Já, nú sit ég hér heima veikur og drepleiðist og ákvað þess vegna að skrifa eina létta og soldið öðruvísi grein.
Margar eru þær nú persónur tölvuleikjanna sem maður man eftir, stórar smáar mennskar eða ómennskar það skiptir ekki máli. Ég ætla hér að skrifa hvaða tíu persónur eru í uppáhaldi hjá mér.
Og byrjar nú listinn….
númer…
10.
KUMA….nei grín, ALEXANDRA ROIVAS
Hefur sést í: Eternal Darkness: Sanity´s Requiem
Sést næst í: ???
Ég varð að setja hana inn þar sem hún er aðal persónan í uppáhalds leik mínum þessa daganna, hún er falleg kona af hinni Roivas ætt. Roivas ættin á sér skuggalega fortíð sem tengist bók en það er alltof langt til að rekja hér. Allavega er hún bara venjuleg kona sem lendir í þeim óvenjulegu aðstæðum að vera ein í húsi fullu af draugum. Nokkuð góð leikjapersóna.
9.
GAMLA KELLINGIN MEÐ VESKIÐ Í GTA3
Hefur sést í: GTA3
Sést næst í: engu
Þetta er gömul kellin sem gengur um göturnar í GTA3. Hún er svo fjandi fyndin að það hálfa væri nóg! Ef maður tekur bílin hennar öskrar hún eiihvað eins og “im an old lady for christs sake” og lemur mann í klessu með hringspörkum og öllu ef maður er ekki nógu góður í þessum leik til að ráða við hana. HEHE
8.
MAX PAYNE
Hefur sést í: Max Payne
sést næst i: Vonandi Max Payne 2
Max Payne er lögregluþjónn sem lendir í því að vera sakaður ranglega um morð á konu sinni. Max er rosa svalur, stekkur í “slow motion” fram og til baka og dritar niður vondu kallana, Max er aðalpersóna eins besta tölvuleiks sem gerður hefur verið, tölvuleiks sem kom fyrstur allra með “bullet time” inní leikina!
7.
CLAIRE REDFIELD
Hefur sést í: Resident Evil 2 og Resident evil: code veronica
Sést næst í: ???
Hún er andskoti flott hún Claire, uppáhalds kvenkins persónan mín. Hún kom til Raccon City til að hitta bróðir sinn Chris (úr Resident evil 1 og Code Veronica líka) en það breittist í martröð eins og allir vita. Samt náði hún að flýja úr bænum ásamt Leon S Kennedy. þó lenti hún í meira veseni nokkuð síðar í Code Veronica. Hún er hörku vendi. Hún hefur í raunini enga þjálfun er eiginlega bara kona sem lenti í óvenjulegum aðstæðum. Allveg frábær.
6.
KAZYUA MISHIMA
Hefur sést í: Tekken, Tekken Tag Tournament og Tekken 4.
Sést næst í: Tekken 5?
Eiturharður töffari. Hann er meistari í Mishima Style Fighting Karate en var sigraður og hent í eldfjall af Heihachi í byrjun tekken seríunar en nær fram hefndum nú í Tekken 4. Þessi ör í andlitinu og bara hvurslags nagli hann er gerir hann svalan, svo sakar ekki að ég er nánast ósigrandi með honum í Tekken 4!!
5.
TOMMY VERCETTY
Hefur sést í: GTA: Vice City
Sést næst í: ???
HEHE, maður varð bara að troða honum inn algjör snillingur! Meistaralega talað inná hann af Ray Liotta, sprenghlægilegur, harður nagli sem var að sleppa úr 15 ára fangelsisdjöl og tekur síðan yfir sig Miami. Fleiri orð eru óþörf.
4.
AURON
Hefur sést í: Final Fantasy: X
Sést næst í: tja, kannski Final Fantasy: X-2, maður veit aldrei!
Töffari dauðans, Auron er “guardian” sem sér um að verja “summona” hann verndaði pabba Yunu eitt sinn og er nú að vernda hana. Auron sveiflar gífurlega stóru sverði og drepur allskonar skrímsli. Hann er sterkasti kallinn í FFX og sá lang svalasti!
3.
SOLID SNAKE
Hefur sést í: Metal Gear Solid 1 og 2 plús nokkrum gömlum nintendo Metal Gear leikjum.
Sést næst í: vonandi Metal Gear Solid: 3 (tel ekki substance með)
Solid Snake er löngu orðinn goðsögn í tölvuleikjasögunni, maðurinn sem bjargað hefur heiminum oft og mörgu sinnum frá hryðjuverkamönnum. Hann er goðsagnarkenndur stríðsmaður í leikjunum sem kann svo sannarlega að berjast! Hann klæðist “hetjulegum” búning vopnaður Socom skammbyssu og allskonar vopnum og er góður gæji sem berst á móti hryðjuverkum, og er líka algjör kúlisti!
2.
NEMESIS
Hefur sést í: Resident Evil: 3
Mun sjást í: líklega engum þar sem maður drap hann.
ARGHHHH, Nemesis Þýðir hefndarnorn eða hefndarengill á íslensku og er það nafn við hæfi. Nemesis var búinn til af Umbrella til að útrýma öllum meðlimum S.T.A.R.S sérsveitarinnar sem rústað hafði tilraunastofum illmennanna í Umbrella. Nemesis er mjög ógnvekjandi gæji, risastór af vexti með ófrínilegar klær og afskræmt andlit en samt helvíti flottur! Maður er með hjartað á fullu allan leikinn að óttast að þetta flykki brjótist í gegnum vegg og kíli mann í klessu og brjóti höfuðkúpu manns. Þessi er eftirminnilegur!
Og loksins….
1.
DANTE
Hefur sést í: Devil May Cry
Mun sjást næst í: Devil May Cry 2
já, það er eitthvað við hann, hann er einfaldlega sá svalasti! Dante er hálfur djöfull og hálfur maður, sonur goðsagnakennds djöfulls sem sigraði hinn illa Mundus. Dante sem vinnur við að farga djöflum í fyrirtæki sínum Devil May Cry, skemmtileg vinna það en nú 2000 árum eftir að pabbi gamli sparkaði í rassinn á Mundus er komið að honum að feta í fótspor hans. Dante klæðist rauðri og svartri skikkju með skammbyssunar sínar tvær Ebony & Ivory sverð og allskonar vopn, hann kemur með móðgandi komment við óvini sína og sparkar síðan rassgatið á þeim með stæl! hann er svalastur!
Þá er listinn minn búinn, þetta er mitt álit um tíu bestu leikjapersónurnar (kannski smá bull með gömlu konuna) en allavega komið þið endilega með ykkar topp fimm/tíu eða hvað sem er lista!