Við vorum 13 í fyrra og ég býst við því að það komist svipað margir inn núna.
Í fyrra var pínu óvenjulegt hvað götuleikhúsið tók að sér stóra viðburði, við vorum t.d. með risastór opnunaratriði á tveimur íþróttaleikum sem innihéldu eldspúun, stultur, SkyRunner, víkinga, risa-óróa og hundrað neyðarblys! Það var geggjað töff en nei, við sömdum ekkert af því sjálf.
Við gerðum samt nokkra litla gjörninga bara niðrí miðbæ. Við tókum Harry Potter-senu í tengslum við útgáfu nýju bókarinnar, við fórum á risastóru ástar-rúmi mjöög fáklædd niður laugarveginn (tvisvar) og settum upp barnaleikritið Pétur og úlfurinn (með eldspúun og stultum) á Austurvelli.
Venjulegur dagur í götuleikhúsinu felst sennilega í því að mæta, redda sér búning, fara í búning og smink og tjilla, fara svo út í “æfingu” fyrir atriðið sem á að gera, fara svo í hádegismat, mæta svo aftur eftir hádegi og hita upp, hlaupa svo niður laugarveginn og gera atriðið… þetta er svona eins basic og það gerist en auðvitað voru lang flestir dagarnir undantekning frá þessari formúlu… Til að mynda eyddum við mörgum dögum bara í Listsiðjunni (aðstöðu Götuleikhússins) að undirbúa atriði.. Við vorum líka með svo mörg óvenjulega stór atriði, eins og ég sagði áðan.
Við sömdum voða lítið sjálf í fyrra, flest var bara búið að ákveða af leikstjóranum, sem mér finnst persónulega allt í lagi :) Það voru þó sum atriði sem spunnust algjörlega út úr samræðum leikhópsins og leikstjórans og voru þau atriði ekki síður skemmtileg en risastórar hundrað manna eldspúunar-og-stultu-sýningar leikstjórans :)