Jamm :) Geri annað hvort :)
Nei, sko þessi áfangi flokkast reyndar undir íslensku :P Þetta er íslenska 663 eða eitthvað álika..man það ekki allveg :P
Við förum aðeins í sögu leiklistar…erum bara búin að fara í upphaf leiklistar núna, svo hlustum við alltaf á útvarpsleikrit í hverri viku, lásum Antigóníu eftir Sófókles. Síðan förum við í nokkrar leikhúsferðir :) Svo erum við núna sjálf að fara að skrifa örleikrit :) Mjög spennandi :P Höfum þá verið aðeins að læra um uppbyggingu leikrita og svona. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt :) Þetta eru ekki verklegir tímar en við leiklásum Antigóníu og munum leiklesa leikritin okkar. Ja..“leik”lesa..sumir lesa þetta bara :P
Bætt við 10. febrúar 2009 - 20:48 Hey já..gleymdi allveg helling sem ég ætlaði að segja.
Ég var núna að hlusta á útvarpsleikritið sem var 25 Janúar. Ehehem, mínu eftir á :P En já…það var ekki beint útvarpsleikrit heldur þáttur um Söruh Kane…sem skrifaði Rústað. Þar var fjallað um líf hennar og verk hennar, og þar á meðal rústað.
Kanski þú hafir áhuga á að hlusta á þann þátt :) Ég vara þig samt við…ef þú vilt ekki vita hvað gerist í leikritinu og hvernig það endar skaltu hlusta á þetta eftir að þú ert búinn að sjá leikritið. Allavegana..ef þú vilt geturðu hlustað hér:
http://dagskra.ruv.is/ras1/4458679/2009/01/25/Það heitir “Hættu að hvísla, öskraðu”
En já..en og aftur. Hlustaðu bara á það þegar þú ert búinn að sjá leikritið ef þú vilt ekki vita endinn. Það er nefnilega leiklisin byrjunin á verkinu og endirinn. Svo er fjallað um það líka og hvernig það var þegar það var sýnt í fyrsta skipti og svona :)