Þetta tekur allt sinn tíma og réttir contactar eru mikið lykilatriði hér á landi og ég get ekki annað en ímyndað mér að það sé eins um víða veröld. Ég get alveg sagt fyrir mitt leiti, þó það hljómi ansi egóískt, að ég er núna að vinna í atvinnusýningu og það tók alveg sinn tíma að komast að í svoleiðis. Ég er búin að vera að leika síðan ég var 7 ára og ég var 15 ára í fyrsta sinn sem ég var í atvinnuleikhúsi og þetta er spurning um að, auðvitað, hafa hæfileika og vera “spottaður” og þegar þú færð fyrsta tækifærið að standa sig þá vel og vinna - og vinna vel svo fólk sækist eftir því að vinna mér þér aftur. Þetta er gífurleg skuldbinding og ekkert grín þó margir haldi að þetta sé bara gaman. Þetta er auðvitað rosalega skemmtilegt en líka gríðarleg vinna, líkamlega og andlega.
Þegar einhver ákveður að gerast leikari þá er framundan löng og ströng leið. Auðvitað er vitsamlegast að byrja á því að fara í skóla og læra greinina. Oft er líka auðvelt að afla sér sambanda í gegnum skólann og þá sem kenna þar. Eftir að skólanum er lokið er bara að henda sér í harkið. Fara í prufur og vera viðbúinn því að fá höfnun aftur og aftur en samt að vera alltaf bjartsýnn og gera sitt besta. Þetta gerist ekkert á einni nóttu :P
Þar hafiði það :P
Úff, var að lesa þetta yfir og þetta hljómar eins og prédikun. En - það var nú ekki pælingin. Þetta er bara það sem ég veit. Þetta er það sem er framundan hjá mér, að reyna að komast inn í skóla, standa mig vel þar og svo henda sér í harkið. Ég er reyndar svo heppin að vera með ansi góða contacta hérna á klakanum :P Það er alltaf frábært!