Jæja, nú er komin rúm vika síðan þetta meistaraverk kom út og er ég búinn að klára hann og hérna er rýnin mín:
grand theft auto: vice city
Tölvur: Playstation 2 console exclusive, kemur á pc í framtíðinni.
Útgefendur: Rockstar North
Flokkur: Crime Simulator
Fjöldi spilara: 1
Sjónarhorn: 3 persónu
Vice City (GTA nafnið yfir Miami) borg sem er full af innflytjendum frá kúbu, haíti og kólimbíu, borg full af glæpaklíkum og eiturlyfjasölum 9 áratugurinn: Tommy Vercetty er nýkominn úr steininum eftir að hafa dúsað þar í heil 15 ár. Gamli stjórinn hans Sonny Forelly, sem bókstaflega stjórnar Liberty City (New York) á þessum tíma ákveður að senda hann til Vice City (Miami) og koma þar fótum undir mafiu Sonny´s þar á bæ. En ekki gengur allt vel og er Tommy svikinn þegar hann er að kaupa eiturlif fyrir mafiuna og er peningnum rænt af honum. Þá verður Sonny Forelly bálreiður og ætlar Tommy sér að komast að því hver tók peninginn hans á einn veg eða annan. En þegar hann fær meiri og meiri sambönd sér hann að kannski hann ætti að gera eitthvað annað en að ná í peninginn fyrir Sonny, Sonny tók jú 15 ár af lífi hans…
Svoleiðis hljómar söguþráður þessa leiks, sem er mun flóknari betri en í GTA3. Í GTA3 eru samtals rúmar 30 mínútur af myndböndum en í GTA: VC er þær um 90!
Það muna allir eftir því sem spilað hafa GTA3 hvurslags aumingi maður var í honum, einhver hálfgerður “delivery boy” sem lét ráðsgast með sig fram og til baka og endaði maður bara sem sami valdalausi auminginn. En Tommy Vercetty er eiturharður glæpamaður sem tekur ekkert rugl frá neinum og er eitt það besta við GTA: VC hvernig maður fer hærra og hærra í metorðastiga borgarinnar og tekur maður yfir klíkur og getur keypt fyrirtæki til að græða pening og gera “mission” i og misgóð heimili til að “seiva” og geyma ökutæki í og er aðal markmið leiksinns að taka yfir borgina, hvorki meira né minna!
Í þessum leik talar líka aðal söguhetjan ólíkt GTA3 og er það hinn frábæri leikari Ray Liotta sem ljáir honum rödd sína og er talsetning leiksins líka sú besta sem ég hef vitað um í tölvuleik og er Ray Liotta FRÁBÆR sem Tommy Vercetty en það eru fjöldinn allur af öðrum frægum leikurum sem tala inná hann og má þar nefna sem dæmi, Tom Sizemore (Sonny Forelly), Danny Trejo (Umberto Robina), Burt Reynolds (Avery Carringham), Gary Busey (Phil Cassidy), Luis Guzman (Ricardo Diaz), David Paymer (Ken Rosenberg) Dennis Hopper (Steve Scott) og marga fleiri.
Það er allveg ótrúlegt hvað þeir í Rockstar hafa tekist að gera á aðeins 10 mánuðum. En borgin er meira en helmingi stærri en í GTA3 og hefur leikurinn meira en helmingi fleiri vopn, bíla og fleira.
Ein af fjölmörgum nýjungum leiksins er mótorhjólin, en þau eru algjört stuð að keyra, það eru margar gerðir að mótorhjólum í þessum leik og komast þau á mismunandi hraða, maður getur prjónað bæði á fram og afturdekkinu og leikið allskonar listir á þeim, en að bruna á yfir 200 km hraða um borgina kemur ekki að kostnaðarlausu því ef maður keyrir á flýgur maður af hjólinu og getur misst mikið líf eða jafnvel dáið! Það er líka hægt að fljúga þyrlum í þessum leik, og fljúga flugvélum með fullum vængjum.
Stjórnun leiksins er í raunini sú sama og í GTA3 nema með nokkrum viðbætum eins og að beigja sig niður stökkva úr bílum OFL.
Spilun leiksins er ótrúleg og endist þessi leikur mun betur en GTA3 sem var þó með bestu Endurtekningarspilun allra tíma áður en þessi leikur kom út að mínu áliti. Það er svo margt hægt að gera, það eru örugglega um 60-70 “story based” “mission” í þessum leik og tók það mig samtals um 20 klukkustundir að klára hann það eru líka og rúm 40-50 auka “mission”. En “missionin” eru mun fjölbreittari og skemmtilegri en í GTA3. En það er alls ekki allt og sumt, enda er hægt að vera pizza sendill, sjúkrabílsstjóri, pizza sendill, leigubílstjóri, gera “rampage mission”, “unique stunt jump”, fara og keppa í akstursíþróttum á íþróttasvæði borgarinnar eða ólöglegum götu kappakstri, safna “hidden paggage´s”, keyra fjarstírðar þyrlur, bíla eða flugvélar og margt margt fleira! síðan er einfaldlega hægt að leika sér bara að gera eitthvað, fara í bíltúr eða flugferð, leika sér að drepa fólk og reyna að lifa sem lengst af að flýja frá lögguni, möguleikarnir eru endalausir og þessvegna endist þessi leikur ótrulega vel!
Tónlist leiksins er yfir 7 klukkustundir og er útvarpsefnið samtals um 10, tónlistin er svo mikil í þessum leik að gefnir voru út 7 geisladiskar með tónlist úr leiknum! Það eru tvær “tal-stöðvar”, ein með pólitískum umræðum og hin með allskonar rugli og margar venjulegar tónlistarstöðvar.
Húmor leiksins er mjög stór partur af honum eins og í GTA3, bæði á útvarpstöðvunum, myndböndunum og meira að segja þegar maður labbar um á götuni enda eru yfir 8000 setningar sem vegfarendur segja og get ég einfaldlega sagt að ég hef aldrei hlegið eins mikið af neinum leik sem ég hef spilað á ævinni.
GTA: VC notar sömu grafíkvél og GTA3, en hún hefur verið bætt nokkuð mikið. Því miður er grafík leiksins að mínu mati þó alls ekki nógu goð og er hún langstærsti galli leiksins. Annað vont um leikinn er að hann er fullur af einhverjum litlum göllum eins og að maður farí í gegnum einhvern hlut, birtist einhverstaðar hliðiná þegar maður fer úr flugvélum, löggunar sogast stundum að bílnum eftir að maður er farinn að stað og margt fleira og er eins og að Rockstar hafi verið að flýta sér aðeins of mikið við gerð leikjarins með suma hluti.
En þegar leikur er svona mikil endalaus snilld, skiptir grafíkin ekki svo miklu máli og þó það hljómi eins og mjög stór orð þá finnst mér þetta vera besti leikur sem gerður hefur verið! Þannig ef þú átt Playstation 2 þá er þessi algjört möst! Farið og kaupið hann ef þið eigið hann ekki NÚNA!
Einkun:
Spilun: 10
Grafík: 8
Endurtekningarspilun: 10
Hljóð: 10
lokaeinkun: 10