Já.. sko. en spurningin er bara þessi: Þú ert með tvo leikara sem báðir hafa lokið 3 árum í leiklistarskóla. Annar þeirra í Acting og hinn í Musical Theatre. Sá sem var í Musical Theater fékk þá kennslu í söng og dansi meðfram því að læra að leika og þar af leiðandi fékk hann þrisvar sinnum minni leiklistarkennslu. Svo þegar kemur að því að ráða annan þessara í leikverk þar sem hvorki er sungið né dansað verður sá sem hefur 3 ár af pjúra leiklist á bakinu klárlega fyrir valinu. Hann getur svo alveg farið í söngnám og dansnám seinna meir… Eða þetta er allavegana mín skoðun. Að leiklistin gangi fyrir og svo komi söngur og dans (sem við vitum öll að eru virkilega mikilvægir þættir í leiklistarmenningu vesturlanda…)
Annars er ég alls ekki að efast um valið þitt að fara í Musical Theatre. Það er örugglega miklu miklu miklu skemmtilegra nám (sérstaklega fyrir manneskju eins og þig) og bara.. fjölbreyttara :D Svo getur bara alveg verið að leiklistarnámið á Musical Theatre brautinni sé ekkert síðra en á Theatre brautinni svo ekki hlusta á mig þó að mín skoðun sé að leikarar þurfi fyrst og fremst góða leiklistarmenntun :)
Varðandi nám í útlöndum held ég að vandamálið stafi af því hversu MARGIR (já, ég sagði margir) leikarar útskrifast á Íslandi á hverju ári. Leiklistarlífið á Íslandi er gjörsamlega stútfullt af nýjum og nýjum leikurum sem eru búnir að fá stökkpall inn í leikhúslífið á Íslandi (með nemendaleikhúsinu ofl.) og þar af leiðandi er erfitt fyrir utanaðkomandi að koma sér inn í það… já, þú skilur mig?
og spyrja sig hvað sé svona ótrúlega frábært við okkur hérna á klakanum, afhverju vilja þeir síður erlendisfrá-menntaða triple threat-leikara?
Sko, fyrir mér snýst þetta ekkert endilega um það að okkur finnast Íslands-menntuðu leikararnir eitthvað BETRI.. málið er bara að þeir hafa fengið tækifæri til þess að leika í leikhúsinu á Íslandi (í skólanum) og plögga sér tengiliðum. Þeir sem koma frá útlöndum og segjast hafa lært geðveikt mikið í leiklist eru kannski ekki jafn velkomnir, einfaldlega vegna þess að fólk hefur ekki séð þá áður… Held ég.