Nú eru nemendur Menntaskólans í Kópavogi að segja upp leikritið “Með fullri reisn”. Leikritið byggist á kvikmyndinni “The Full Monty” sem kom út árið 1997, margir ættu að kannast við þá kvikmynd. Okkar útgáfa er þó mjög breytt þar sem það er aðlagað íslenskum aðstæðum og húmor, fleiri kvenhlutverkum er bætt inní og tekin eru nokkur stórgóð lög. Svo það mætti í rauninni segja að þetta væri íslensk söngleikja útgáfa af “The Full Monty”.

Sýningin fjallar um 4 atvinnulausa stráka sem eru að leita sér að atvinnu í sveitafélagi einu. Það gengur heldur betur illa og á endanum fara þeir í veðmál og ákveða að strippa. Áhorfendur fylgjast því með undirbúning þeirra og því sem gerist á leið þeirra í strippið. Lokaatriðið er svo auðvitað strippið og munum við berhátta okkur fyrir framan áhorfendur. Þetta leikrit ætti því að falla í góðan gír hjá áhorfendum.

Leikstjórinn er enginn annar en leikarinn góðkunni Hjálmar Hjálmarsson sem er meðal annars þekktur fyrir að vera góður í að herma eftir Bubba Morthens. Tónlistarstjórinn er Hrafnkell Pálmarsson (Keli) sem er gítarleikarinn í hljómsveitinni “Í svörtum fötum”. Danshöfundar eru stúlkur úr skólanum og hafa þær gert vel. Leikarar, hljómsveit, ljósamenn, sviðsmenn og aðrir eru allir nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi.

Sýningarnar verða í Tjarnarbíó og þeir sem ekki vita hvar það er þá er það við tjörnina í Reykjavík þar sem maður gefur öndunum brauð, beint á móti Ráðhúsinu. Miðinn kostar fyrir almenning 2000kr. (sem fólki kann að finnast frekar dýrt en gleymið því ekki að þið eruð að styrkja viðkvæmt nemendafélag) en fyrir nemendur í skólanum ætti miðinn að fást á lægra verði. MIÐAPANTANIR ERU Í SÍMA: 849-7311

Þá að sýningardögum. Frumsýning verður næstkomandi þriðjudag þann 17. apríl. Eftir það koma sýningarnar í þessum röðum.

17. apríl - þriðjudag - frumsýning
18. apríl - miðvikudag
19. apríl - fimmtudag
20. apríl - föstudag
21. apríl - laugardag
24. apríl - þriðjudag - LOKASÝNING


Allar sýningar eru sýndar kl. 20:00. Ef vel gengur verða sýningar kannski fleiri en þetta eru sýningarnar sem er búið að ákveða og vona ég hver og ein verði vel setin! Í von um góða aðsókn..!

Torfi Guðbrandsson