Ég veit það. Ég er sjálfur á móti því að skrifa um Hollívúdd myndir hingað inn og ég styð það allshugar að reyna að gera þetta áhugamál sem mest um leikhúsleik og leikhúsleikara, það eru önnur áhugamál (kvikmyndir) sem dekka hitt.
EN í þessu tilfelli bara stóðst ég ekki mátið. Ég bara hreinlega VERÐ að smella inn einum litlum korki um frammistöðu Heath Ledger í hlutverki Jókersins í nýjustu Batman myndinni - The Dark Knight.
Að mínu mati gjörsamlega átti Ledger þessa mynd. Maðurinn fór á kostum! Hvílíkur leiksigur! Það sást ekki veikur blettur á leik hans alla myndina og hann kom sífellt á óvart með gjörsamlega frábærum karakter. Ef hann hefði ekki verið hluti af myndinni hefði hún bara verið ein af þessum venjulega la-la myndum en VÁ! Mig langar bara að horfa aftur og aftur og aftur á þessa mynd til að sjá þennan snilling, Heath Ledger heitinn fara á kostum. :D
10 stjörnur af 5 mögulegum.
Hvað fannst ykkur?