Ég fór auðvitað og mér fannst mjög gaman :) Ég var samt næstum því búin að missa af túrnum baksviðs! Vá hvað ég var fúl. Ég nefnilega beið alltaf með að fara því það var svo rosalega mikið af fólki. Svo spurði ég eina stelpuna hvenær næsti túr væri og hún sagði: ,,Ég er ekki allveg viss um að það verði annar túr…" Ég vonaði bara það besta og það var annar túr. Þá vorum við frekar fámenn og það var mjög gott. Þá heyrði ég allt og svona..þurfti ekki að troðast eins og í Borgarleikhúsinu :) Hefði samt viljað sjá meira! Túrinn var svo rosalega stuttur!
Annars fannst mér þetta allt bara mjög skemmilegt og skemmti mér vel :)
Hvað með ykkur?
An eye for an eye makes the whole world blind