Úff…vá, á þessu leikári?
Konan áður, Vígaguðinn, Hamskiptin, Hjónabandsglæpir, Norway Today, Sólarferð, Ívanov og Skilaboðaskjóðan hjá Þjóðleikhúsinu.
Lík í óskilum, Gosi, Hetjur, Kommúnan, Ást, Ræðismannsskrifstofan, Hér og Nú, Gretti og Belgíska Kongó í Borgarleikhúsinu.
Svo sá ég febrúarsýningu Íslenska Dansflokksins (algjör unaður, grey þeir sem misstu af henni!), Kræ-Beibí hjá Versló (sem var jah, skítsæmilegt), eina nemendasýningu hjá 2. árs nemum leiklistardeildar LHÍ, jólasýningu Sönglistar (María, asninn og gjaldkerarnir) og svo er ég að leika í Jesus Christ Superstar.
Þrjár eða fjórar af þessum eru sýningar sem voru teknar upp frá fyrri leikárum en ég átti eftir að sjá…
Já, börnin góð, það er yndislegt að vera með frítt/afslátt í leikhús!