Leiktu Betur er einfaldlega keppni í leikhússporti. (Veit ekki hvort fólk veit hvað það er svo ég skal útskýra það)
Leikhússport er þannig;
Tvö lið keppa á móti hvort öðru í hverri umferð, fjórir í hvoru liði. Fyrra liðið skorar á hitt í einhverskonar spuna, t.d. “eldhússpuna”, “skátaspuna”, “tjaldspuna”, “Leikskólaspuna” o.sv.frv. Það má nota hvað sem manni dettur í hug þegar maður skorar á.
Liðið sem var skorað á ákveður hvernig stíl þau ætla að leika spunann í. Dæmi um stíla eru t.d. sápuóperustíll, þá er allt leikið eins og það sé í sápuóperu. Vinsælt að nota “Ég er faðir þinn” í þeim spunum. Fleiri stílar eru svo t.d. íþróttalýsingastíll (þá er öllu lýst, “Og hann fer af stað, já honum gengur mjög vel að bursta! Þetta var frábær burstun! Gengur svolítið illa þarna á klósettinu, ætli hann nái að komast…”, slide-show (einn sem er að lýsa því sem gerist, hinir stoppa á meðan hann lýsir og breyta svo um stellingu við og við).
Áhorfið var bara mjög gott síðast og það var rosalega skemmtilegt á þessari keppni. Liðin voru flest mjög góð.
Keppnin er venjulega haldin í svona nóvember, ef ég man rétt.