Hér kemur önnur trivian og er hún töluvert léttari en sú fyrsta. Það gilda nákvæmlega sömu reglur og síðast. Svör sendast á selten.
1. Eftir hvern er leikritið Blái Hnötturinn? (1)
2. „Ekki gera eins og mamma þín segir þér! Ekki gera eins og mamma þín segir þér!“ Úr hvaða leikriti er þetta er hver er höfundur þess? (2)
3. „Í hinum hárabeitta og meinfyndna gamanleik um hinn unga myndlistarnema, ______________, skyggnumst við á bak við aðdraganda helfararinnar í spéspegli“ Sýningin sem hér er talað um var sýnd í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Hvaða nafn vantar á línuna og hvaða sýning er þetta? (2)
4. Úr hvaða verki er þessi mynd, og eftir hvern er það? [myndin] (2)
5. Hver leikur James Bond í nýjustu myndinni um hann, Casino Royale? (1)
6. Hver leikstýrir uppfærslu Borgareikhússins á Ronju Ræningjadóttur? (1)
7. Nefnið fjögur af dýrunum í Hálsaskógi og tilgreinið hvernig dýr persónurnar eru. (Allt eða ekkert! 5 stig fyrir allt rétt, annars ekkert) (5)
8. Af hvaða leikara er þessi skopteikning? (2) [myndin]
9. Hver skrifaði leikstýrði kvikmyndinni „Mýrin“? (2)
10. Hver lék öll hlutverkin í „Ævintýri“ sem sýnt var í Stundinni okkar á RÚV? (2)
Ég hvet alla að taka þátt, sama hversu mikið þeir vita! ;)