Eternal Darkness er nýr “survival horror” leikur frá Silicon Knights sem eru frá Kanada. Þetta fyrirtæki hefur verið að hanna leikinn síðan á dögum N64 svo að hann er orðinn nokkuð gamall þó hann sé nýr fyrir okkur Evrópubúa. Þeim hjá Nintendo leist svo vel á leikinn að þeir báðu SC að gera hann fyrir Nintendo Dolphin sem þá var kominn vel fram í þróun. Þeir gerðu það og ekki nóg með að Nintendo báðu þá um þetta, heldur keyptu þeir SC og eru þeir núna í miklu uppáhaldi hjá Nintendo ásamt Retro Studios (Metroid Prime). ég byggi þessa grein eingöngu á því sem ég hef spilað.
Leikurinn hefst á flottu Intro, sem er eins og byrjun á mynd. Gamall maður, afi Alex, segir frá þessum illu öflum og ég veit ekki hvað. Hann segir að hér sé um að ræða þróun mannkins (Story of humanity) og við getum trúað því eða ekki enda munum við taka okkar afstöðu. Hann einnig tekur fram að hann sé látinn…
Leikurinn sjálfur hefst á því að Alexandra Roivas dreymir að inn í herbergið hennar, sem er ekki á hennar heimili, streyma zombies sem greinilega eru með eitthvað annað í hyggju en að gefa henni knús og koss á kinn, en hún er vopnuð haglabyssu svo hún er ekki í slæmum málum. En þetta virkar eins og þetta sé einhverskonar fyrirboði (ED er fullur af spooky things). Þetta spilar maður og plaffar þá ljótu og ætlar út úr herberginu en þá er afi hennar mættur sem draugur en svo vaknar hún við símann. Ég vil ekki segja mikið en í símanum er lögregluforingi sem segir henni að afi hennar hafi lent í slysi. Alex tekur næsta flug þangað og þegar þar kemur tilkynnir lögregluforinginn henni að hann sé látinn. Hún sér líkið á gólfinu og henni til mikillar ógleði spyr hún af hverju þeir gátu ekki borið saman tannlæknaskýrslur. “There is no head”..
Alex ákveður að rannsaka málið sjálf og fer því að labba um húsið (leikurinn hafinn). Hún finnur falið herbergi sem greinilega var leyniskrifstofa gamla kallsins. Hún finnur þar bók og fer að lesa. En afi gamli les fyrir okkur söguna og þar kemur fyrsti karakter okkar við sögu. Pious Augustus sem er að virðist hershöfðingi á rómartímabilinu (26 f.K) og lokkast að einskonar “Stonehenge” þegar hann heyrir einhvern tala við sig. Þar verður honum transportað niður í einhverskonar temple og sagan hefst upp úr því.
Þessi leikur er í raun ekki með neinn einn aðalkarakter nema þá kannski Alexandra. En leikurinn spilast upp úr þessari bók sem hún finnur og er greinilega margra aldra gömul. Fyrsti kaflinn er s.s um Pious Augustus og sá næsti um Ellia sem er dansari í Kambódíu árið 1150 e.K. Alex finnur alltaf fleiri og fleiri blaðsíður/kafla í bókina og uppúr því hefst nýr kafli fyrir okkur spilarana. Hver kafli er ólíkur hinum en þó kemur fyrir að ólíkar persónur fari á sama stað einhverjum öldum eftir að annar karakter var þar. Einnig hitta einhverjir karakterar hann Pius okkar, sem þá er orðinn frekar ófríður greyið og kominn í allt annað hlutverk heldur en hershöfðingi á rómartímabilinu (I say no more). Hvert “borð” er þannig séð í raun bara blaðsíða í þessari miklu bók. Þegar Alexandra “les” hana þá sjáum við framhlið bókarinnar flettast frá og þar er mynd. Gamli kallinn, afi hennar, les upp fyrir okkar úr bókinni og síðan sjáum við myndina koma nær og verða svo skýrari og svo að video. Þá sjáum við hvað hver og einn karakter var að gera þegar hann flækist inn í söguna og síðan tökum við, spilendur, við sögunni. Það er nokkuð flott að heyra karaktera fyrst tala sitt tungumál en eftir smástund breytist það í ensku, s.s þýtt.
Kannski að ég skjóti að einu hérna inn. Smá **spoiler**. Það er nokkuð merkilega tense andrúmsloftið þegar maður spilar sem Anthony í munkaklaustrinu. Ef þú vilt ekki fá spoiler í smettið, stoppaðu hérna og farðu niður í næstu greinarskil. Okei, Anthony fær í byrjun kaflans afhent svona scroll sem hann á að afhenda einhverjum karli sem honum er greinilega ekki sama um. Hann ákveður því að lesa það sem er á blaðinu, í grun um samsæri, og fær þá á sig galdur “What sorcery is this?!” Jæja hann ætlar að komast að því sanna en.. það er smá vandamál. Hann er smám saman að rotna. Það er mjög merkilegt að sjá heilbrigðan ungan mann verða að rotnandi, blæðandi “zombie” er maður spilar hann í gegnum kaflann. Merkilega spennandi og vel útfært hjá Silicon Knights.
Það sem er nokkuð merkilegt við Eternal Darkness er Sanity meter. Ef þú kemur inn í herbergi sem er fullt af zombies eða whatever þá missirðu sanity, verður s.s meira og meira insane. Og ef þú drepur ekki zombie dúdana þá einfaldlega missirðu sanity alveg og ferð að missa orku og sjá ofsjónir. Já ofsjónir. Ég sjálfur hef bara lent í því einu sinni en það var í það skipti sem ég dó fyrst. Þá kom ég inn í herbergi þar sem ljótur, stór og leiðinlegur rauður fjósadrjóli tók á móti mér. Það sem ég sá var að hann kom á móti mér og ég ekki með nein vopn og bara með hálft líf. Svo ég ætlaði að hlaupa út en þá byrtist ég aftur á sama stað og með allt sem ég var með og fullt líf. Ég bara vissi ekki hvert ég ætlaði þegar þetta gerðist. Þú semsagt getur lent í þeirri stöðu að þú veist ekki hvort þú ert að kljást við raunveruleikann eða eigin geðveiki.
Einnig byggir leikurinn mikið á Magick (ekki Magic) og finnur maður runes, magickal codex og circles of power ásamt fleiru. Það sem þetta gerir er að ef þessu er blandað rétt saman í réttri röð þá fær maður nýjan galdur. Formúlur fyrir göldrum finnur maður í sérstökum magick scrolls, sem eru blaðarúllur. Maður blandar nýjan galdur í New Spell og getur sett allt að fjóra galdra í Quick Spells. Quick Spells er mjög þægilegt. Þá er krossinn litli á fjarstýringunni notaður sem shortcut einskonar á galdra. Þú setur þér bara einhvern galdur á “upp” og þegar þú ert kominn í klandur þá ýtirðu upp og galdurinn byrtist. Einnig minnir mig að Y sé líka nýtanlegur sem Quick Spell takki. Það er mjög flott þegar galdurinn byrtist. Eins og ég sagði þá eru Circles of Power mikilvægt í blöndunni. Því fleiri sem hringirnir eru, því öflugri verður galdurinn. Til dæmis byrjar maður á því að finna 3 hringja Circle of Power og því getur maður sett eitt Codex efst í þríhyrninginn og tvö Runes í neðri hlutann og þannig myndast galdur. Þegar galdurinn er kallaður fram myndast mjög flott graphical show off. Codexið og Runes birtast í gólfinu, blá, fjólublá eða hvernig sem er á litin, og mynda ljósgeisla upp í loftið og undarleg, drungaleg hljóð myndast. Þá er best að hreyfa sig ekki, segir í leiknum. Ég hef ekki þorað að hreyfa mig svo ég veit ekki hvað gerist. Sem dæmi um einfaldan galdur þá er hægt að gera við brotna hluti með þessum galdri, t.d brotna lykla og krukkur. Það eru nokkuð margir galdrar í leiknum. Í Pause Menu og í galdrahlutanum þá getur maður valið Spell List, New Spell, Runes og Quick Spell. Maður fær sérstakan Magick meter sem er blár að lit og eyðist hann smám saman í hvert sinn sem maður kallar fram galdur. En hvernig fyllir maður hann upp? Með því að hreyfa sig og hlaupa. En það gengur ekki að hlaupa endalaust því karakterar verða þreyttir ef þú hleypur mikið. Þeir hægja á sér og jafnvel stoppa til að ná öndinni. Þannig að það er ekki gott að hlaupa of mikið ef maður skildi síðan allt í einu lenda í einum ljótum ;)
Karakterinn tekur upp ýmsa hluti og eru þeir í inventory list eins og í Resident Evil, en ekki líkja þessum leik við Resident Evil. Þetta er mun dýpri og magnaðri reynsla en RE finnst mér. Þú þarft ekki að fara í Item Box og skipta út hlutum fyrir aðra eins og frægt og þreytt er orðið í RE. Hver karakter fær bara ákveðið magn af hlutum og nægir plássið í það. Hver karakter hefur sitt vopn og sumir eru með fleiri en eitt vopn. Flestir hafa sverð en einhver er með blowgun, annar með two edge stórt sverð, annar með einhverskonar hnífshring sem hann kastar og svo framvegis.
Bardagakerfið í leiknum er mjög skemmtilegt og hratt. Þú heldur inni R til að einhver einn óvinur sé target-locked. Þegar það er gert þá verður búkur óvinarins hvítur, þá getur þú ýtt upp eða til hliðar og valið þér útlim til að berja í og að lokum höggva af. Þetta er mjög sniðugt því annars væri maður í vondum málum innan um mikið af zombies. Það sem er sniðugast að gera er að velja höfuðið á þeim og höggva það af, við það verða þeir hreyfgetulausir og standa bara á sínum stað og þreyfa þar sem hausinn á þeim var “Uh.. where did my head go?”. Þá getur maður einbeitt sér að næsta og gert það sama. Eins og ég tók fram áðan þá missir maður sanity þegar maður sér óvin, zombie þ.e. En einhvernvegin verður maður að fylla upp sanity meter aftur. Það er gert með að beita svokölluðu Finish move á þá “nead dead”. Þá stendur maður yfir þeim og ýtir á B, við það stingur karakterinn sverðinu í bakið á þeim eða kastar í bakið, misjafnt eftir karakter. Þegar sá ljóti er endanlega dauður þá bætist aðeins við sanity meter.
Grafíklega séð er leikurinn mjög flottur. Eins og ég sagði þá byrjaði þróun leiksins á tíma Nintendo 64 og það helsta sem ber merki þess eru karakterar. Smá N64 fílingur í þeim, en soldið polished. Allt umhverfi, hvort sem er grafhýsi, temples eða munkaklaustur er mjög flott. Það virðist allt vera í réttum hlutföllum við hvert annað og svo framvegis. Það sem mér finnst mjög gott við grafíkina er hversu líflegt þetta er. Þegar myndavélin hreyfist þá finnst mér alltaf eins og ég geti snert veggina í leiknum. Það er eins og maður sé að horfa á þetta með þrívíddargleraugum, s.s þetta blandast ekki saman eins og í mörgum leikjum. Special effects eru mjög flottir, þá sérstaklega Magick spells þegar runes og codex birtist á gólfinu. Eitt af því flottara sem ég hef séð er gangurinn sem byrtist af og til bara uppúr engu. Þar eru styttur af látnum söguhetjum og öskrandi andlit í gólfinu. Þegar maður labbar áfram þá sér maður andlitin lyftast upp úr gólfinu og öskra á mann. Mjög vandað og gefur leiknum drungalegra útlit fyrir vikið. Blóð lekur úr veggjum og myndum en hverfur ef karakterinn kíkir á það, scary. Myndavélin truflar mig sjaldan, þó kannski þegar maður sér framan á karakterinn og maður labbar í átt að myndavélinni. Frekar óþægilegt þegar maður þarf að forðast floor-buttons og zombies. En að öðru leiti skapar myndavélin, sem er pre-positioned, mjög magnþrungið andrúmsloft og gerir leikinn mjög sérstakan í spilun. Hún er já, pre-positioned, en hún er ekki kyrr á sínum stað. Hún eltir þig og zoomar inn og út og gerir það vel og flott.
Hljóð er mjög vel gert og þá SÉRSTAKLEGA leikurinn hjá fólkinu sem talar fyrir karakterana. Þeim tekst að gera hvern kafla og hvern karakter mun líflegri með mjög vel talsettu og vel leiknum samræðum. Þetta er ekki eins og í mörgum leikjum “AAHH ZOMBIE….run” ef þið skiljið mig. Þetta er mun raunverulegra og gerir leikinn þannig dýpri. Talsetningin ein er mjög framarlega finnst mér. En að öðrum hljóðum og lögum. Eins og vinsælt er orðið þá er fótatak mismunandi eftir því hvernig gólfið er. Hvort það er sandur, parket eða steinn þá hefur það hvert og eitt sitt hljóð. Einnig gefa karakterar frá sér hræðsluhljóð þegar þeir missa sanity og þegar það er komið nánast í botn þá fara þeir að öskra og biðja til sinna trúargoða ef svo má segja. Einnig fara þeir að blása og anda hraðar þegar þeir hlaupa. Lögin eru mjög flott. Drungaleg og moody. Eitt lagið er einskonar munkalag ef svo má segja, það er eins og munkar séu að syngja eitthvað á bakvið. Spes lag. En allt í allt er hljóðvinslan í þessum leik til fyrirmyndar.
Ef ég ætti að gefa þessum leik einkunn þá mundi ég gefa honum 9.7 af 10. Ég dreg hann aðeins niður fyrir smá bögg en þó ekki bögg í myndavélinni (lýsti því áðan). Einnig eru sumir karakterar ekki nægilega vel gerðir, soldið kassalaga hér og þar (N64 tíminn halló sýnið þolinmæði!). Ég hef skemmt mér konunglega í þessum leik og vil ég enn og aftur minna ykkur á að þetta er ekki Resident Evil clone. Þetta er nýr kafli af svona leikjum. This is how it´s meant to be, finnst mér. Þetta er það sem ég kalla frumlegan leik. Topp leikur og ættu allir spennufíklar sem fíla magnaða söguþræði að næla sér í þennan, en hann fæst bara í GameCube ;) Ég ætla ekki að láta mynd fylgja greininni þar sem Samus er með svo pretty eyes :)
Takk fyrir mig og áfram með ED!
Þetta er undirskrift