gamni geta að fyrsta borðið í leiknum er allveg eins og fyrsta borðið í Goldeney eða mjög líkt. Annars er til er síða sem sýnir alls konar borð en ég man ekkert hvað hún heitir svo þið sem hafið áhuga leitið bara.
Jæja ég gæti eflaust haldið eitthvað áfram en nenni því ekki. Munið að ég á ekki leikinn þess vegna tala ég ekki af reynslu heldur bara af staðreyndum sem ég hef lesið mér til.