ég hef bara eina spurningu og það er; hvort að einhver sem er eða hefur verið í skóla úti væri til í miðla þekkingu sinni og reynslu með okkur? Það væri frábært! sérstaklega með American Academy of Dramatic Arts.
Ég veit nú ekki mikið um þetta. En ég vil samt benda þér á að athuga hvort skólinn sem þú ætlar í er viðurkenndur hjá FÍL þannig að þú verðir viðurkenndur leikari (leikkona?) þegar þú kemur heim og lendir ekki í því að hafa verið að sóa tíma þínum í skóla og getur síðan ekki orðið atvinnuleikari.
Ég veit ekki hvernig þessu er háttað. Leikstjórinn minn (Gói) sagði okkur þetta einhverntímann, þegar við vorum nokkur að spjalla við hann um þetta að vanda valið. Fara t.d. ekki í John Travolta acting school (bara dæmi) bara út á nafnið, heldur vera viss um að skólinn væri á skrá hjá FÍL.
Já ókeei.. Ég finn samt ekkert um þetta á vef FÍL. Veit samt að í Bretlandi er félag sem heitir NCDT (National Council for Drama Training) sem nokkrir skólar hafa aðild að, auk félaga eins og BBC og Society of London Theatre. Þannig að þeir kúrsar á þessari síðu http://www.ncdt.co.uk/acourse.asp ættu að vera öruggir upp á góða leiklistarmenntun og eru líklega skráðir hjá FÍL.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..