Heyrðu já…ég ætla að fara og spreyta mig :)
Sko, við eigum að undirbúa þrjú atriði. Einn nútíma mónólóg, einn í bundnu máli (leiktexti ekki ljóð) og síðan er þriðja atriðið bara allveg frálst. Má bara vera hvað sem er. Ég er búin að velja mér nútíma mónólóg og er að vinna í honum…á hinsvegar eftir að velja mér bundinn. Varðandi þetta atriði þar sem er frálst…ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að gera. Er búin að vera að pæla mikið í því en ég held ég sé búin að ákveða mig hvað ég ætla að taka þar. Ætla bara að vera með eintal þar líka…ekki einhvern gjörning, hehe :) Og já…þetta alltsaman má ekki vera meira en 6 mínútur.
Þið sem eruð að fara…hvernig gengur ykkur? Eruð þið orðin stressuð? Ég verð að játa að ég er mjög stressuð og finnst ég vera allt of sein í þessu! 9 febrúar og ég er ekki tilbúin með neitt einasta atriði! :S Ég hlakka samt líka smá til að sjá þetta og prófa :)
Er einhver hérna sem hefur farið í inntökuprufur hjá þeim áður? Væri gaman að heyra smá “reynslusögu” :)
An eye for an eye makes the whole world blind