Tónsmiðju Stefáns, er á Selfossi:)
Já, raddbeiting er mjög mikilvæg, ekki bara í söng. Hef líka séð leikara sem bera sig mjög vel og eru með líkamsbeitinguna rétta og leika mjög sannfærandi í útliti en svo segja þeir allt á mjög ósannfærandi hátt, beita röddini ekki rétt og segja jafnvel sumt frekar óskýrt og það skemmir rosalega mikið fyrir. Ég hef verið í kór bara allveg síðan í þriðja bekk og ég hef lært mjög mikið á því. Lært einhverja raddbeitingu svona og öndunina. En þar sem þarna er verið að kenna stórum hóp fær maður enga einstaklingshjálp og þarf oft að finna hlutina út sjálfur. Ég þarf líka, eins og ég sagði hér fyrir ofan, að fá sjálfstraust þegar ég syng ein. Gengur mjög vel í kórnum en þegar kemur að því að syngja ein verð ég svo stressuð að ég fer að syngja falst og svona. Langar líka að læra þetta almennilega svo ég geti notið sönginn þegar ég fer að reyna að komast inn í leiklistarheiminn :)
An eye for an eye makes the whole world blind