Jæja, nú þoli ég þetta ekki lengur! Ekki nýr þráður/korkur (þekki ekki muninn á þessu) síðan 28. nóvember 2008! Uss, þetta gengur ekki lengur.Ég ætla að starta smá umræðu hérna…

Hvaða leikrit eru þið búin að sjá á þessu leikári?

Ég er búin að vera mjög dugleg að skella mér í leikhús núna. Ég er búin að fara á:

*Ástin er diskó lífið er pönk (fjórum sinnum…tvisvar á þessu leikári:P )
*Fýsn
*Hart í bak
*Dauðasyndirnar
*Vestrið eina (tvisvar)
*Macbeth
*Sá ljóti (tvisvar)
*Utangátta
*Fólkið í blokkinni

Heh, ég og vinkona mín vorum í keppni og ég er að rústa henni :P En já, þær sýningar sem mér fannst bestar af þessum lista eru: Sá ljóti, Vestrið eina og Macbeth. Get ekki gert á milli þessara. Reyndar fannst mér margar aðrar æðislegar eins og t.d. Ástin er diskó, lífið er pönk, enda fór ég fjórum sinnum á hana :P En það er meira bara svona…afþreying. Hinar sýningarnar skildu svo mikið eftir sig.

En núna langar mig að spurja ykkur…ef þið hafið séð eitthvað af þessum sýningum, hvernig fannst ykkur?

Hvaða sýningar hafið þið séð sem af er af þessu leikári? Hvernig fannst ykkur þær?

Hver er besta og versta leiksýningin sem þið hafið séð?

Það er á hreinu að lang skrýtnasta sýningin sem hef séð núna á þessu leikári var Utangátta! Haha, vá..ekkert smá skrýtin leiksýning. Ég botnaði ekkert í henni..enda sagði vinur foreldra minna sem er með meistaragráðu í leikhúsfræðum að maður þyrfti að kunna alla leiklistarsöguna til að skilja þetta leikrit! Hehe :)

En já..nóg af masi frá mér. Svarið nú endilega! :D
An eye for an eye makes the whole world blind