Þetta hefur verið litríkt ár fyrir okkur sem leikjatölvuáhangendur og margt hefur gerst, gott sem slæmt. Svo við rifjum upp eitthvað af fréttum liðins árs þá t.d lentu Xbox í vetur og GameCube í vor þannig að flóð leikja varð enn meira. Stórleikir á borð við GTA:VC, Eternal Darkness og Halo komu út sem og margir aðrir stórgóðir. Hver var leikur ársins hér heima? Við urðum vitni að mörgum merkilegum sviptingum í leikjaheiminum. Microsoft kaupir Rare, Capcom kynnir 5 stóra fyrir GameCube og Sony startar netinu í USA, en Xbox Live gerði það líka núna nýlega, Metroid Prime fær stórgóða dóma í USA og svo margt margt fleira. Við höfum einnig séð margt gerast hér á klakanum, þá á ég við hér á Huga. Við fengum margar stórgóðar og vel skrifaðar greinar og einnig margar mislukkaðar og eiginlega bara leiðinlegar. Margt fór úrskeiðis og margt fór vel. Nokkrir einstaklingar stóðu sig mjög vel í greinarskrifum og skrifuðu bæði margar greinar og svokallaðar úrvalsgreinar. Við sáum einnig fullt að video updates frá einum af okkar dygga stjórnanda. En svo voru það slæmu hlutirnir, thursaskapurinn. Hver var mesti thursinn og hver var óvinsælastur? Þetta fáiði allt að velja um og meira. Sendið ykkar Votes sem svar og þetta verður tekið saman um 20 desember og birt um áramótin. Svörin mega vera eins löng og þið viljið, bara að þið gefið skýrt fram hvert ykkar svar er. Það er nóg af flokkum til að kjósa í og þið þurfið ekki að fylla allt út, bara það sem ykkur hentar.
LEIKJATÖLVURNAR OFL!
Leikjatölva ársins:
Leikur ársins:
Útgefandi ársins:
Leikjaframleiðandi ársins:
Leikjakarakter ársins:
Skemmtilegasti leikur ársins:
Leiðinlegasti leikur ársins:
Frétt ársins:
Klúður ársins:
Vonbrigði ársins:
Besta grafíkin:
Versta grafíkin:
Besta hljóðið:
Versta hljóðið:
Besta gameplay:
Versta gameplay:
Besti controllerinn:
Versti controllerinn:
Besta hönnun vélar:
Versta hönnun vélar:
Besti aukahluturinn:
Verstu aukahluturinn:
Flottasta cover leiks:
Versta cover leiks:
Besta leikjatímaritið:
Versta leikjatímaritið:
Vefsíða ársins:
HUGI!
Grein ársins:
Versta grein ársins:
Greinarhöfundur ársins:
Korkameistari ársins:
Kannanakóngur ársins:
Vinsælasti Hugarinn:
Óvinsælasti Hugarinn:
Skemmtilegast við áhugamálið:
Leiðinlegast við áhugamálið:
Thurs ársins:
Flamer ársins:
Stjórnandi ársins:
Notandi ársins:
Stigahóra ársins:
Þetta er undirskrift