Eg er ekki að halda fram að ÞÚ sért að afsaka, eða verja Platon.
Þegar ég sagði; “Af hverju er alltaf verið að leita af einhverjum afsökunum um þetta svokallaða ”skáldahatur“ Platons?” var ég að meina þetta almennt, mér finnst bara soldið bera á þessu.
Ansi oft þegar Platon og skáldin koma upp í umfjöllun um listir, er farið að draga úr því sem Platon sagði, sagt að það ætti ekki að taka þessu of alvarlega, að Platon hafi ekki verið að meina það sem hann sagði, enda sjálfur verið skáld osfr.
Mér finnst þetta bara stundum virka þannig að það meigi ekki móðga þá sem hafa áhuga á listum, þeir væru of viðkvæmir til að heyra þetta um skáldin.
Ég held að í dag samræmist það bara ekki þessari pólitísku rétthugsun þarna, að tala gegn skáldum.
Kannski misskil ég þetta allt ofsalega, en mér finnst það bara allt í lagi að velta því fyrir sér hvort skáldskapur sé t.d. réttlætanlegur, og hvort heimurinn væri betur kominn á hans, enda eins og þú segir, það er ekki eins og Platon hafi ætlað að hrynda þessu í framkvæmd, og ég er sammála því að hann hafi haft góðar ástæður.
En mér finnst bara þetta með Platon og skáldskapinn, að málið sé stundum skoðað um of frá nútímasjónarhorni.
Staða skáldskapar var bara allt önnur í Grikklandi á tíma Platons, en hún er í dag.
Mér finnst eiginlega réttara að líkja þessari ádeilu hans á skáldin við það, að t.d. einhver nútímamaður færi að gagnrýna of mikið sjónvarpsgláp, að fólk tryði um of öllu sem það sæi í sjónvarpinu, og að hann vildi takmarka sápuóperur og banna gróft ofbeldi, og finndist að sjónvarpstöðvar ættu frekar að einbeita sér að fræðsluefni. Segði að hagsmunum almennings yrði betur borgið þannig.
En hvað sosem hann Platon sagði um skáldskap, já og málaralist, þá finnst mér bara ekkert minna til hans koma ;)