Ég veit nú ekki hvort þið getið hjálpað eitthvað..held að þetta sé nú eitthvað sem maður þjálfar sig bara upp í, en það sakar ekki að reyna að sjá hvort þar sé hægt að fá einhverja hjálp við þetta :P
Þannig er nefnilega mál með vexti að í leikritinu sem ég er að leika í þarf ég að gráta. Mér gengur sæmilega. Bara eftir smá stund af ,,gráti" og ekkasokkum þá finnst mér eins og það sé að fara að líða yfir mig (örugglega af því að ég anda óreglulega) en það hefur oftast reddast.
Málið er að mér finnst þetta bara svo gervilegt hjá mér. Mig langar í tár, kvef og rautt nef:P Eitthvað almennilegt :P Ég er að spá í að loka mig bara öðruhverju inni á baði og æfa mig en eruð þið nokkuð með einhver ráð til að hjálpa mér?
Og svona eitt að lokum..getið þið látið ykkur fara að gráta út af engu? Meeeeen, mig langar svo að geta það!
An eye for an eye makes the whole world blind