Góðan morgun, dag, kvöld kæru hugarar!

Til hamingju með þetta áhugamál! Loksins, loksins erum við komin með leiklistaráhugamál og þá er um að gera að vera dugleg að nota það! Ekki of dugleg, viljum ekkert spamm, en ég vona innilega að þetta verði virkt áhugamál.

Þar sem ég, veit ekki með hina stjórnendurnar, er ný í þessum málum verður þetta kannski svolítið stíft fyrst en við munum gera okkar allra besta til að gera þetta áhugamál virkt, sterkt og laust við allt bull. Við samþykjum ekki hvað sem er en það er alltaf þess virði að reyna. Athugið að skilmálar huga gilda hér eins og allstaðar annarstaðar og það á að fara eftir hugareglum.

GO LEIKLIST!

Fyrir hönd stjórnenda
-Brighton
-Tinna