Bæjarstjórinn í “Besta Bæ” fer með leiðandi hlutverk í leikverki sem var frumsýnt núna á föstudeginum 2.Mars við frábærar undirtektir.
Leikverkið er af Revíu gerð en það leikform hefur ekki verið svo mikið notað á Íslandi síðustu ár…nema þá í Keflavík.
Þetta er fimmta Revían sem við í Leikfélagi Keflavíkur setjum upp og miðað við fagnaðarlætin í gær þá er þessi ekkert síðri en hinar sem á undan henni komu.
Til að hafa það á hreinu er tekin fyrir atvik og persónu í Reykjane…ég meina Besta Bæ og þau útfærð á spaugilegan hátt. Stór skemmtileg sýning, bæði fyrir fólk af suðurnesum sem og aðra. Þar sem að þetta er nú allt spaugileg vandamál sem við glímum öll við.
Verið hjartanleg velkomin.
Kveðja, Gunnar Garðarsson fyrir hönd LK.