Góð spurning…
Hmm, mér finnst einmitt öfugt við einhvern hérna fyrir ofan erfiðara að svara um leikarana en leikkonurnar.
En ég hef alltaf haldið upp á þá leikara sem hafa kennt mér eða ég hef unnið með. Held upp á þau öll á mjög sérstakan hátt. :D Væmið…I know! Nefni nokkur þeirra í bland við aðra… :P
Leikarar: Ingvar, Bergur, Björn Hlynur, Gísli Örn, Hilmir Snær, Ólafur Egill, Ólafur Darri og ábyggilega fleiri.
Leikkonur: Ein sem skal nefna fyrsta og fremsta - NÍNA DÖGG FILIPPUSDÓTTIR. Aðrar: Edda Björg, Brynhildur Guðjóns, Hansa, Tinna Hrafns, elskan hún Selma svo er ég doldið hrifin af Nönnu Kristínu, Esther Talíu og ótal öðrum… :P
Rökstuðningur…here we go…
Ingvar: Verður maður að rökstyðja eitthvað? Ingvar E. er Ingvar E. - stórkostlegur leikari og yndislegur maður. Vann með honum í Súperstar, hann er gull.
Bergur: Hann er náttúrulega bara OF fyndinn maðurinn. Ógeðslega skemmtilegur, bæði sem leikari og bara hann.
Björn Hlynur: Hann er bara frábær leikari, algerlega brilljant í Börnum og Foreldrum og líka í Sveitabrúðkaupi og bara öllu sem ég hef séð…
Gísli Örn: Frábær listamaður, ekki bara leikari heldur eitthvað svo miklu meira.
Hilmir Snær: Hvernig getur maður ekki haldið upp á leikara sem klikkar ALDREI?
Ólafur Egill: Einn af fáum sem er STÓRKOSTLEGUR í hvaða hlutverki sem hann leikur. Gerir hvaða hlutverk sem er áhugavert.
Ólafur Darri: Hefur eitthvað svo ótrúlega sérstaka og sjarmerandi nærveru og er auðvitað frábær leikari.
Nína Dögg: Þessi elska! Ég féll fyrir henni sem leikkonu í fyrsta skipti sem ég sá hana. Hún er svona “does it all” leikkona, getur allt, leikið drama og gaman og bara hvað sem er. Stundum getur maður ekki alveg útskýrt afhverju maður heldur upp á einhvern. Hún er mikil fyrirmynd hjá mér, enda FRÁBÆR leikkona (eiguð við eitthvað að ræða frammistöðuna í Hamskiptunum? Eða Rómeó og Júlíu, Woychek, Börnum og bara öllu sem hún hefur gert) og yndisleg stelpa í alla staði. Við vorum kynntar í frumsýningarpartýi Súperstar þegar sameiginlegur vinur komst að því hvað ég held upp á hana og hún er dásamleg :D Alveg draumur hjá mér að vinna með henni :) Hún var samt að vinna í sama húsi og ég, við vorum bara að leika á sitthvoru sviðinu :P
Edda Björg: Manneskjan er náttúrulega óstjórnlega fyndin. Finnst hún besta gamanleikkona okkar Íslendinga og svo er hún frábær dramaleikkona líka. Einlæg og bara svona true talent…Svo er hún svo brjálæðislega hress og skemmtileg :P Elska hana…
Brynhildur Guðjóns: Litla powerhousið. Er eitthvað sem þessi kraftaverkakona getur ekki? Hún er bara…stórfengleg!
Hansa: Maður sér alltof lítið af henni á sviði, eins frábær og hún er. Og auðvitað frábær söngkona líka, brilljant multi-talent.
Tinna Hrafns: Ég var svo GLÖÐ þegar ég sá Tinnuna mína brillera í Veðramótum, hún átti það svo skilið. Hún er svo frábær leikkona og það vissu alltof fáir af henni. Hún var búin að leika í barnaleikritum og söngleikjum og standa sig frábærlega en sannaði sig svo sem stórkostlega leikkonu í Veðramótum!
Selma: Hún er náttúrulega bara drottningin…söngleikjadrottningin. Vona að ég verði einhvern daginn jafn góð söngleikjaleikkona og hún :D Getur allt - sungið, leikið, dansað, leikstýrt svo er hún svo sæt, skemmtileg og fyndin líka!
Nanna Kristín: Veit ekki alveg hvað það er en hún hefur eitthvað sem mér finnst spennandi og skemmtilegt. FRÁBÆR í Sveitabrúðkaupi…
Esther Thalía: Verður stöðugt betri og betri. Frábær leik- og söngkona. Frááábær gamanleikkona.
Úff, þetta var hellingur…