Ég fór fyrir skömmu í Þjóðleikhúsið að sjá uppfærsluna á óperunni Hollendingnum fljúgandi eftir Richard Wagner. Það var alveg magnað! Fyrir utan það að þetta er alveg mögnuð ópera, þá var allur flutningur frábær. Söngvararnir voru allir mjög góðir, svo og kórinn og hljómsveitin (ekki skil ég hvernig þeir komast fyrir í þessari pínulitlu hljómsveitargryfju). Síðan var sviðsmyndin alveg snilldarlega vel gerð (mestmegnis með lýsingu).
Það eina leiðinlega var það hvað þetta var ferlega dýrt (pabbi bauð mér reyndar, LOL).
