Útlit skiptir ekki máli fyrir fagið og ef skólar setja upp þá stefnu, eru það hreinir fordómar… aðal atriðið er auðvitað að vera fær um að æfa líkamann sem tæki en þar erum við líka að sjá allann gang á þessu, leikara sem eru fatlaðir, í hjólastól, dvergar og sitthvað í alvörunni en ekki bara í hlutverkum… ég held því alltaf fram að allir geti orðið leikarar, en þetta sé samt ekki fag fyrir alla, því þú þarft að geta treyst þér til að láta söguna og leikstjórann hafa valdið yfir þínu lífi og þinni tilvist… líkaminn og sálin verður eign starfsins… þetta gerir líka það að verkum að það er erfitt að vera maki leikara, en svona er lífið. hvað skólainngöngu varðar, þá er það þannig að ef maður kemst ekki inn hér, þá prófar maður þar, eða fer í áhugaleikfélag og verður betur stæður í faginu næst eða eitthvað… þetta er svolítið bara lífsbransi.