Þráttfyrir að þú hafir án efa tekið ákvörðun vil ég segja, eftir að hafa séð bæði leikritin, að Ofviðrið er til að byrja með “verra” handrit, þó það segi kannski ekki mikið þegar Shakespeare keppir við Shakespeare. Ofviðrið er miklu meira svona…flashy, í poppstíl Borgarleikhússins, þó Lér gefi ekkert eftir í góðum aðbúnaði. Lér er miklu sterkari karakter heldur en…karakterinn hans Ingvars í Ofviðrinu sem ég man ekki hvað hét. Það er ekki oft sem Ingvar er “útleikinn”, en Arnar stóð sig betur í hlutverki Lérs, einfaldlega því hann hafði svo mikið sterkara handrit.
Ekki það að Lér er víst að hætta, svo þetta hjálpar eflaust engum.