Flottir skólar allir sem þú nefnir þarna. Ég sótti um Guildford og Central, það voru toppskólarnir hjá mér, ArtsEd og Mountview voru svo hinir sem ég sótti um, langaði ekki alveg jafn mikið í þá en mig langaði samt þangað. Það var mitt mottó…sækja um þar sem mig langar að læra, ekki annars staðar. Ég sætti mig ekki við eitthvað plan B kjaftæði :P Taka þetta á ákveðninni, hörkunni og egóinu… :P LAMDA er líka frábær skóli og ofsalega mikils metinn. Gangi þér ótrúlega vel í prufum á næsta ári. Láttu mig endilega vita þegar þú kemur í prufu til Guildford ef þig vantar gistingu eða bara einhverja aðstoð. Ég verð þarna næstu þrjú árin :)
Ég sótti um sumarskólann bara á emaili. Prófaðu bara að hringja í Helen á skrifstofunni, hún er ofsalega hjálpsöm og indæl. Ég lenti t.d. í því að bréfið með fréttunum um að ég hefði komist inn týndist í pósti og ég beið og beið og ákvað þegar 3 vikur voru liðnar frá prufunni að prófa bara að hringja. Borgar sig…annars gætirðu misst af…
Sumarskólinn á eftir að hjálpa þér helling með enskuna, það er alveg á hreinu. Þú verður auðvitað umkringd Bretum alla daga allan daginn og umhverfið er þannig að það er ekkert mál að kasta sér bara 150% út í djúpu laugina. Ég skrifaði grein um sumarskólann hérna inn fyrir einu og hálfu ári. Kannski ertu búin að sjá umræðurnar þar fyrir neðan en við Stjarna4 ræddum einmitt um þetta með enskuna þar :) Ekki hafa áhyggjur af því…það er pís of keik! ;) Það er sniðugt hjá þér að flytja út, ég ætlaði að gera það en hætti við, vildi vera heima að vinna og líka hafa aðgang að íslenska leikhúsfólkinu sem hjálpaði mér að undirbúa mig fyrir prufurnar :D
En prufurnar eru mjög skemmtilegar í öllum skólum. Ég fór reyndar í ansi óvenjulegar prufur í Mountview og Central vegna þess að ég missti af þeim út af því að það var ekki flogið út af gosinu. En ég fékk nýjan tíma í prufu bara alveg ein, ekki á venjulegum prufudegi því ég átti að vera í allra síðasta prufuhóp í báðum skólum en það ræður enginn við náttúruhamfarir svo þau bara smelltu mér í prufur í hádegishléum og svona. Hérna kemur samt smá útlistun á ferlinu í þeim skólum sem ég fór í (sæll, þetta verður langt svar hahaha…)
ArtsEd: Ég mætti um hálf tvö leytið, þá fórum við í smá upphitun, létta spunaleiki og kynntum okkur og svona. Svo var Movement tími, svona eiginlega dans en samt ekki…haha…svona létt kóreógrafía, mjög fyndið og skemmtilegt. Svo var okkur splittað í tvö hópa og við fórum eitt og eitt i einu fyrir framan sitthvorn dómarann, fengum að fara með helminginn af Shakespeare mónólógnum og allan modern mónólóginn. Svo biðum við. Svo kom stelpa sem var að aðstoða við prufurnar inn og las upp nokkur nöfn sem áttu að fara í aðra prufu. Þau segja að það þýði ekki neitt, kannski séu þeir búnir að sjá nóg til að ákveða já eða nei…en ég persónulega veit ekki um neinn sem hefur verið sendur strax heim sem hefur svo komist inn…en maður veit ekki. Ég var ekki beðin að vera svo ég er ekki alveg viss hvað þau gera, en það er einhvers konar vinna með mónólóg og viðtal. Þau eru svo mjög fljót að svara til baka með niðurstöðu, bara nokkra daga.
Mountview: Þar er maður vanalega í hóp en ég var bara ein eftir venjulegan kennsludag þvi ég missti af minni prufu út af gosinu. En það er vanalega byrjað á upphitun sem nemi úr skólanum stjórnar en ég hitaði mig bara sjálf upp. Svo fer einn inn í einu og gerir mónólóga, frekar ópersónulegt, varla spurt hvað maður heitir og ekkert viðtal. Svo bíður maður og þeir sem komast áfram fara aftur inn, vinna með mónólóg og fara í smá viðtal. Ég komst áfram og það var miklu meira gaman í seinni hlutanum, ekki jafn kalt og ópersónulegt, við spjölluðum helling um Ísland og íslenskt leikhús og svona.
Central: Ég þekki ekki alveg nógu vel systemið þar því ég fór aftur svona ein í prufu því ég missti af minni út af gosinu. Ég byrjaði á að gera bara eins og í venjulegri prufu, fara með mónólóga og þær báðu mig að syngja líka af því ég var með Acting sem aðalval en Musical Theatre sem varaval þarna og þeim fannst að ég myndi henta betur í MT í þessum skóla, þau gera þetta voða mikið, svissa fólki milli brauta sem það sækir um. Það þurfa allir að undirbúa lag samt. Þær sögðu mér svo að í venjulegri prufu hefði ég komist áfram svo þær héldu bara beint áfram inn í þá prufu…þá gerði ég allskonar vinnu með mónólóginn, söngæfingar, öndurnaræfingar og hitt og þetta og svo frekar langt viðtal. Ég var inni hjá þeim í rétt tæpan klukkutíma. Mjög skemmtileg og krefjandi prufa. Ég fékk svo bréf frá þeim um að ég hefði komist inn en ég afþakkaði og valdi frekar Guildford.
Guildford: Skemmtilegustu prufurnar…BY FAR!! Fyrsta prufan byrjar á hressustu upphitun ever með 3 krökkum úr skólanum…við vorum í hláturskasti allan tíman :P Svo fer maður inn og fer með einn Shakespeare og einn modern mónólóg, þarf að undirbúa 2 af hvoru, þau velja svo á milli. Svo má maður vanalega bara fara en ég þurfti að fara aftur og hitta aðra dómnefnd…sennilega vegna þess að ég var óvart sett fyrst hjá meira svona Musical Theatre dómnefnd en var að sækja um Acting. Þau hringdu svo 2 dögum seinna til að segja mér að ég komst áfram. Vanalega þarf maður að bíða eftir bréfi en þau vildu endilega að ég fengi bara að klára recallið strax á meðan ég væri á landinu. Mjög næs þar sem ég fékk ekki pláss í sérstökum útlendingahópi sem fer í báðar prufurnar í einni lotu. Ég fór svo helgina eftir í recall. Á föstudegi horfir maður á tíma hjá nemendum skólans og fer í leiklistartíma (spuni, smá mónólógavinna, einbeiting og þ.h.) og allir fá Shakespeare sonnettu til að æfa heima. Á laugardagsmorgni er mæting kl. 8.15 og þá er byrjað á dansi/movement. Ég fór í recall með söngleikjakrökkum en var samt að sækja um Acting svo ég fór í massa danstíma en ekki venjulegan movement tíma eins og leikararnir fara í. Hahahaha…svo fórum við í söngtíma sem var þannig hjá okkur að við sungum eitt lag af tveimur sem við undirbjuggum en þeir sem eru að sækja um Acting þurfa ekki að undirbúa neitt, bara söngæfingar og þ.h. hjá þeim. Svo í lokin var Voice tími þar sem við gerðum raddæfingar og fórum með sonnettuna.
Eftir allt þetta bíða allir og dómararnir ákveða sig. Svo komast nokkrir áfram í Interview round sem er lokaprufan. Við vorum 3 hjá okkur sem komumst þangað. Peter Barlow (Head of Acting) tekur viðtal við leikarana. Svo bara fer maður heim og bíður.
Vá lengsta svar EVER en ég vona að þetta svari einhverjum spurningum hahaha…
Hreindís