Í dag er tími tækifæranna. 20. öldin var svo mikil
breyting fyrir mannkynið að lífstíll okkar allra hefur gerbreyst.
Sjónvörpin, myndbandstækin og núna síðast tölvurnar hafa gert lífið
miklu auðveldara. Í dag heyri ég gamalt fólk oft segja hversu
bágt þau höfðu það í gamla daga og hveru heppinn við erum í dag. Það
er jú gaman að vera ungur í dag. Mjög spennandi tímar eru
framundan, sérstaklega í leikjamenningunni. Það sem liggur á hugum
margra er örugglega hverskonar leiki erum við að tala um
eftir 5, 10 eða jafnvel 20 ár.

Það fyrsta sem mér dettur í hug eru sýndarveruleikar. Þá er ég ekki
að tala um ódýrt rusl eins og við þekkjum þá í dag, heldur
veruleiki sem er svo raunverulegur að hann er fullkominn spegilmynd af raunveruleikanum.
Auðvitað er þetta bara ágiskun, en þetta er ekkert svo fráleit
hugmynd.
Ímyndaðu þér að þú sért stattur í uppáhaldsleiknum þínum, sem er í
mínu tilviki Ocarina of Time. Veröldin er eins raunveruleg og
heimurinn sem við þekkjum hann í dag. Þú finnur lyktina af
grasinu á Hyrule Field, heyrir í fólkinu á markaðnum og sérð
Death Mountain í fjarskanum. Ekki löngu síðar fer að dimma
hægt og rólega, og himininn verður smátt og smátt rauðleitur.
Þú stoppar og horfir á sólina setjast handan Lake Hylia. Eftir að hún
sest hleypur þú og stekkur í vatnið, kafar og sérð fiskana
synda í kringum þig.
Allt í einu vaknarðu annarsstaðar og einhver kona segir þér að
hætta í leiknum og dregur þig í kringluna með sér. Eina sem
þú hugsar um allan daginn er að komast heim í tækið, og þig
langar bara að hverfa úr raunveruleikanum og beint inn í draumaveröldina. En þessu fylgir ákveðin hætta. Hættan er sú að verða háður tækinu.

Flestir hérna hafa örugglega séð myndina The Matrix. Í stuttu máli
fjallar myndin um vélmenni sem hafa læst mannkynið inn í
nánast fullkomnum sýndarveruleika. Sýndarveruleikinn (The Matrix) er heimurinn eins og við þekkjum hann, en alvöru heimurinn er dökkur
staður þar sem er aldrei sólskin. Á hvorum staðnum myndir þú vilja búa ? Ég hugsa að margt fólk myndi flýja veruleikann og búa frekar í gerviheiminum. En það eru afleiðingar. Fólk fær
enga næringu og deyr að lokum af völdum ofþreytu. Meira að
segja fólk í dag deyr vegna tölvuleikja. Málið verður örugglega
alvarlegra í framtíðinni enda fer neytendum tölvuleikja fjölgandi.

Nútímamaðurinn byrjar oftast að reykja vegna óánægju sem dregur fram þessa ályktun. Verða sýndarveruleikarnir sígarettur
framtíðarinnar ? Afhverju að fara í skólann þegar þú getur verið hetja dagsins ?
Einstein sagði fyrir nokkrum áratugum að honum þótti líklegast að mennirnir myndu eyða sjálfum sér. Ég styð hans kenningu frekar en
kenningu Roland Emmerich með Independence Day.

Hins vegar er ekki allt neikvætt í sambandi við þetta. Það jákvæða við tækið yrði náttúrlega að fá að kynnast hlutum sem venjulegir menn eiga ekki möguleika að fást við í dag. Ekki eiga allir eftir að ferðast til tunglsins, eða skorað sigurmark í úrlsitaleik HM.
Ekki yrði tækið bara notað í tölvuleiki, heldur líka notað við
lærdóminn. Áhugi fólks á dönsku myndi eflaust aukast ef það gæti
eytt degi í Kaupmannahöfn heima hjá sér.Einkunin myndi hækka í stærðfræði ef fólk fengi að læra hjá Pýþagoras í gömlu Aþenu.

Eftir nokkur eða mörg ár mun grafík skipta litlu sem
engu máli enda allir leikirnir mjög líkir. Army Men: Space
Missions verður kannski með textura sem jafnast á við Doom 7.
Hljóð myndi heldur ekki skipta mál, því að það verður orðið svo
tært að maður gæti heyrt í rigningunni lenda á jörðinni, ekki í heild
,heldur hvern einasta dropa.

Þá, þegar að tæknin skiptir ekki eins miklu máli munu allir sjá hverjir verða bestir í tölvuleikjasmíðinni og frumlegir leikir láta sjá sig í sama magni og áður.

Mundu að þú mátt vera hver eða hvað sem er, þitt er valið.

Takk fyri