Square, höfundar leikja eins og Final Fantasy seríunnar, Chrono Trigger, Vagrant Story og margra annarra, og Enix, sem þekktir eru fyrir Dragon Quest og Soul Blazer leikina auk fleiri, tilkynntu mánudaginn 25. nóvember að fyrirtækin tvö munu sameinast.

Enix féllst á að kaupa Square fyrir ¥93.2 billjón yen ($764 milljónir dollara) og tryggði þannig sameiningu fyrirtækjanna.

Nýja fyrirtækið mun bera heitið Square Enix og mun taka til starfa í apríl 2003. Yasuhiro Fukushima, sem er formaður Enix, mun verða formaður nýja fyrirtækisins en Youchi Wada, forstjóri Square, mun verða forstjóri þess með forstjóra Enix, Keiji Honda, sér við hlið sem varaforstjóra.

Enix mun eiga stærri hlutann í fyrirtækinu og ítök Sony í Square munu eftir samrunann vera u.þ.b. 8.4%.

Nýja fyrirtækið mun algjörlega króa RPG markaðinn af í Japan. Stefna Square Enix mun verða að markaðssetja leikina sína á öflugari hátt en áður fyrr og veita samsvarandi risafyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum verðuga samkeppni.

Nokkrir leikir frá Square:
Final Fantasy serían
Kingdom Hearts
Chrono- serían
Vagrant Story serían
Treasure Hunter G
Secret of Mana serían
Unlimited SaGa
Super Mario RPG

Nokkrir leikir frá Enix:
Dragon Quest serían
E.V.O.
Star Ocean serían
Robotrek
Illusion of Gaia
Terranigma

——
<a href="http://www.enix.com“>Heimasíða Enix</a>
<a href=”http://www.squaresoft.com“>Heimasíða Square</a>
<a href=”http://quote.bloomberg.com/fgcgi.cgi?T=marketsqu ote99_relnews.ht&s=APeMumxNkRW5peCB0">Bloomberg fréttatilkynning</a>

-RF