Eru fleiri hér á Huga sem eru skelfingu lostnir af því að þeir eru að byrja að undirbúa sig fyrir leiklistarskólafprufur erlendis?

Ég persónulega ætla í prufu í Háskólanum í Gautaborg og svo Guildford, ArtsEd, Mountview og Rose Bruford í London. Ekki samt á þessu ári heldur næsta (hef hugsað mér að byrja haustið 2009 ef ég kemst inn í einhvern þessara skóla). S.s. 9 mánuðir í fyrstu prufuna sem verður í Gautaborg. Eins gott að byrja snemma þar sem ónógur undirbúningur er víst ástæða þess að flestir sem klúðra klúðra. Ég ætla því heldur en ekki að hafa vaðið fyrir neðan mig hvað það varðar, sérstaklega þar sem þetta er á öðru tungumáli en mínu eigin…

Eru fleiri hér á Huga í sömu stöðu?

Látið þá í ykkur heyra…

Hreindís