Jæja Hugarar… nú spyr ég um álit ykkar. Ef þið mættuð velja um Rose Bruford, American Academy of Dramatic Arts og LAMDA, hvaða skóli yrði fyrir valinu?
Ég veit ekkert um neinn nema AADA og mig langar rosalega í hann. En ég ætla ekki að ákveða neitt fyrr en ég hef skoðað fleiri möguleika ;) Og það verður heldur ekki fyrr en eftir nokkur á
Það er náttúrlega miklu erfiðara að komast í þessa góðu skóla í UK og USA. Hef talað við nokkra leikara og leikstjóra sem mæltu ekki með skólanum hér heima því hann var orðinn mjög akademískur; fullt af ritgerðum og bóklegum verkefnum sem bitnar á þjálfuninni.
Já…reyndar er það allveg satt hjá þér..bara mjög erfitt að komast út í leiklist..svo ef maður kemst í skóla, þá er líka vandinn að fá hlutverk eftir útskrift..en það fer samt örugglega líka eftir hvaðan maður útskrifaðist. En allt er hægt ef viljin er fyrir hendi :)
Eru inntökupróf í Listaháskóla Íslands þriðja hvert ár eða? Ég er meira spennt fyrir skólum í Bretlandi..en það væri samt gaman að fara í inntökupróf svona ganni :)
Já ég held að Lamda verði fyrir valinu. Er búinn að skoða þetta (kannski of) mikið og hann virðist vera langheitasti skólinn í Bretlandi um þessar mundir og hlutfall nemenda sem fá eitthvað að gera eftir námið er hæst þar. …auk þess sem þar eru kenndar skylmingar!
Bætt við 23. júní 2007 - 18:40 það verður samt líklega erfitt að senda höfnun til AADA…
LÍN veitir námslán til allra skóla ef þar er kennt viðurkennt nám af menntamálaráðuneyti lands sem skólinn er í og þú útskrifast með e-s konar háskólagráðu (s.s ekki diploma).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..